Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. júlí 2025 14:41 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Forstjóri Play bindur vonir við að fyrirhuguð skuldabréfaútgáfa félagsins og breytingar í rekstri verði til þess að koma félaginu úr ólgusjó. Félagið stefnir enn að því að gera fjórar vélar út á Íslandi og fljúga suður á bóginn. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, sagðist í viðtali í Viðskiptamogganum í dag ekki útiloka að flugfélagið dragi sig alfarið út af íslenskum markaði, verði samkeppni hér á landi óbærileg. Í samtali við fréttastofu segir hann þetta einfaldlega eina af mörgum mögulegum sviðsmyndum sem geti komið upp í flugrekstri. Planið sé hins vegar óbreytt. „Sem er að vera með fjórar vélar á Íslandi og svo sex sem við erum að fljúga annars staðar fyrir aðra flugrekendur. Það er auðvitað hægt að leika sér með einhverjar sviðsmyndir hingað og þangað; að við förum aftur að fljúga til Bandaríkjanna, stækkum aftur eða minnkum meira,“ segir Einar en ítrekar að grunnsviðsmyndin sé óbreytt. Fjórum flugvélum Play verður flogið til og frá Íslandi í breyttu leiðarkerfi.Play Félagið stefnir að því að fljúga einungis undir maltneksku flugrekstrarleyfi og stendur nú í breytingum á leiðarkerfi sínu. Frá Íslandi verður lögð áhersla á að fljúga suður á bóginn. „Með haustinu munum við hætta með Norður-Ameríkuflugið og þá er sumu leyti sjálfhætt með margar af Norður-Evrópu borgunum líka vegna þess að farþegarnir þar hafa margir hverjir verið á leiðinni yfir hafið. Við munum eitthvað halda áfram með Norður-Evrópu, Danmörku og eitthvað fleira, en fókusinn verður á suðrið,“ segir Einar en ferðir félagsins til London, Parísar, Berlínar, Amsterdam og Dublin leggjast af í haust. Þá verður hvorki flogið til Varsjár né Prag og einungis tvisvar í viku til Kaupmannahafnar. Play sendi frá sér afkomuviðvörun í síðustu viku þar sem búist er við því að afkoma félagsins á öðrum ársfjórðungi verði lakari en á sama tímabili í fyrra og undir væntingum.Vísir/Vilhelm Eftir tvær vikur fer fram hluthafafundur Play þar sem óskað verður eftir samþykki hluthafa fyrir skuldabréfaútgáfu upp á 2,4 milljarða króna. Þetta var ákveðið eftir að fallið var frá yfirtökutilboði í félagið sem sendi frá sér afkomuviðvörun í síðustu viku. Einar segir þetta mikilvægan lið í að styrkja reksturinn. „Það hefur auðvitað ekki allt gengið upp sem við höfum áformað. Erum nýlega búin að tilkynna um útgáfu skuldabréfsins sem síðan verður samþykkt á hluthafafundi. Þessi útgáfa er til þess fallin að tryggja rekstur félagsins áfram og ef fólk les rétt í þetta ætti hún að vera til þess að sefa áhyggjur ef einhverjar voru. Við erum auðvitað að gera þessar breytingar til þess að komast út úr þessum ólgusjó sem baráttan á Atlantshafinu er og sigla félaginu í minni óróleika,“ segir Einar. „Ég held að það sé öllum ljóst að það sé mjög mikilvægt fyrir íslenska neytendur að Play sé til staðar.“ Fréttir af flugi Play Keflavíkurflugvöllur Bretland England Frakkland Þýskaland Ferðalög Neytendur Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, sagðist í viðtali í Viðskiptamogganum í dag ekki útiloka að flugfélagið dragi sig alfarið út af íslenskum markaði, verði samkeppni hér á landi óbærileg. Í samtali við fréttastofu segir hann þetta einfaldlega eina af mörgum mögulegum sviðsmyndum sem geti komið upp í flugrekstri. Planið sé hins vegar óbreytt. „Sem er að vera með fjórar vélar á Íslandi og svo sex sem við erum að fljúga annars staðar fyrir aðra flugrekendur. Það er auðvitað hægt að leika sér með einhverjar sviðsmyndir hingað og þangað; að við förum aftur að fljúga til Bandaríkjanna, stækkum aftur eða minnkum meira,“ segir Einar en ítrekar að grunnsviðsmyndin sé óbreytt. Fjórum flugvélum Play verður flogið til og frá Íslandi í breyttu leiðarkerfi.Play Félagið stefnir að því að fljúga einungis undir maltneksku flugrekstrarleyfi og stendur nú í breytingum á leiðarkerfi sínu. Frá Íslandi verður lögð áhersla á að fljúga suður á bóginn. „Með haustinu munum við hætta með Norður-Ameríkuflugið og þá er sumu leyti sjálfhætt með margar af Norður-Evrópu borgunum líka vegna þess að farþegarnir þar hafa margir hverjir verið á leiðinni yfir hafið. Við munum eitthvað halda áfram með Norður-Evrópu, Danmörku og eitthvað fleira, en fókusinn verður á suðrið,“ segir Einar en ferðir félagsins til London, Parísar, Berlínar, Amsterdam og Dublin leggjast af í haust. Þá verður hvorki flogið til Varsjár né Prag og einungis tvisvar í viku til Kaupmannahafnar. Play sendi frá sér afkomuviðvörun í síðustu viku þar sem búist er við því að afkoma félagsins á öðrum ársfjórðungi verði lakari en á sama tímabili í fyrra og undir væntingum.Vísir/Vilhelm Eftir tvær vikur fer fram hluthafafundur Play þar sem óskað verður eftir samþykki hluthafa fyrir skuldabréfaútgáfu upp á 2,4 milljarða króna. Þetta var ákveðið eftir að fallið var frá yfirtökutilboði í félagið sem sendi frá sér afkomuviðvörun í síðustu viku. Einar segir þetta mikilvægan lið í að styrkja reksturinn. „Það hefur auðvitað ekki allt gengið upp sem við höfum áformað. Erum nýlega búin að tilkynna um útgáfu skuldabréfsins sem síðan verður samþykkt á hluthafafundi. Þessi útgáfa er til þess fallin að tryggja rekstur félagsins áfram og ef fólk les rétt í þetta ætti hún að vera til þess að sefa áhyggjur ef einhverjar voru. Við erum auðvitað að gera þessar breytingar til þess að komast út úr þessum ólgusjó sem baráttan á Atlantshafinu er og sigla félaginu í minni óróleika,“ segir Einar. „Ég held að það sé öllum ljóst að það sé mjög mikilvægt fyrir íslenska neytendur að Play sé til staðar.“
Fréttir af flugi Play Keflavíkurflugvöllur Bretland England Frakkland Þýskaland Ferðalög Neytendur Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira