Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Jón Ísak Ragnarsson skrifar 30. júlí 2025 12:11 Jón Kristjánsson fiskifræðingur fullyrðir að veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi áratugum saman verið röng. Vísir/Anton Brink/Facebook Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi verið röng áratugum saman og alltof lítið sé veitt af þorski á Íslandsmiðum. Hann fagnar tillögu Sigurjóns Þórðarsonar sem viðraði þá hugmynd á dögunum að handfæraveiðar yrðu gefnar frjálsar á sumrin. „Ég er á þeirri skoðun að við veiðum alltof lítið hér við Ísland. Þorskurinn er að horast hérna, hver árgangur er að léttast um 25 prósent milli ára og það þýðir bara að það er ekki nógu mikill matur. Og það þýðir bara að við þurfum að veiða meira,“ segir Jón Kristjánsson fiskifræðingur, sem fullyrðir að veiðiráðgjöf hafi lengi verið röng. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis, sagði á dögunum að eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta, enda væri magnið í þeim veiðum lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem við blasi í mælingum á stærð fiskistofna. Nauðsynlegt að veiða til að viðhalda vextinum Jón Kristjánsson fagnar hugmyndum Sigurjóns og segir nauðsynlegt að veiða þorskinn til að viðhalda stofninum. Ráðstöfunin að skera niður kvóta og friða í von um að geta veitt meira fjörutíu árum seinna standist ekki líffræðilega skoðun. „Friða fisk til að geta veitt meira seinna, þetta er bara rangt líffræðilega.“ „Við erum hálfdrættingar, við veiddum upp undir hálfa milljón tonna, en nú erum við í 200 þúsund tonnum. Nú á að skera niður, sem er það vitlausasta sem til er,“ segir Jón. Aflinn hrunið um allan heim vegna vanveiði Jón segir að nálgun Hafrannsóknarstofnunar sé í takt við ráðleggingar sem alþjóðlegar hafrannsóknarstofnanir hafa verið að gefa um heim allan. „Þær hafa valdið því að fiskveiðar hafa fallið gríðarlega mikið. Til dæmis er þorskaflinn í Norðursjó, hann er einungis fimm prósent af því sem hann var áður var þegar byrjað var að stjórna veiðum.“ „Til dæmis í Eystrasalti var alltaf verið að takmarka veiði. Það er búið að vera lokað núna í fjögur ár vegna þess að þorskurinn er svo smár og horaður. Hann viðheldur ekki sjálfum sér, eins og hann búi á Gasa. Hann er búinn að éta upp allt.“ Víða sé aflinn ekki svipur hjá sjón frá því sem var áður en farið var að stjórna veiðum. Á Íslandi hafi aflinn til dæmis verið 480 þúsund tonn árið 1982 rétt áður en farið var að takmarka veiðar. Auk þess segir Jón að loðna sé ein aðalfæða þorsksins, og vanveiði á þorski valdi verulegum samdrætti í loðnuveiðum. Jón Kristjánsson ræddi veiðiráðgjöf einnig í Sprengisandi á Bylgjunni í apríl síðastliðnum, en hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að neðan: Sjávarútvegur Strandveiðar Flokkur fólksins Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Rétti Trump miða um að tilkynna samkomulag um Gasa Erlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
„Ég er á þeirri skoðun að við veiðum alltof lítið hér við Ísland. Þorskurinn er að horast hérna, hver árgangur er að léttast um 25 prósent milli ára og það þýðir bara að það er ekki nógu mikill matur. Og það þýðir bara að við þurfum að veiða meira,“ segir Jón Kristjánsson fiskifræðingur, sem fullyrðir að veiðiráðgjöf hafi lengi verið röng. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis, sagði á dögunum að eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta, enda væri magnið í þeim veiðum lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem við blasi í mælingum á stærð fiskistofna. Nauðsynlegt að veiða til að viðhalda vextinum Jón Kristjánsson fagnar hugmyndum Sigurjóns og segir nauðsynlegt að veiða þorskinn til að viðhalda stofninum. Ráðstöfunin að skera niður kvóta og friða í von um að geta veitt meira fjörutíu árum seinna standist ekki líffræðilega skoðun. „Friða fisk til að geta veitt meira seinna, þetta er bara rangt líffræðilega.“ „Við erum hálfdrættingar, við veiddum upp undir hálfa milljón tonna, en nú erum við í 200 þúsund tonnum. Nú á að skera niður, sem er það vitlausasta sem til er,“ segir Jón. Aflinn hrunið um allan heim vegna vanveiði Jón segir að nálgun Hafrannsóknarstofnunar sé í takt við ráðleggingar sem alþjóðlegar hafrannsóknarstofnanir hafa verið að gefa um heim allan. „Þær hafa valdið því að fiskveiðar hafa fallið gríðarlega mikið. Til dæmis er þorskaflinn í Norðursjó, hann er einungis fimm prósent af því sem hann var áður var þegar byrjað var að stjórna veiðum.“ „Til dæmis í Eystrasalti var alltaf verið að takmarka veiði. Það er búið að vera lokað núna í fjögur ár vegna þess að þorskurinn er svo smár og horaður. Hann viðheldur ekki sjálfum sér, eins og hann búi á Gasa. Hann er búinn að éta upp allt.“ Víða sé aflinn ekki svipur hjá sjón frá því sem var áður en farið var að stjórna veiðum. Á Íslandi hafi aflinn til dæmis verið 480 þúsund tonn árið 1982 rétt áður en farið var að takmarka veiðar. Auk þess segir Jón að loðna sé ein aðalfæða þorsksins, og vanveiði á þorski valdi verulegum samdrætti í loðnuveiðum. Jón Kristjánsson ræddi veiðiráðgjöf einnig í Sprengisandi á Bylgjunni í apríl síðastliðnum, en hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að neðan:
Sjávarútvegur Strandveiðar Flokkur fólksins Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Rétti Trump miða um að tilkynna samkomulag um Gasa Erlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35