Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. júlí 2025 14:41 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Forstjóri Play bindur vonir við að fyrirhuguð skuldabréfaútgáfa félagsins og breytingar í rekstri verði til þess að koma félaginu úr ólgusjó. Félagið stefnir enn að því að gera fjórar vélar út á Íslandi og fljúga suður á bóginn. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, sagðist í viðtali í Viðskiptamogganum í dag ekki útiloka að flugfélagið dragi sig alfarið út af íslenskum markaði, verði samkeppni hér á landi óbærileg. Í samtali við fréttastofu segir hann þetta einfaldlega eina af mörgum mögulegum sviðsmyndum sem geti komið upp í flugrekstri. Planið sé hins vegar óbreytt. „Sem er að vera með fjórar vélar á Íslandi og svo sex sem við erum að fljúga annars staðar fyrir aðra flugrekendur. Það er auðvitað hægt að leika sér með einhverjar sviðsmyndir hingað og þangað; að við förum aftur að fljúga til Bandaríkjanna, stækkum aftur eða minnkum meira,“ segir Einar en ítrekar að grunnsviðsmyndin sé óbreytt. Fjórum flugvélum Play verður flogið til og frá Íslandi í breyttu leiðarkerfi.Play Félagið stefnir að því að fljúga einungis undir maltneksku flugrekstrarleyfi og stendur nú í breytingum á leiðarkerfi sínu. Frá Íslandi verður lögð áhersla á að fljúga suður á bóginn. „Með haustinu munum við hætta með Norður-Ameríkuflugið og þá er sumu leyti sjálfhætt með margar af Norður-Evrópu borgunum líka vegna þess að farþegarnir þar hafa margir hverjir verið á leiðinni yfir hafið. Við munum eitthvað halda áfram með Norður-Evrópu, Danmörku og eitthvað fleira, en fókusinn verður á suðrið,“ segir Einar en ferðir félagsins til London, Parísar, Berlínar, Amsterdam og Dublin leggjast af í haust. Þá verður hvorki flogið til Varsjár né Prag og einungis tvisvar í viku til Kaupmannahafnar. Play sendi frá sér afkomuviðvörun í síðustu viku þar sem búist er við því að afkoma félagsins á öðrum ársfjórðungi verði lakari en á sama tímabili í fyrra og undir væntingum.Vísir/Vilhelm Eftir tvær vikur fer fram hluthafafundur Play þar sem óskað verður eftir samþykki hluthafa fyrir skuldabréfaútgáfu upp á 2,4 milljarða króna. Þetta var ákveðið eftir að fallið var frá yfirtökutilboði í félagið sem sendi frá sér afkomuviðvörun í síðustu viku. Einar segir þetta mikilvægan lið í að styrkja reksturinn. „Það hefur auðvitað ekki allt gengið upp sem við höfum áformað. Erum nýlega búin að tilkynna um útgáfu skuldabréfsins sem síðan verður samþykkt á hluthafafundi. Þessi útgáfa er til þess fallin að tryggja rekstur félagsins áfram og ef fólk les rétt í þetta ætti hún að vera til þess að sefa áhyggjur ef einhverjar voru. Við erum auðvitað að gera þessar breytingar til þess að komast út úr þessum ólgusjó sem baráttan á Atlantshafinu er og sigla félaginu í minni óróleika,“ segir Einar. „Ég held að það sé öllum ljóst að það sé mjög mikilvægt fyrir íslenska neytendur að Play sé til staðar.“ Fréttir af flugi Play Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, sagðist í viðtali í Viðskiptamogganum í dag ekki útiloka að flugfélagið dragi sig alfarið út af íslenskum markaði, verði samkeppni hér á landi óbærileg. Í samtali við fréttastofu segir hann þetta einfaldlega eina af mörgum mögulegum sviðsmyndum sem geti komið upp í flugrekstri. Planið sé hins vegar óbreytt. „Sem er að vera með fjórar vélar á Íslandi og svo sex sem við erum að fljúga annars staðar fyrir aðra flugrekendur. Það er auðvitað hægt að leika sér með einhverjar sviðsmyndir hingað og þangað; að við förum aftur að fljúga til Bandaríkjanna, stækkum aftur eða minnkum meira,“ segir Einar en ítrekar að grunnsviðsmyndin sé óbreytt. Fjórum flugvélum Play verður flogið til og frá Íslandi í breyttu leiðarkerfi.Play Félagið stefnir að því að fljúga einungis undir maltneksku flugrekstrarleyfi og stendur nú í breytingum á leiðarkerfi sínu. Frá Íslandi verður lögð áhersla á að fljúga suður á bóginn. „Með haustinu munum við hætta með Norður-Ameríkuflugið og þá er sumu leyti sjálfhætt með margar af Norður-Evrópu borgunum líka vegna þess að farþegarnir þar hafa margir hverjir verið á leiðinni yfir hafið. Við munum eitthvað halda áfram með Norður-Evrópu, Danmörku og eitthvað fleira, en fókusinn verður á suðrið,“ segir Einar en ferðir félagsins til London, Parísar, Berlínar, Amsterdam og Dublin leggjast af í haust. Þá verður hvorki flogið til Varsjár né Prag og einungis tvisvar í viku til Kaupmannahafnar. Play sendi frá sér afkomuviðvörun í síðustu viku þar sem búist er við því að afkoma félagsins á öðrum ársfjórðungi verði lakari en á sama tímabili í fyrra og undir væntingum.Vísir/Vilhelm Eftir tvær vikur fer fram hluthafafundur Play þar sem óskað verður eftir samþykki hluthafa fyrir skuldabréfaútgáfu upp á 2,4 milljarða króna. Þetta var ákveðið eftir að fallið var frá yfirtökutilboði í félagið sem sendi frá sér afkomuviðvörun í síðustu viku. Einar segir þetta mikilvægan lið í að styrkja reksturinn. „Það hefur auðvitað ekki allt gengið upp sem við höfum áformað. Erum nýlega búin að tilkynna um útgáfu skuldabréfsins sem síðan verður samþykkt á hluthafafundi. Þessi útgáfa er til þess fallin að tryggja rekstur félagsins áfram og ef fólk les rétt í þetta ætti hún að vera til þess að sefa áhyggjur ef einhverjar voru. Við erum auðvitað að gera þessar breytingar til þess að komast út úr þessum ólgusjó sem baráttan á Atlantshafinu er og sigla félaginu í minni óróleika,“ segir Einar. „Ég held að það sé öllum ljóst að það sé mjög mikilvægt fyrir íslenska neytendur að Play sé til staðar.“
Fréttir af flugi Play Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira