Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júlí 2025 22:31 Gæti endað í Manchester. Ulrik Pedersen/Getty Images Manchester United er í dauðaleit að nýjum framherja áður en enska úrvalsdeildin fer af stað á nýjan leik um miðjan ágústmánuð. Nú greina enskir fjölmiðlar að Benjamin Šeško sé helsta skotmark Man Utd. Rasmum Höjlund átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð og þá gekk Man United almennt hræðilega að skora mörk. Til að bæta úr því hefur félagið keypt Matheus Cunha frá Úlfunum og Bryan Mbeumo frá Brentford. Þeir munu þó hvorugur leika sem fremsti maður ef marka má áráttu Ruben Amorim, þjálfara Man Utd, að fá hreinræktaðan framherja til liðs við sig. Bæði breska ríkisútvarpið og Sky Sports greina svo frá því að hinn 22 ára gamli Šeško sé nú efstur á blaði hjá Amorim. Framherjinn hefur verið orðaður við Newcastle United fari svo að Alexander Isak verði seldur og er það sagt hafa neytt Man United í að hafa hraðar hendur. Talið er að Šeško sé með klásúlu í samningi sínum við RB Leipzig sem geri honum kleift að yfirgefa félagið berist tilboð upp á 70 milljónir punda eða þar um bil. Það gera um 11 og hálfan milljarð íslenskra króna. Amorim hefur lagt mikla áherslu á að fá leikmenn með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni og því var Ollie Watkins, 29 ára gamall framherji Aston Villa, um tíma efstur á blaði en Villa vill alls ekki selja. Því hefur Amorim snúið sér að Šeško þó svo að hann sé ungur og hafi enga reynslu af deildinni á Englandi. Hann er hins vegar einn eftirsóttasti ungi framherji Evrópu og hefur skorað 39 mörk í 87 leikjum fyrir Leipzig. Šeško er tæplega 1.98 metri á hæð og myndi því gefa auka ógn Man United í loftinu talsvert. Þá er talið að Man United þurfi ekki að selja leikmenn til að kaupa Šeško en félagið vill ólmt losna við Tyrell Malacia, Antony, Jadon Sancho og Alejandro Garnacho. Enginn þeirra fór með liðinu til Bandaríkjanna. Man Utd tekur á móti Arsenal í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar þann 17. ágúst. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjá meira
Rasmum Höjlund átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð og þá gekk Man United almennt hræðilega að skora mörk. Til að bæta úr því hefur félagið keypt Matheus Cunha frá Úlfunum og Bryan Mbeumo frá Brentford. Þeir munu þó hvorugur leika sem fremsti maður ef marka má áráttu Ruben Amorim, þjálfara Man Utd, að fá hreinræktaðan framherja til liðs við sig. Bæði breska ríkisútvarpið og Sky Sports greina svo frá því að hinn 22 ára gamli Šeško sé nú efstur á blaði hjá Amorim. Framherjinn hefur verið orðaður við Newcastle United fari svo að Alexander Isak verði seldur og er það sagt hafa neytt Man United í að hafa hraðar hendur. Talið er að Šeško sé með klásúlu í samningi sínum við RB Leipzig sem geri honum kleift að yfirgefa félagið berist tilboð upp á 70 milljónir punda eða þar um bil. Það gera um 11 og hálfan milljarð íslenskra króna. Amorim hefur lagt mikla áherslu á að fá leikmenn með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni og því var Ollie Watkins, 29 ára gamall framherji Aston Villa, um tíma efstur á blaði en Villa vill alls ekki selja. Því hefur Amorim snúið sér að Šeško þó svo að hann sé ungur og hafi enga reynslu af deildinni á Englandi. Hann er hins vegar einn eftirsóttasti ungi framherji Evrópu og hefur skorað 39 mörk í 87 leikjum fyrir Leipzig. Šeško er tæplega 1.98 metri á hæð og myndi því gefa auka ógn Man United í loftinu talsvert. Þá er talið að Man United þurfi ekki að selja leikmenn til að kaupa Šeško en félagið vill ólmt losna við Tyrell Malacia, Antony, Jadon Sancho og Alejandro Garnacho. Enginn þeirra fór með liðinu til Bandaríkjanna. Man Utd tekur á móti Arsenal í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar þann 17. ágúst.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjá meira