„Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Árni Gísli Magnússon skrifar 31. júlí 2025 22:55 Hinn 63 ára gamli Kent er öllu vanur. EPA/HENNING BAGGER Kent Nielsen, þjálfari Silkeborg, var ánægður að vera kominn með lið sitt áfram í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir 3-2 sigur á KA í framlengingu og var tíðrætt um dramatík í viðtali eftir leik. „Við erum mjög ánægðir með að við séum að fara áfram. Þetta var mikil dramatík og sýnir líka aftur um hvað fótbolti snýst. Við getum líkt þessu svolítið við bikarleiki þar sem öllu er snúið við og breytt, dramatík og vítaspyrnur. Þetta var mikil dramatík eins og ég segi og við erum vonsviknir með að hafa byrjað vel en misnotað vítaspyrnu og svo fengum við nokkra sénsa þar sem við gátum stjórnað leiknum en svo allt í einu var honum snúið við í þeirra hag. Við erum ánægðir með að fara áfram og ég held að við eigum það skilið og við vitum líka að þeir hefðu vel getað jafnað í lokin. Þetta sýnir bara hversu mikil dramatík var í þessum leik.“ Kent kom inn á það í viðtali fyrir leik að hann hafi vitað að KA yrði erfiður andstæðingur og lið hans þyrfti að vera við öllu búið, en bjóst hann við svona mikilli mótspyrnu? „Ég bjóst ekki við að fara alla leið í framlengingu en þó svo að það hafi verið 2-2 eftir venjulegan leiktíma fannst mér leikurinn vera jafn og jafnir leikir geta dottið báðu megin. Ég bjóst ekki við framlengingu en eftir að hafa séð leikinn var ég ekki hissa því það var svo mikil dramatík. Bæði lið voru betra liðið á vellinum á einhverjum tímapunktu en á endanum var þetta verðskuldaður sigur.“ Tonni Adamsen skoraði þrennu fyrir Silkeborg í dag en hann er þrítugur Dani sem hefur pilað með Silkeborg frá árinu 2022. „Hann var markahæstur hjá okkur á síðasta tímabili en hann fór nokkuð seint að blómstra sem leikmaður. Hann hefur aðeins verið í atvinnumanna fótbolta í þrjú til fjögur ár og hann er þrítugur. Hann hefur einnig spilað í neðri deildunum en hann á nokkur góð ár eftir. Hann byrjaði einnig vel í fyrra, sérstaklega í Evrópuleikjunum, og við vonum að hann haldi því áfram.“ Silkeborg mætir Jagellonina frá Póllandi í næstu umferð sem er allt öðruvísi andstæðingur en KA. „Við reynum alltaf að læra af leikjum. KA sýndi í dag mjög skipulagðan og agaðan leik sem innihélt einnig hraða og líkamlegan styrk. Þetta var erfitt fyrir okkur og við reynum að læra af þessu. Á móti Jagellonia verður leikurinn opnari þar sem verður meira pláss og við viljum frekar svoleiðis leiki en aftur á móti vitum við að þar erum við að mæta frekar sterku liði.“ Kent þjálfaði Hallgrím Jónasson hjá OB á sínum tíma og þekkjast þeir því vel en því miður gefst ekki tími fyrir þá til að setjast niður yfir einum bjór þar sem Silkeborg þarf að ferðast beint til Danmerkur. „Nei við þurfum að fara beinustu lið til Danmerkur núna. Klukkan þar verður held ég sex um morgun þegar við komum og þá höfum við tvo og hálfan dag áður en við spilum aftur þannig fókusinn verður á að ná upp orku“, sagði hinn eldhressi Kent Nielsen að endingu. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
„Við erum mjög ánægðir með að við séum að fara áfram. Þetta var mikil dramatík og sýnir líka aftur um hvað fótbolti snýst. Við getum líkt þessu svolítið við bikarleiki þar sem öllu er snúið við og breytt, dramatík og vítaspyrnur. Þetta var mikil dramatík eins og ég segi og við erum vonsviknir með að hafa byrjað vel en misnotað vítaspyrnu og svo fengum við nokkra sénsa þar sem við gátum stjórnað leiknum en svo allt í einu var honum snúið við í þeirra hag. Við erum ánægðir með að fara áfram og ég held að við eigum það skilið og við vitum líka að þeir hefðu vel getað jafnað í lokin. Þetta sýnir bara hversu mikil dramatík var í þessum leik.“ Kent kom inn á það í viðtali fyrir leik að hann hafi vitað að KA yrði erfiður andstæðingur og lið hans þyrfti að vera við öllu búið, en bjóst hann við svona mikilli mótspyrnu? „Ég bjóst ekki við að fara alla leið í framlengingu en þó svo að það hafi verið 2-2 eftir venjulegan leiktíma fannst mér leikurinn vera jafn og jafnir leikir geta dottið báðu megin. Ég bjóst ekki við framlengingu en eftir að hafa séð leikinn var ég ekki hissa því það var svo mikil dramatík. Bæði lið voru betra liðið á vellinum á einhverjum tímapunktu en á endanum var þetta verðskuldaður sigur.“ Tonni Adamsen skoraði þrennu fyrir Silkeborg í dag en hann er þrítugur Dani sem hefur pilað með Silkeborg frá árinu 2022. „Hann var markahæstur hjá okkur á síðasta tímabili en hann fór nokkuð seint að blómstra sem leikmaður. Hann hefur aðeins verið í atvinnumanna fótbolta í þrjú til fjögur ár og hann er þrítugur. Hann hefur einnig spilað í neðri deildunum en hann á nokkur góð ár eftir. Hann byrjaði einnig vel í fyrra, sérstaklega í Evrópuleikjunum, og við vonum að hann haldi því áfram.“ Silkeborg mætir Jagellonina frá Póllandi í næstu umferð sem er allt öðruvísi andstæðingur en KA. „Við reynum alltaf að læra af leikjum. KA sýndi í dag mjög skipulagðan og agaðan leik sem innihélt einnig hraða og líkamlegan styrk. Þetta var erfitt fyrir okkur og við reynum að læra af þessu. Á móti Jagellonia verður leikurinn opnari þar sem verður meira pláss og við viljum frekar svoleiðis leiki en aftur á móti vitum við að þar erum við að mæta frekar sterku liði.“ Kent þjálfaði Hallgrím Jónasson hjá OB á sínum tíma og þekkjast þeir því vel en því miður gefst ekki tími fyrir þá til að setjast niður yfir einum bjór þar sem Silkeborg þarf að ferðast beint til Danmerkur. „Nei við þurfum að fara beinustu lið til Danmerkur núna. Klukkan þar verður held ég sex um morgun þegar við komum og þá höfum við tvo og hálfan dag áður en við spilum aftur þannig fókusinn verður á að ná upp orku“, sagði hinn eldhressi Kent Nielsen að endingu.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti