Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar 28. júlí 2025 15:00 Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Það er erfitt að vera manneskja í þessum heimi þar sem samtíminn er orðinn dystópískur, finnst ykkur það ekki? Fasisminn fer vaxandi og samkennd dvínandi, það hefur verið rannsakað. Ég sé fegurð í heiminum en finn hana ekki, eitthvað er svo ótrúlega skakkt. Við finnum það flest, ekki satt? Allavega þau okkar sem enn hafa samkennd. Ég hélt, eins og margir að þegar það kæmi að börnum, yrði línan dregin. Varla getur fólk horft upp á saklaus börn drepin, svelt, þeim misþyrmt eða þau misnotuð? Í Bandaríkjunum mega háttsettir menn stunda mannsal og nauðga börnum án afleiðinga fyrir þá. Þeir eru jú svo sjarmerandi. Í Ísrael mega menn hunsa alþjóðalög og svelta börn og skjóta þau í höfuðið á færi. Og öll hin löndin sem hafa skuldbundið sig til að halda uppi þessum alþjóðalögum kjósa að líta undan hryllingnum. Án afleiðinga, eða hvað? Hverjar verða afleiðingar þeirrar lögleysu sem viðgengst á alþjóðavettvangi? Hvert verður gjald meðvirkninnar? Mörkin skekkjast meir og meir, ekki bara úti í heimi heldur líka hér heima. Gjaldið mun koma og það verður hátt. Ísrael brýtur ítrekað alþjóðalög, eru yfirlýstir stríðsglæpamenn og fremja þjóðarmorð fyrir allra augum. Það að fólk haldi öðru fram er ekki lengur hægt. Hvernig ráðamenn heimsins fá það af sér að horfa upp á 90 börn vera svelt til dauða í beinni útsendingu meðan matargjafir mygla í tonnavís í nokkurra kílómetra fjarlægð frá þeim fær mann til að missa alla trú á mennsku ráðamanna og kerfisins sem við lifum í. Fimmta hvert barn á Gaza þjáist af vannæringu það gera 200.000 börn. En það er ekki bara Ísrael sem brýtur alþjóðalög. Heldur öll þau ríki sem hafa skuldbundið sig til að fylgja Þjóðarmorðssáttmálanum (Convention on the Prevention and Punishment of the Crime of Genocide (CPPCG)) sem gerður var að alþjóðalögum 9. desember 1948. Þessi sáttmáli var gerður til þess að forða einmitt því sem á sér stað á Gaza frá því að gerast. Skuldbinding við sáttmálann felur í sér að bregðast við og aðhafast verði maður vitni að eða hafi vitneskju um að viðlíka atburðir séu að eiga sér stað. Ísland, sem aðildaríki að sáttmálanum, ber lagalega skyldu til að aðhafast. Má skilja aðgerðarleysi ykkar sem svo að Íslenskum stjórnvöldum finnist þau eins og bandarískum, rússneskum og ísraelskum stjórnvöldum, hafin yfir alþjóðalög eða stætt á að hunsa þau? Þetta aðgerðarleysi grefur undan stoðum þess reglukerfis sem alþjóðasamfélagið byggir á og smættar gildi alþjóðalaga. Hvers virði eru lög og reglur? Hvernig eigum við borgarar heimsins að hafa trú á kerfinu sem við lifum í þegar ráðamenn hunsa þau lög og reglur sem þeir hafa svarið eið um og skuldbundið sig til að fylgja. Tjáningarfrelsið er orðið misskipt. Almúginn mætir víðsvegar alvarlegum afleiðingum tjái þau sig frjálslega. Á meðan ráðamenn mega tjá sig með hætti sem hingað til hefur verið ástæða til afsagnar þeirra úr starfi. Friðsamlegum mómælendum víðsvegar um heim og hér heima er mætt með ofbeldi sem réttlætt er með gaslýsingum um óréttmæti afstöðu mótmælenda. Á Alþingi Íslands er rætt um að vísa ungum manni sem misst hefur fjölskyldu og vini í helförinni á Gaza úr landi fyrir að sletta málningu. Íslenskir stjórnmálamenn hafa margir hverjir gert stærri mistök, meira að segja oft og ítrekað. Sumir þeirra hafa framið lögbrot án afleiðinga; hvað þá alvarlegra afleiðinga. Ungur maður slettir málningu á ljósmyndara og þingheimur fer á hliðina. Á Gaza mæta ljósmyndarar og blaðamenn öðru og verra en málningarslettum. Þeir eru pyntaðir og myrtir af Ísraelsher. En það virðist ekki fara jafn mikið fyrir brjóstið á íslenskum ráðamönnum. Kannski er þeim fyrirmunað að setja sig í spor þessa unga manns sem hlaut skjól hér á landi. Þess vegna er málning og glimmer kannski það hræðilegasta sem þeim dettur í hug? Því þau hafa ekki lent í því verra. Á sama tíma og meintur nauðgari og barnaníðingur, yfirlýstur kvenhatari og rasisti vann forsetakosningar í Bandaríkjunum fengum við á Íslandi kvenstjórn. Tveir andstæðir pólar, vona ég. Ég hef oft í gegnum tíðina velt því fyrir mér hvernig málum væri háttað ef heiminum væri stjórnað af konum. Hvort það væri farsælla og því fylltist ég eftirvæntingu að sjá hvort það yrði sannleikurinn. Konur sem ég hitti í kjölfar kosningana, á öllum aldri og úr öllum kimum samfélagsins, upplifðu svipaða eftirvæntingu. Mun það breyta einhverju að konur sitji við stjórnvölinn? Þið, sem vermið æðstu sæti ríkisstjórnar Íslands, af hverju slítið þið ekki stjórnmála og viðskiptasambandi við Ísrael? Hvaða hagsmunum Íslands stafar hætta af þeirri aðgerð? Er Ísland háð meðvirkni með sjarmerandi barnaníðingi, er hann sá sem við viljum ganga í augun á? Og fyrir hvað? Fyrir hvað standa íslenskir stjórnmálamenn? Heimurinn hefur minnkað með tilkomu netsins. Við erum ekki eingöngu borgarar landsins sem við búum í. Við tilheyrum líka alþjóðasamfélaginu og í reynd mannkyninu öllu. Viljið þið verja hagsmuni peninga eða fólks? Þið hafið sagt að ef aðrir bregðist við þjóðarmorðinu á Gaza munuð þið fylgja. Af hverju ekki að taka af skarið og vera boðberar kærleika, friðar og samkenndar. Ekki sveiflast eins og strá í vindi eftir því hvert stærstu hrekkjusvín heimsins blása. Það er ekki svo langt síðan við vorum undir hælnum á annarri þjóð, blessunarlega þurftum við ekki að upplifa þann hrylling sem palestínskt fólk lifir og deyr við. Verið fyrirmyndir ungra íslendinga og fylgið lögum og reglum. Þið krefjist þess af okkur borgurunum og ég krefst þess af ykkur. Þið eruð forsvarsmenn þjóðarinnar. Verum þjóðin sem gerir hlutina öðruvísi, sýnum sjálfstæði og þor. Sýnum samkennd og náungakærleika. Sýnum frumkvæði og búum hinum löndunum sem líka bíða eftir að einhver taki af skarið farveg til að taka afstöðu með börnum, með friði, með mannslífum, gegn þjóðarmorði, gegn spillingu og gegn lögleysu. Virðingarfyllst, Höfundur er manneskja og móðir gegn þjóðarmorði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Það er erfitt að vera manneskja í þessum heimi þar sem samtíminn er orðinn dystópískur, finnst ykkur það ekki? Fasisminn fer vaxandi og samkennd dvínandi, það hefur verið rannsakað. Ég sé fegurð í heiminum en finn hana ekki, eitthvað er svo ótrúlega skakkt. Við finnum það flest, ekki satt? Allavega þau okkar sem enn hafa samkennd. Ég hélt, eins og margir að þegar það kæmi að börnum, yrði línan dregin. Varla getur fólk horft upp á saklaus börn drepin, svelt, þeim misþyrmt eða þau misnotuð? Í Bandaríkjunum mega háttsettir menn stunda mannsal og nauðga börnum án afleiðinga fyrir þá. Þeir eru jú svo sjarmerandi. Í Ísrael mega menn hunsa alþjóðalög og svelta börn og skjóta þau í höfuðið á færi. Og öll hin löndin sem hafa skuldbundið sig til að halda uppi þessum alþjóðalögum kjósa að líta undan hryllingnum. Án afleiðinga, eða hvað? Hverjar verða afleiðingar þeirrar lögleysu sem viðgengst á alþjóðavettvangi? Hvert verður gjald meðvirkninnar? Mörkin skekkjast meir og meir, ekki bara úti í heimi heldur líka hér heima. Gjaldið mun koma og það verður hátt. Ísrael brýtur ítrekað alþjóðalög, eru yfirlýstir stríðsglæpamenn og fremja þjóðarmorð fyrir allra augum. Það að fólk haldi öðru fram er ekki lengur hægt. Hvernig ráðamenn heimsins fá það af sér að horfa upp á 90 börn vera svelt til dauða í beinni útsendingu meðan matargjafir mygla í tonnavís í nokkurra kílómetra fjarlægð frá þeim fær mann til að missa alla trú á mennsku ráðamanna og kerfisins sem við lifum í. Fimmta hvert barn á Gaza þjáist af vannæringu það gera 200.000 börn. En það er ekki bara Ísrael sem brýtur alþjóðalög. Heldur öll þau ríki sem hafa skuldbundið sig til að fylgja Þjóðarmorðssáttmálanum (Convention on the Prevention and Punishment of the Crime of Genocide (CPPCG)) sem gerður var að alþjóðalögum 9. desember 1948. Þessi sáttmáli var gerður til þess að forða einmitt því sem á sér stað á Gaza frá því að gerast. Skuldbinding við sáttmálann felur í sér að bregðast við og aðhafast verði maður vitni að eða hafi vitneskju um að viðlíka atburðir séu að eiga sér stað. Ísland, sem aðildaríki að sáttmálanum, ber lagalega skyldu til að aðhafast. Má skilja aðgerðarleysi ykkar sem svo að Íslenskum stjórnvöldum finnist þau eins og bandarískum, rússneskum og ísraelskum stjórnvöldum, hafin yfir alþjóðalög eða stætt á að hunsa þau? Þetta aðgerðarleysi grefur undan stoðum þess reglukerfis sem alþjóðasamfélagið byggir á og smættar gildi alþjóðalaga. Hvers virði eru lög og reglur? Hvernig eigum við borgarar heimsins að hafa trú á kerfinu sem við lifum í þegar ráðamenn hunsa þau lög og reglur sem þeir hafa svarið eið um og skuldbundið sig til að fylgja. Tjáningarfrelsið er orðið misskipt. Almúginn mætir víðsvegar alvarlegum afleiðingum tjái þau sig frjálslega. Á meðan ráðamenn mega tjá sig með hætti sem hingað til hefur verið ástæða til afsagnar þeirra úr starfi. Friðsamlegum mómælendum víðsvegar um heim og hér heima er mætt með ofbeldi sem réttlætt er með gaslýsingum um óréttmæti afstöðu mótmælenda. Á Alþingi Íslands er rætt um að vísa ungum manni sem misst hefur fjölskyldu og vini í helförinni á Gaza úr landi fyrir að sletta málningu. Íslenskir stjórnmálamenn hafa margir hverjir gert stærri mistök, meira að segja oft og ítrekað. Sumir þeirra hafa framið lögbrot án afleiðinga; hvað þá alvarlegra afleiðinga. Ungur maður slettir málningu á ljósmyndara og þingheimur fer á hliðina. Á Gaza mæta ljósmyndarar og blaðamenn öðru og verra en málningarslettum. Þeir eru pyntaðir og myrtir af Ísraelsher. En það virðist ekki fara jafn mikið fyrir brjóstið á íslenskum ráðamönnum. Kannski er þeim fyrirmunað að setja sig í spor þessa unga manns sem hlaut skjól hér á landi. Þess vegna er málning og glimmer kannski það hræðilegasta sem þeim dettur í hug? Því þau hafa ekki lent í því verra. Á sama tíma og meintur nauðgari og barnaníðingur, yfirlýstur kvenhatari og rasisti vann forsetakosningar í Bandaríkjunum fengum við á Íslandi kvenstjórn. Tveir andstæðir pólar, vona ég. Ég hef oft í gegnum tíðina velt því fyrir mér hvernig málum væri háttað ef heiminum væri stjórnað af konum. Hvort það væri farsælla og því fylltist ég eftirvæntingu að sjá hvort það yrði sannleikurinn. Konur sem ég hitti í kjölfar kosningana, á öllum aldri og úr öllum kimum samfélagsins, upplifðu svipaða eftirvæntingu. Mun það breyta einhverju að konur sitji við stjórnvölinn? Þið, sem vermið æðstu sæti ríkisstjórnar Íslands, af hverju slítið þið ekki stjórnmála og viðskiptasambandi við Ísrael? Hvaða hagsmunum Íslands stafar hætta af þeirri aðgerð? Er Ísland háð meðvirkni með sjarmerandi barnaníðingi, er hann sá sem við viljum ganga í augun á? Og fyrir hvað? Fyrir hvað standa íslenskir stjórnmálamenn? Heimurinn hefur minnkað með tilkomu netsins. Við erum ekki eingöngu borgarar landsins sem við búum í. Við tilheyrum líka alþjóðasamfélaginu og í reynd mannkyninu öllu. Viljið þið verja hagsmuni peninga eða fólks? Þið hafið sagt að ef aðrir bregðist við þjóðarmorðinu á Gaza munuð þið fylgja. Af hverju ekki að taka af skarið og vera boðberar kærleika, friðar og samkenndar. Ekki sveiflast eins og strá í vindi eftir því hvert stærstu hrekkjusvín heimsins blása. Það er ekki svo langt síðan við vorum undir hælnum á annarri þjóð, blessunarlega þurftum við ekki að upplifa þann hrylling sem palestínskt fólk lifir og deyr við. Verið fyrirmyndir ungra íslendinga og fylgið lögum og reglum. Þið krefjist þess af okkur borgurunum og ég krefst þess af ykkur. Þið eruð forsvarsmenn þjóðarinnar. Verum þjóðin sem gerir hlutina öðruvísi, sýnum sjálfstæði og þor. Sýnum samkennd og náungakærleika. Sýnum frumkvæði og búum hinum löndunum sem líka bíða eftir að einhver taki af skarið farveg til að taka afstöðu með börnum, með friði, með mannslífum, gegn þjóðarmorði, gegn spillingu og gegn lögleysu. Virðingarfyllst, Höfundur er manneskja og móðir gegn þjóðarmorði.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun