Ætlar að vera á íslensku á TikTok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2025 08:30 Bergrós Björnsdóttir sést hér í auglýsingamyndatöku fyrir Nike Training á dögunum. @bergrosbjornsdottir Nýjasta íslenska alþjóðastjarnan í CrossFit ætlar ekki að tjá sig á ensku á TikTok heldur sýna Íslendingum frá lífi sínu sem ung afrekskona. Bergrós Björnsdóttir er framtíðarstjarna Íslands í CrossFit íþróttinni en þessi átján ára stelpa frá Selfossi var ekki langt frá því að tryggja sig inn á heimsleikana í ár. Ísland á því miður engan keppenda á heimsleikunum í CrossFit en Bergrós var ásamt Söru Sigmundsdóttur sú sem komst næst því að tryggja sig inn. Bergrós hefur tímann fyrir sér enda varð hún bara átján ára gömul í febrúar. Hún hefur komist inn á heimsleika í unglingaflokki síðustu ár og komst meira segja á verðlaunapallinn hjá táningum árið 2023. Íslensku dæturnar hafa alltaf notið mikillar hylli á samfélagsmiðlum enda Anníe Mist Þórisdóttir (1,3 milljónir), Katrín Tanja Davíðsdóttir (1,6 milljónir) og Sara Sigmundsdóttir (1,6 milljónir) allar með meira en þrefaldan fjölda íslensku þjóðarinnar sem fylgja þeim á Instagram. Allar hafa þær Anníe, Katrín og Sara tjáð sig á ensku á samfélagsmiðlum enda er stærsti hópur fylgjenda þeirra fyrir utan landsteinana. Bergrós hefur verið á Instagram en nú ætlar hún að stíga skrefið inn á TikTok. Bergós ákvað að stofna TikTok síðu til að leyfa sérstaklega Íslendingum að fylgjast betur með henni reyna að vinna sér sæti á heimsleikunum í CrossFit. Þarna getur fólk kynnst henni nákvæmlega eins og hún er en samkvæmt upplýsingum Vísis þá mun hún sýna bæði góðu og slæmu dagana. Það vekur líka athygli að þrátt fyrir að Bergrós sé þegar farin að vekja athygli erlendis í CrossFit heiminum þá ætlar hún að hafa TikTok-ið sitt einungis á íslensku. Það gæti auðvitað breyst með enn betri árangri á alþjóðlegum vettvangi en til að byrja með verður fróðlegt að sjá hversu mikið verkefni er það er fyrir átján ára stelpu að komst í hóp þeirra bestu í heimi í sinni íþrótt. Hér fyrir neðan má sjá Bergrós fara yfir sögu sína og metnaðarfull markmið á TikTok. Hún ræðir þar meðal annars plön sína að komast inn á heimsleikana árið 2026. @bergrosb Stefnan er sett á CrossFit Games í fullorðinsflokki 2026, og mig langar að taka ykkur með í þetta ferðalag😁 Ég veit ekki nákvæmlega hvernig ég mun deila þessu með ykkur, en ég ætla að gera mitt allra besta til að sýna ykkur vegferðina og allt sem henni fylgir🙏🏼 ♬ original sound - bergrosb CrossFit Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Fleiri fréttir Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Í beinni: Þróttur - Valur | Liðin í þriðja og fjórða Í beinni: Fram - Víkingur | Tekst gestunum að toga bláklæddar niður? Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Sjá meira
Bergrós Björnsdóttir er framtíðarstjarna Íslands í CrossFit íþróttinni en þessi átján ára stelpa frá Selfossi var ekki langt frá því að tryggja sig inn á heimsleikana í ár. Ísland á því miður engan keppenda á heimsleikunum í CrossFit en Bergrós var ásamt Söru Sigmundsdóttur sú sem komst næst því að tryggja sig inn. Bergrós hefur tímann fyrir sér enda varð hún bara átján ára gömul í febrúar. Hún hefur komist inn á heimsleika í unglingaflokki síðustu ár og komst meira segja á verðlaunapallinn hjá táningum árið 2023. Íslensku dæturnar hafa alltaf notið mikillar hylli á samfélagsmiðlum enda Anníe Mist Þórisdóttir (1,3 milljónir), Katrín Tanja Davíðsdóttir (1,6 milljónir) og Sara Sigmundsdóttir (1,6 milljónir) allar með meira en þrefaldan fjölda íslensku þjóðarinnar sem fylgja þeim á Instagram. Allar hafa þær Anníe, Katrín og Sara tjáð sig á ensku á samfélagsmiðlum enda er stærsti hópur fylgjenda þeirra fyrir utan landsteinana. Bergrós hefur verið á Instagram en nú ætlar hún að stíga skrefið inn á TikTok. Bergós ákvað að stofna TikTok síðu til að leyfa sérstaklega Íslendingum að fylgjast betur með henni reyna að vinna sér sæti á heimsleikunum í CrossFit. Þarna getur fólk kynnst henni nákvæmlega eins og hún er en samkvæmt upplýsingum Vísis þá mun hún sýna bæði góðu og slæmu dagana. Það vekur líka athygli að þrátt fyrir að Bergrós sé þegar farin að vekja athygli erlendis í CrossFit heiminum þá ætlar hún að hafa TikTok-ið sitt einungis á íslensku. Það gæti auðvitað breyst með enn betri árangri á alþjóðlegum vettvangi en til að byrja með verður fróðlegt að sjá hversu mikið verkefni er það er fyrir átján ára stelpu að komst í hóp þeirra bestu í heimi í sinni íþrótt. Hér fyrir neðan má sjá Bergrós fara yfir sögu sína og metnaðarfull markmið á TikTok. Hún ræðir þar meðal annars plön sína að komast inn á heimsleikana árið 2026. @bergrosb Stefnan er sett á CrossFit Games í fullorðinsflokki 2026, og mig langar að taka ykkur með í þetta ferðalag😁 Ég veit ekki nákvæmlega hvernig ég mun deila þessu með ykkur, en ég ætla að gera mitt allra besta til að sýna ykkur vegferðina og allt sem henni fylgir🙏🏼 ♬ original sound - bergrosb
CrossFit Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Fleiri fréttir Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Í beinni: Þróttur - Valur | Liðin í þriðja og fjórða Í beinni: Fram - Víkingur | Tekst gestunum að toga bláklæddar niður? Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Sjá meira