Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. júlí 2025 07:39 Það verður spennandi að fylgjast með þróun mála þar til fulltrúadeildin kemur aftur saman eftir sex vikur. Getty Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin héldu áfram um helgina eftir að Mike Johnson, forseti neðri deildar þingsins, sendi þingmenn snemma í sumarfrí til að komast hjá atkvæðagreiðslu um þverpólítískt frumvarp um birtingu gagnanna. Johnson sakaði flokksbróður sinn Thomas Massie, annan flutningsmanna málsins, um að valda Repúblikanaflokknum pólitískum „sársauka“ með því að taka saman höndum með Demókrötum í viðleitni til að fá skjölin birt. „Ég veit ekki af hverju gagnsæi ætti að vera sársaukafullt pólitískt,“ sagði Massie í þættinum Meet The Press í gær. „Er sársaukinn sá að þessi skjöl séu vandræðileg fyrir einhvern í flokknum? Ef svo er þá er það ekki góð afsökun. Er sársaukinn sá að þegar þingmenn ganga til atkvæðagreiðslu þá þurfi þeir að velja á milli þess að vernda hina ríku og valdamiklu frá skömm og þess að ná fram réttlæti til handa þolendum? Ég skil ekki hvað hann meinar,“ sagði Massie. Reps. Khanna and Massie push to release Epstein files ‘for the victims’: Full interview https://t.co/jQ4kAA6vbm— Meet the Press (@MeetThePress) July 27, 2025 Johnson hefur haldið því fram að ekki sé hægt að birta Epstein-skjölin þar sem það kæmi niður á þeim þolendum sem þar koma við sögu. Massie og Demókratinn Ro Khanna, sem einnig er flutningsmaður málsins, segja frumvarpið hins vegar kveða á um vernd til handa þolendunum, meðal annars með útstrikunum, og girða fyrir birtingu mynda eða myndskeiða sem sýna barnaníð. Johnson og Massie greinir einnig á um hvort yfirvöld eigi að náða Ghislaine Maxwell eða stytta dóm hennar gegn frekari upplýsingum um glæpi vinar hennar Jeffrey Epstein. Johnson segist ekki hugnast það, á meðan Massie segist allt vilja gera til að upplýsa málið. Hugmyndir um einhvers konar syndaaflausn fyrir Maxwell hafa verið harðlega gagnrýndar, enda hafi hún beinlínis viljandi vingast við börn til að vinurinn gæti nauðgað þeim, eins og einhver orðaði það. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Donald Trump Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Johnson sakaði flokksbróður sinn Thomas Massie, annan flutningsmanna málsins, um að valda Repúblikanaflokknum pólitískum „sársauka“ með því að taka saman höndum með Demókrötum í viðleitni til að fá skjölin birt. „Ég veit ekki af hverju gagnsæi ætti að vera sársaukafullt pólitískt,“ sagði Massie í þættinum Meet The Press í gær. „Er sársaukinn sá að þessi skjöl séu vandræðileg fyrir einhvern í flokknum? Ef svo er þá er það ekki góð afsökun. Er sársaukinn sá að þegar þingmenn ganga til atkvæðagreiðslu þá þurfi þeir að velja á milli þess að vernda hina ríku og valdamiklu frá skömm og þess að ná fram réttlæti til handa þolendum? Ég skil ekki hvað hann meinar,“ sagði Massie. Reps. Khanna and Massie push to release Epstein files ‘for the victims’: Full interview https://t.co/jQ4kAA6vbm— Meet the Press (@MeetThePress) July 27, 2025 Johnson hefur haldið því fram að ekki sé hægt að birta Epstein-skjölin þar sem það kæmi niður á þeim þolendum sem þar koma við sögu. Massie og Demókratinn Ro Khanna, sem einnig er flutningsmaður málsins, segja frumvarpið hins vegar kveða á um vernd til handa þolendunum, meðal annars með útstrikunum, og girða fyrir birtingu mynda eða myndskeiða sem sýna barnaníð. Johnson og Massie greinir einnig á um hvort yfirvöld eigi að náða Ghislaine Maxwell eða stytta dóm hennar gegn frekari upplýsingum um glæpi vinar hennar Jeffrey Epstein. Johnson segist ekki hugnast það, á meðan Massie segist allt vilja gera til að upplýsa málið. Hugmyndir um einhvers konar syndaaflausn fyrir Maxwell hafa verið harðlega gagnrýndar, enda hafi hún beinlínis viljandi vingast við börn til að vinurinn gæti nauðgað þeim, eins og einhver orðaði það.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Donald Trump Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira