Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa 26. júlí 2025 10:32 Stjórn Kvennaárs, konur og kvár, gáfu stjórnvöldum eitt ár, eða til 24. október 2025, til að breyta lögum og innleiða nauðsynlegar aðgerðir til að taka stórt skref í átt þess að tryggja fullt og endanlegt jafnrétti kynjanna. Þessi kröfugerð var mótuð af kröftugum hópi samtaka og baráttuhreyfinga, sem vilja stöðva ofbeldi gegn konum, vinna gegn launamun, bæta stöðu mæðra og bregðast eindregið við kynbundinni mismunun á vinnumarkaði. Við eigum að standa saman, styðja og hlusta. Það eru senn liðin 50 ár frá því konur hér á landi lögðu niður störf, bæði launuð og ólaunuð og stöðvuðu þannig samfélagið. Þetta var gert til að vekja athygli á ólaunuðum störfum kvenna, launamun og þeirri staðreynd að mikið hallaði á konur og þeirra réttindi í samfélaginu. Þrátt fyrir mikla og merkilegu baráttu kvenna hérlendis sem og erlendis búa konur enn við misrétti og ofbeldi og dapurlegt að við séum ekki komin lengra sem sýnir hversu mikilvægt er að við stöndum áfram saman til að knýja fram breytingar. Metþátttaka var í Kvennaverkfallinu 2023 sem fór fram á yfir tuttugu stöðum um land allt og varð stærsti útifundur Íslandssögunnar í Reykjavík. Sá dagur sýndi að núverandi kynslóðir eru tilbúnar til að taka við keflinu frá þeim konum sem ruddu brautina á sínum tíma. Valdefling, baráttugleði og skýrt ákall um breytingar einkenndu þennan risastóra samstöðufund líkt og á Kvennafrídaginn 1975. Samfélag sem stendur saman gegn ójöfnuði er sterkt og ríkt samfélag, það er samfélag þar sem jafnrétti og kvenfrelsi getur orðið að raunveruleika. Þrátt fyrir þann árangur sem hefur þó náðst er það sorgleg staðreynd að enn ríkir misrétti og ofbeldi gegn konum. Rannsóknir sýna að ofbeldi, líkt og kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi, stafrænt ofbeldi og hatursorðræða hefur aukist, enn er þolendum ekki trúað og enn fá gerendur væga dóma. Af því tilefni og sem ákall um breytingar er Druslugangan gengin í dag í fjórtánda sinn. Þessi mótmælaganga er gengin til að uppræta fordóma varðandi klæðaburð og ástand þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi og minna á að ábyrgðin er alltaf gerenda, alltaf! Við þurfum öll að standa saman í baráttunni, konur, kvár og karlar, og við viljum ekki bíða lengur. Við viljum samfélag þar sem öll eiga jöfn tækifæri, þar sem valdið er í höndum þeirra sem málið varðar og ójöfnuður er upprættur. Nú er tímabært að standa saman, sýna ábyrgð okkar og vilja. Sagan sýnir að sameiginlegur kraftur okkar er óstöðvandi. Við þorum, getum og viljum! Við erum í miklum mótvindi, nú þarf að halda áfram að berjast og gera sjálfsögð réttindi og sanngirni fyrir öll að veruleika. Höfundar eru druslur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Druslugangan Kvennaverkfall Álfhildur Leifsdóttir Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Stjórn Kvennaárs, konur og kvár, gáfu stjórnvöldum eitt ár, eða til 24. október 2025, til að breyta lögum og innleiða nauðsynlegar aðgerðir til að taka stórt skref í átt þess að tryggja fullt og endanlegt jafnrétti kynjanna. Þessi kröfugerð var mótuð af kröftugum hópi samtaka og baráttuhreyfinga, sem vilja stöðva ofbeldi gegn konum, vinna gegn launamun, bæta stöðu mæðra og bregðast eindregið við kynbundinni mismunun á vinnumarkaði. Við eigum að standa saman, styðja og hlusta. Það eru senn liðin 50 ár frá því konur hér á landi lögðu niður störf, bæði launuð og ólaunuð og stöðvuðu þannig samfélagið. Þetta var gert til að vekja athygli á ólaunuðum störfum kvenna, launamun og þeirri staðreynd að mikið hallaði á konur og þeirra réttindi í samfélaginu. Þrátt fyrir mikla og merkilegu baráttu kvenna hérlendis sem og erlendis búa konur enn við misrétti og ofbeldi og dapurlegt að við séum ekki komin lengra sem sýnir hversu mikilvægt er að við stöndum áfram saman til að knýja fram breytingar. Metþátttaka var í Kvennaverkfallinu 2023 sem fór fram á yfir tuttugu stöðum um land allt og varð stærsti útifundur Íslandssögunnar í Reykjavík. Sá dagur sýndi að núverandi kynslóðir eru tilbúnar til að taka við keflinu frá þeim konum sem ruddu brautina á sínum tíma. Valdefling, baráttugleði og skýrt ákall um breytingar einkenndu þennan risastóra samstöðufund líkt og á Kvennafrídaginn 1975. Samfélag sem stendur saman gegn ójöfnuði er sterkt og ríkt samfélag, það er samfélag þar sem jafnrétti og kvenfrelsi getur orðið að raunveruleika. Þrátt fyrir þann árangur sem hefur þó náðst er það sorgleg staðreynd að enn ríkir misrétti og ofbeldi gegn konum. Rannsóknir sýna að ofbeldi, líkt og kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi, stafrænt ofbeldi og hatursorðræða hefur aukist, enn er þolendum ekki trúað og enn fá gerendur væga dóma. Af því tilefni og sem ákall um breytingar er Druslugangan gengin í dag í fjórtánda sinn. Þessi mótmælaganga er gengin til að uppræta fordóma varðandi klæðaburð og ástand þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi og minna á að ábyrgðin er alltaf gerenda, alltaf! Við þurfum öll að standa saman í baráttunni, konur, kvár og karlar, og við viljum ekki bíða lengur. Við viljum samfélag þar sem öll eiga jöfn tækifæri, þar sem valdið er í höndum þeirra sem málið varðar og ójöfnuður er upprættur. Nú er tímabært að standa saman, sýna ábyrgð okkar og vilja. Sagan sýnir að sameiginlegur kraftur okkar er óstöðvandi. Við þorum, getum og viljum! Við erum í miklum mótvindi, nú þarf að halda áfram að berjast og gera sjálfsögð réttindi og sanngirni fyrir öll að veruleika. Höfundar eru druslur.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun