Ætlar að vera á íslensku á TikTok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2025 08:30 Bergrós Björnsdóttir sést hér í auglýsingamyndatöku fyrir Nike Training á dögunum. @bergrosbjornsdottir Nýjasta íslenska alþjóðastjarnan í CrossFit ætlar ekki að tjá sig á ensku á TikTok heldur sýna Íslendingum frá lífi sínu sem ung afrekskona. Bergrós Björnsdóttir er framtíðarstjarna Íslands í CrossFit íþróttinni en þessi átján ára stelpa frá Selfossi var ekki langt frá því að tryggja sig inn á heimsleikana í ár. Ísland á því miður engan keppenda á heimsleikunum í CrossFit en Bergrós var ásamt Söru Sigmundsdóttur sú sem komst næst því að tryggja sig inn. Bergrós hefur tímann fyrir sér enda varð hún bara átján ára gömul í febrúar. Hún hefur komist inn á heimsleika í unglingaflokki síðustu ár og komst meira segja á verðlaunapallinn hjá táningum árið 2023. Íslensku dæturnar hafa alltaf notið mikillar hylli á samfélagsmiðlum enda Anníe Mist Þórisdóttir (1,3 milljónir), Katrín Tanja Davíðsdóttir (1,6 milljónir) og Sara Sigmundsdóttir (1,6 milljónir) allar með meira en þrefaldan fjölda íslensku þjóðarinnar sem fylgja þeim á Instagram. Allar hafa þær Anníe, Katrín og Sara tjáð sig á ensku á samfélagsmiðlum enda er stærsti hópur fylgjenda þeirra fyrir utan landsteinana. Bergrós hefur verið á Instagram en nú ætlar hún að stíga skrefið inn á TikTok. Bergós ákvað að stofna TikTok síðu til að leyfa sérstaklega Íslendingum að fylgjast betur með henni reyna að vinna sér sæti á heimsleikunum í CrossFit. Þarna getur fólk kynnst henni nákvæmlega eins og hún er en samkvæmt upplýsingum Vísis þá mun hún sýna bæði góðu og slæmu dagana. Það vekur líka athygli að þrátt fyrir að Bergrós sé þegar farin að vekja athygli erlendis í CrossFit heiminum þá ætlar hún að hafa TikTok-ið sitt einungis á íslensku. Það gæti auðvitað breyst með enn betri árangri á alþjóðlegum vettvangi en til að byrja með verður fróðlegt að sjá hversu mikið verkefni er það er fyrir átján ára stelpu að komst í hóp þeirra bestu í heimi í sinni íþrótt. Hér fyrir neðan má sjá Bergrós fara yfir sögu sína og metnaðarfull markmið á TikTok. Hún ræðir þar meðal annars plön sína að komast inn á heimsleikana árið 2026. @bergrosb Stefnan er sett á CrossFit Games í fullorðinsflokki 2026, og mig langar að taka ykkur með í þetta ferðalag😁 Ég veit ekki nákvæmlega hvernig ég mun deila þessu með ykkur, en ég ætla að gera mitt allra besta til að sýna ykkur vegferðina og allt sem henni fylgir🙏🏼 ♬ original sound - bergrosb CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Fleiri fréttir Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Sjá meira
Bergrós Björnsdóttir er framtíðarstjarna Íslands í CrossFit íþróttinni en þessi átján ára stelpa frá Selfossi var ekki langt frá því að tryggja sig inn á heimsleikana í ár. Ísland á því miður engan keppenda á heimsleikunum í CrossFit en Bergrós var ásamt Söru Sigmundsdóttur sú sem komst næst því að tryggja sig inn. Bergrós hefur tímann fyrir sér enda varð hún bara átján ára gömul í febrúar. Hún hefur komist inn á heimsleika í unglingaflokki síðustu ár og komst meira segja á verðlaunapallinn hjá táningum árið 2023. Íslensku dæturnar hafa alltaf notið mikillar hylli á samfélagsmiðlum enda Anníe Mist Þórisdóttir (1,3 milljónir), Katrín Tanja Davíðsdóttir (1,6 milljónir) og Sara Sigmundsdóttir (1,6 milljónir) allar með meira en þrefaldan fjölda íslensku þjóðarinnar sem fylgja þeim á Instagram. Allar hafa þær Anníe, Katrín og Sara tjáð sig á ensku á samfélagsmiðlum enda er stærsti hópur fylgjenda þeirra fyrir utan landsteinana. Bergrós hefur verið á Instagram en nú ætlar hún að stíga skrefið inn á TikTok. Bergós ákvað að stofna TikTok síðu til að leyfa sérstaklega Íslendingum að fylgjast betur með henni reyna að vinna sér sæti á heimsleikunum í CrossFit. Þarna getur fólk kynnst henni nákvæmlega eins og hún er en samkvæmt upplýsingum Vísis þá mun hún sýna bæði góðu og slæmu dagana. Það vekur líka athygli að þrátt fyrir að Bergrós sé þegar farin að vekja athygli erlendis í CrossFit heiminum þá ætlar hún að hafa TikTok-ið sitt einungis á íslensku. Það gæti auðvitað breyst með enn betri árangri á alþjóðlegum vettvangi en til að byrja með verður fróðlegt að sjá hversu mikið verkefni er það er fyrir átján ára stelpu að komst í hóp þeirra bestu í heimi í sinni íþrótt. Hér fyrir neðan má sjá Bergrós fara yfir sögu sína og metnaðarfull markmið á TikTok. Hún ræðir þar meðal annars plön sína að komast inn á heimsleikana árið 2026. @bergrosb Stefnan er sett á CrossFit Games í fullorðinsflokki 2026, og mig langar að taka ykkur með í þetta ferðalag😁 Ég veit ekki nákvæmlega hvernig ég mun deila þessu með ykkur, en ég ætla að gera mitt allra besta til að sýna ykkur vegferðina og allt sem henni fylgir🙏🏼 ♬ original sound - bergrosb
CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Fleiri fréttir Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Sjá meira