Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Jón Ísak Ragnarsson skrifar 30. júlí 2025 12:11 Jón Kristjánsson fiskifræðingur fullyrðir að veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi áratugum saman verið röng. Vísir/Anton Brink/Facebook Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi verið röng áratugum saman og alltof lítið sé veitt af þorski á Íslandsmiðum. Hann fagnar tillögu Sigurjóns Þórðarsonar sem viðraði þá hugmynd á dögunum að handfæraveiðar yrðu gefnar frjálsar á sumrin. „Ég er á þeirri skoðun að við veiðum alltof lítið hér við Ísland. Þorskurinn er að horast hérna, hver árgangur er að léttast um 25 prósent milli ára og það þýðir bara að það er ekki nógu mikill matur. Og það þýðir bara að við þurfum að veiða meira,“ segir Jón Kristjánsson fiskifræðingur, sem fullyrðir að veiðiráðgjöf hafi lengi verið röng. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis, sagði á dögunum að eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta, enda væri magnið í þeim veiðum lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem við blasi í mælingum á stærð fiskistofna. Nauðsynlegt að veiða til að viðhalda vextinum Jón Kristjánsson fagnar hugmyndum Sigurjóns og segir nauðsynlegt að veiða þorskinn til að viðhalda stofninum. Ráðstöfunin að skera niður kvóta og friða í von um að geta veitt meira fjörutíu árum seinna standist ekki líffræðilega skoðun. „Friða fisk til að geta veitt meira seinna, þetta er bara rangt líffræðilega.“ „Við erum hálfdrættingar, við veiddum upp undir hálfa milljón tonna, en nú erum við í 200 þúsund tonnum. Nú á að skera niður, sem er það vitlausasta sem til er,“ segir Jón. Aflinn hrunið um allan heim vegna vanveiði Jón segir að nálgun Hafrannsóknarstofnunar sé í takt við ráðleggingar sem alþjóðlegar hafrannsóknarstofnanir hafa verið að gefa um heim allan. „Þær hafa valdið því að fiskveiðar hafa fallið gríðarlega mikið. Til dæmis er þorskaflinn í Norðursjó, hann er einungis fimm prósent af því sem hann var áður var þegar byrjað var að stjórna veiðum.“ „Til dæmis í Eystrasalti var alltaf verið að takmarka veiði. Það er búið að vera lokað núna í fjögur ár vegna þess að þorskurinn er svo smár og horaður. Hann viðheldur ekki sjálfum sér, eins og hann búi á Gasa. Hann er búinn að éta upp allt.“ Víða sé aflinn ekki svipur hjá sjón frá því sem var áður en farið var að stjórna veiðum. Á Íslandi hafi aflinn til dæmis verið 480 þúsund tonn árið 1982 rétt áður en farið var að takmarka veiðar. Auk þess segir Jón að loðna sé ein aðalfæða þorsksins, og vanveiði á þorski valdi verulegum samdrætti í loðnuveiðum. Jón Kristjánsson ræddi veiðiráðgjöf einnig í Sprengisandi á Bylgjunni í apríl síðastliðnum, en hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að neðan: Sjávarútvegur Strandveiðar Flokkur fólksins Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
„Ég er á þeirri skoðun að við veiðum alltof lítið hér við Ísland. Þorskurinn er að horast hérna, hver árgangur er að léttast um 25 prósent milli ára og það þýðir bara að það er ekki nógu mikill matur. Og það þýðir bara að við þurfum að veiða meira,“ segir Jón Kristjánsson fiskifræðingur, sem fullyrðir að veiðiráðgjöf hafi lengi verið röng. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis, sagði á dögunum að eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta, enda væri magnið í þeim veiðum lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem við blasi í mælingum á stærð fiskistofna. Nauðsynlegt að veiða til að viðhalda vextinum Jón Kristjánsson fagnar hugmyndum Sigurjóns og segir nauðsynlegt að veiða þorskinn til að viðhalda stofninum. Ráðstöfunin að skera niður kvóta og friða í von um að geta veitt meira fjörutíu árum seinna standist ekki líffræðilega skoðun. „Friða fisk til að geta veitt meira seinna, þetta er bara rangt líffræðilega.“ „Við erum hálfdrættingar, við veiddum upp undir hálfa milljón tonna, en nú erum við í 200 þúsund tonnum. Nú á að skera niður, sem er það vitlausasta sem til er,“ segir Jón. Aflinn hrunið um allan heim vegna vanveiði Jón segir að nálgun Hafrannsóknarstofnunar sé í takt við ráðleggingar sem alþjóðlegar hafrannsóknarstofnanir hafa verið að gefa um heim allan. „Þær hafa valdið því að fiskveiðar hafa fallið gríðarlega mikið. Til dæmis er þorskaflinn í Norðursjó, hann er einungis fimm prósent af því sem hann var áður var þegar byrjað var að stjórna veiðum.“ „Til dæmis í Eystrasalti var alltaf verið að takmarka veiði. Það er búið að vera lokað núna í fjögur ár vegna þess að þorskurinn er svo smár og horaður. Hann viðheldur ekki sjálfum sér, eins og hann búi á Gasa. Hann er búinn að éta upp allt.“ Víða sé aflinn ekki svipur hjá sjón frá því sem var áður en farið var að stjórna veiðum. Á Íslandi hafi aflinn til dæmis verið 480 þúsund tonn árið 1982 rétt áður en farið var að takmarka veiðar. Auk þess segir Jón að loðna sé ein aðalfæða þorsksins, og vanveiði á þorski valdi verulegum samdrætti í loðnuveiðum. Jón Kristjánsson ræddi veiðiráðgjöf einnig í Sprengisandi á Bylgjunni í apríl síðastliðnum, en hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að neðan:
Sjávarútvegur Strandveiðar Flokkur fólksins Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35