Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2025 09:37 Donald Trump Bandaríkjaforseti og stuðningsmenn brasilíska landsliðsins. Getty/ Bradley Kanaris Ef það er eitthvað sem er hægt að ganga að vísu þá er það að Brasilíumenn mæta í stórum og litríkum hópum til að styðja við bakið á sínu liði á heimsmeistaramótunum í fótbolta. Kannski þó ekki mikið lengur. Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins gætu orðið fórnarlamb þess slæma milliríkjasambands sem ríkir nú á milli Donald Trump Bandaríkjaforseta og núverandi leiðtoga Brasilíu. CNN í Brasilíu slær því upp að svo gæti hreinlega farið að Trump bannaði Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta í Bandaríkjunum næsta sumar. Stuðningsmennirnir yrðu samt ekki beint skotmark hjá Trump heldur myndi hann banna öll brasilísk vegabréf í Bandaríkjunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur þegar sagt að hann ætli að leggja fimmtíu prósenta tolla á vörur framleiddar í Brasilíu, meðal annars vegna „nornaveiða“ á fyrrverandi forseta Brasilíu. Hann tilkynnti áformin í tollabréfi sem hann deilir á samfélagsmiðlum, en í færslunni sakaði han stjórnvöld í Brasilíu um „árásir“ á bandarísk tæknifyrirtæki og sögðu stjórnvöld þar standa fyrir „nornaveiðum“ gegn fyrrverandi forsetanum Jair Bolsonaro, sem er bandamaður Trumps of bendlaður við öfga hægrið. Svo gæti farið að deilurnar stigmagnist eins og er oft sagan með Trump og Brasilíumenn óttast núna að þeim verði meinuð innganga í Bandaríkin. CNN leitaði eftir viðbrögðum frá Alþjóða knattspyrnusambandinu FIFA og forseta þess Gianni Infantino en fékk engin svör. Infantino og Trump eru miklir mátar og Bandaríkjaforseti var heiðursgestur á úrslitaleik heimsmeistarakeppni félagsliða á dögunum. Brasilía hefur verið með á öllum heimsmeistaramótum sögunnar í karlaflokki og unnið oftast allra þjóða eða fimm sinnum (1958, 1962, 1970, 1994 og 2002). View this post on Instagram A post shared by CNN Esportes (@cnnesportes) HM 2026 í fótbolta Donald Trump Brasilía Bandaríkin Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Sjá meira
Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins gætu orðið fórnarlamb þess slæma milliríkjasambands sem ríkir nú á milli Donald Trump Bandaríkjaforseta og núverandi leiðtoga Brasilíu. CNN í Brasilíu slær því upp að svo gæti hreinlega farið að Trump bannaði Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta í Bandaríkjunum næsta sumar. Stuðningsmennirnir yrðu samt ekki beint skotmark hjá Trump heldur myndi hann banna öll brasilísk vegabréf í Bandaríkjunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur þegar sagt að hann ætli að leggja fimmtíu prósenta tolla á vörur framleiddar í Brasilíu, meðal annars vegna „nornaveiða“ á fyrrverandi forseta Brasilíu. Hann tilkynnti áformin í tollabréfi sem hann deilir á samfélagsmiðlum, en í færslunni sakaði han stjórnvöld í Brasilíu um „árásir“ á bandarísk tæknifyrirtæki og sögðu stjórnvöld þar standa fyrir „nornaveiðum“ gegn fyrrverandi forsetanum Jair Bolsonaro, sem er bandamaður Trumps of bendlaður við öfga hægrið. Svo gæti farið að deilurnar stigmagnist eins og er oft sagan með Trump og Brasilíumenn óttast núna að þeim verði meinuð innganga í Bandaríkin. CNN leitaði eftir viðbrögðum frá Alþjóða knattspyrnusambandinu FIFA og forseta þess Gianni Infantino en fékk engin svör. Infantino og Trump eru miklir mátar og Bandaríkjaforseti var heiðursgestur á úrslitaleik heimsmeistarakeppni félagsliða á dögunum. Brasilía hefur verið með á öllum heimsmeistaramótum sögunnar í karlaflokki og unnið oftast allra þjóða eða fimm sinnum (1958, 1962, 1970, 1994 og 2002). View this post on Instagram A post shared by CNN Esportes (@cnnesportes)
HM 2026 í fótbolta Donald Trump Brasilía Bandaríkin Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Sjá meira