Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2025 06:31 Scottie Scheffler með bikarinn eftir sigurinn á Opna meistaramótinu þar sem hann fór á kostum. Getty/Richard Heathcote Bandaríski kylfingurinn Scottie Scheffler komst ekki aðeins í fréttirnar fyrir frábæra frammistöðu sína á Opna meistaramótinu á dögunum því atvik tengt einu höggi hans fór einnig á mikið flug á netinu. Scheffler spilaði frábærlega á síðasta risamóti ársins og vann með nokkrum yfirburðum. Hann sá til þess að það var aldrei mikil spenna á lokadeginum. Þetta er annað risamótið sem Scottie Scheffler vinnur á árinu og það fjórða á ferlinum. Hann er langefstur á bæði tekjulistanum og á heimslistanum. Ein vinsælasta klippan með honum frá opna mótinu fór á mikið flug á netinu og þá mátti alls ekki slökkva á hljóðinu. Scheffler var að slá í beinni útsendingu og sló ágætis högg sem fór næstum því í holu. Eftir að hann sló þá heyrðist eitt langt og hátt prump sem hljóðnemarnir náðu vel. Lýsendurnir fóru báðu að skellihlæja og sögðu meðal annars: „Það er svo mikið hægt að segja um þetta högg.“ Var þetta áhorfandi, lýsendurnir sjálfir eða hvaða kom þetta prump? View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Scheffler sjálfur var hins vegar ekkert að fela sig eða sín búkhljóð. „Já þetta var ég. Ó já þetta var ég. Ég meina, þú ert út á golfvellinum í sex klukkutíma og þú ert líka að borða öðruvísi mat þarna. Þá geta svona hlutir gerst,“ sagði Scottie Scheffler í viðtali í Pardon My Take þættinum. Scheffler er ekki aðeins að ná Tiger Woods hæðum í golfinu heldur hefur hann einnig húmor fyrir sjálfum sér. Það sést sem dæmi í nýju Happy Gilmore myndinni þar sem hann er leiddur í burtu í handjárnum. „Ekki aftur,“ heyrist í Scheffler í myndbrotinu sem hefur verið notað til að auglýsa myndina. Mikla athygli vakti þegar hann var handtekinn fyrir utan golfvöllinn í miðju PGA meistaramótinu árið 2024 eftir að hafa lent upp á kant við lögreglumann. Scheffler var líka á mannlegum nótunum á blaðamannafundi fyrir Opna meistaramótið þar sem hann talaði um lífsfyllinguna og að hver sigur hans á golfvellinum skilaði ekki miklu á þeim vettvangi. Mikil gleði í nokkrar mínútur og svo væri það búið. Það er þessi mannlegi þáttur í beinum tengslum við stórkostlega spilamennsku Scheffler sem mun aðeins gera hann enn stærri og enn vinsælli í golfheiminum. Hvað er þá eitt hátt prump í miðri útsendingu á milli manna. View this post on Instagram A post shared by BroBible.com (@brobible) Golf Opna breska Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Sjá meira
Scheffler spilaði frábærlega á síðasta risamóti ársins og vann með nokkrum yfirburðum. Hann sá til þess að það var aldrei mikil spenna á lokadeginum. Þetta er annað risamótið sem Scottie Scheffler vinnur á árinu og það fjórða á ferlinum. Hann er langefstur á bæði tekjulistanum og á heimslistanum. Ein vinsælasta klippan með honum frá opna mótinu fór á mikið flug á netinu og þá mátti alls ekki slökkva á hljóðinu. Scheffler var að slá í beinni útsendingu og sló ágætis högg sem fór næstum því í holu. Eftir að hann sló þá heyrðist eitt langt og hátt prump sem hljóðnemarnir náðu vel. Lýsendurnir fóru báðu að skellihlæja og sögðu meðal annars: „Það er svo mikið hægt að segja um þetta högg.“ Var þetta áhorfandi, lýsendurnir sjálfir eða hvaða kom þetta prump? View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Scheffler sjálfur var hins vegar ekkert að fela sig eða sín búkhljóð. „Já þetta var ég. Ó já þetta var ég. Ég meina, þú ert út á golfvellinum í sex klukkutíma og þú ert líka að borða öðruvísi mat þarna. Þá geta svona hlutir gerst,“ sagði Scottie Scheffler í viðtali í Pardon My Take þættinum. Scheffler er ekki aðeins að ná Tiger Woods hæðum í golfinu heldur hefur hann einnig húmor fyrir sjálfum sér. Það sést sem dæmi í nýju Happy Gilmore myndinni þar sem hann er leiddur í burtu í handjárnum. „Ekki aftur,“ heyrist í Scheffler í myndbrotinu sem hefur verið notað til að auglýsa myndina. Mikla athygli vakti þegar hann var handtekinn fyrir utan golfvöllinn í miðju PGA meistaramótinu árið 2024 eftir að hafa lent upp á kant við lögreglumann. Scheffler var líka á mannlegum nótunum á blaðamannafundi fyrir Opna meistaramótið þar sem hann talaði um lífsfyllinguna og að hver sigur hans á golfvellinum skilaði ekki miklu á þeim vettvangi. Mikil gleði í nokkrar mínútur og svo væri það búið. Það er þessi mannlegi þáttur í beinum tengslum við stórkostlega spilamennsku Scheffler sem mun aðeins gera hann enn stærri og enn vinsælli í golfheiminum. Hvað er þá eitt hátt prump í miðri útsendingu á milli manna. View this post on Instagram A post shared by BroBible.com (@brobible)
Golf Opna breska Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Sjá meira