Íslenski boltinn

Upp­bótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Farið var um víðan völl.
Farið var um víðan völl. Stúkan

„Stjarnan er held ég svolítið að leita að sínum einkennum,“ segir Ólafur Kristjánsson um lið Stjörnunnar í síðasta þætti Stúkunnar aðspurður fyrir hvað liðið stæði.

Hinn skemmtilegi liður Uppbótartíminn var á sínum stað í síðasta þætti Stúkunnar. Þar fá sérfræðingar þáttarins 60 sekúndur til að svara spurningum sem birtast á skjánum fyrir framan þá. Menn eiga það þó til að fara yfir tíma.

Að þessu sinni voru þeir Ólafur Kristjánsson og Arnar Grétarsson með Kjartani Atla Kjartanssyni í setti.

Spurningarnar að þessu sinni voru:

  • Fyrir hvað stendur Stjarnan?
  • Hver er mikilvægasti leikmaður KR?
  • Hver er besta gluggaviðbótin?

Svörin og umræðurnar í kringum spurningarnar þrjár má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan?



Fleiri fréttir

Sjá meira


×