Erlent

8,8 stiga skjálfti í Rúss­landi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrra­haf

Hólmfríður Gísladóttir, Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa
Sjónvarpsskjár sýnir viðvaranir í Japan.
Sjónvarpsskjár sýnir viðvaranir í Japan. epa/Franck Robichon

Flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út í fjölda ríkja við Kyrrahafið eftir 8,8 stiga jarðskjálfta sem varð rétt fyrir utan Kamsjatkaskaga í Rússlandi rétt fyrir miðnætti að íslenskum tíma. Um hálfum sólarhring eftir jarðskjálftann hófst eldgos á Kamsjatkaskaganum. 

Jarðskjálftinn er einn sá 6.-8. stærsti sem mælst hefur á heimsvísu frá upphafi mælinga. 

Flóðbylgjuviðvaranir voru í gildi víða við kyrrahafið, þar á meðal í Rússlandi, Japan, Kína, Filippseyjum, Havaí, Alaska, og á vesturströnd Kanada og Bandaríkjanna. 

Flóðbylgjan, eða sjávarskaflið eins og það er kallað, olli nokkrum skaða á Kúrileyjum, þar sem hún sópaði meðal annars með sér byggingum. Samkvæmt yfirvöldum tókst að rýma Severo-Kurilsk og engar fregnir hafa borist af dauðsföllum. Fréttir af smávægilegum meiðslum hafa borist frá Rússlandi. 

Fréttastofa fylgist með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki strax er ráð að endurhlaða síðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×