Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. ágúst 2025 09:00 Styrmir Snær Þrastarson er klár í slaginn fyrir EM. Vísir/Ívar Landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson kveðst hafa fengið vægt sjokk og síminn hafi logað þegar ranglega var greint frá því að hann hefði samið við Íslandsmeistara Stjörnunnar. Hann er á leið til Spánar í haust en öll hans einbeiting er á komandi Evrópumóti. „Þetta er mjög spennandi. Maður er búinn að bíða eftir þessu lengi og gerir allt til að vera í sem bestu standi,“ segir Styrmir Snær sem hefur verið duglegur að æfa hér heima í sumar ásamt fleirum úr landsliðinu. Áður en kom að formlegum æfingum í síðustu viku hafa landsliðsmenn hist reglulega að halda sér við í sumar. „Það er bara búið að vera mjög gott, að æfa mikið og recovera þess á milli. Svo erum við komnir hérna allir saman og þetta er búið að vera mjög gaman, fyrsta vikan,“ „Maður var bara eitthvað úti að hlaupa og fara í körfu með flestum af þessum strákum hérna í Reykjavík. Svo var maður duglegur að fara inn í hús að skjóta líka. Menn hafa verið að hittast hérna að lyfta og skjóta saman.“ Upprunalegur æfingahópur taldi 22 manns en aðeins 12 fara á mótið. Til þess að komast á EM þarf hins vegar að keppa við félaga og góða vini. „Þetta eru flest allt góðir vinir manns. Það er leiðinlegt að vera að keppast um þetta við þá. En maður þarf að gera allt til þess að vera í hópnum,“ segir Styrmir. Sagður hafa samið heima Styrmir er þá búinn að finna sér nýtt lið eftir að hafa leikið með liði Belfius Mons í Belgíu undanfarin tvö tímabil. Hann var orðaður við heimkomu en hefur samið við Zamora á Spáni. „Þetta var búið að vera erfitt sumar að finna sér lið. En maður vissi svo sem alltaf að maður væri að fara að vera áfram úti. Þetta var spurning um að fá rétta tilboðið og mér líst mjög vel á þetta,“ segir Styrmir. Fyrr í sumar hafði því verið slegið sem föstu að Styrmir væri orðinn leikmaður Stjörnunnar. Það átti ekki við rök að styðjast og fékk hann vægt áfall þegar tíðindin blöstu við. „Ég vaknaði úr einhverri lögn og þá var ég bara búinn að semja í Reykjavík og með fullt af missed calls og svona. En ég var ekkert búinn að semja hér. Það var ekkert til í því,“ segir Styrmir léttur. Þrátt fyrir spennuna fyrir nýrri áskorun á Spáni en hugurinn er þó ekki kominn þangað. „Fyrst er EM. Ég er ekkert að hugsa að hugsa um Spán núna, ég er bara að hugsa um íslenska landsliðið,“ segir Styrmir brosandi. Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Samkeppni við félaga og vini Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir það jákvætt að svo margir leikmenn séu nálægt því að komast í lokahópinn fyrir EM sem fram fer í Kýpur, Finnlandi, Póllandi og Lettlandi. Hann segist ekki hafa séð viðtalið sem Kristófer Acox fór í og hafði lítið um það að segja. 29. júlí 2025 19:31 Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu 14 leikmenn íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fara með liðinu til Ítalíu um helgina að taka þátt í æfingamóti fyrir komandi Evrópumót. Þrír í 17 manna æfingahópi Íslands verða því eftir á Íslandi. 31. júlí 2025 14:06 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Sjá meira
„Þetta er mjög spennandi. Maður er búinn að bíða eftir þessu lengi og gerir allt til að vera í sem bestu standi,“ segir Styrmir Snær sem hefur verið duglegur að æfa hér heima í sumar ásamt fleirum úr landsliðinu. Áður en kom að formlegum æfingum í síðustu viku hafa landsliðsmenn hist reglulega að halda sér við í sumar. „Það er bara búið að vera mjög gott, að æfa mikið og recovera þess á milli. Svo erum við komnir hérna allir saman og þetta er búið að vera mjög gaman, fyrsta vikan,“ „Maður var bara eitthvað úti að hlaupa og fara í körfu með flestum af þessum strákum hérna í Reykjavík. Svo var maður duglegur að fara inn í hús að skjóta líka. Menn hafa verið að hittast hérna að lyfta og skjóta saman.“ Upprunalegur æfingahópur taldi 22 manns en aðeins 12 fara á mótið. Til þess að komast á EM þarf hins vegar að keppa við félaga og góða vini. „Þetta eru flest allt góðir vinir manns. Það er leiðinlegt að vera að keppast um þetta við þá. En maður þarf að gera allt til þess að vera í hópnum,“ segir Styrmir. Sagður hafa samið heima Styrmir er þá búinn að finna sér nýtt lið eftir að hafa leikið með liði Belfius Mons í Belgíu undanfarin tvö tímabil. Hann var orðaður við heimkomu en hefur samið við Zamora á Spáni. „Þetta var búið að vera erfitt sumar að finna sér lið. En maður vissi svo sem alltaf að maður væri að fara að vera áfram úti. Þetta var spurning um að fá rétta tilboðið og mér líst mjög vel á þetta,“ segir Styrmir. Fyrr í sumar hafði því verið slegið sem föstu að Styrmir væri orðinn leikmaður Stjörnunnar. Það átti ekki við rök að styðjast og fékk hann vægt áfall þegar tíðindin blöstu við. „Ég vaknaði úr einhverri lögn og þá var ég bara búinn að semja í Reykjavík og með fullt af missed calls og svona. En ég var ekkert búinn að semja hér. Það var ekkert til í því,“ segir Styrmir léttur. Þrátt fyrir spennuna fyrir nýrri áskorun á Spáni en hugurinn er þó ekki kominn þangað. „Fyrst er EM. Ég er ekkert að hugsa að hugsa um Spán núna, ég er bara að hugsa um íslenska landsliðið,“ segir Styrmir brosandi. Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Samkeppni við félaga og vini
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir það jákvætt að svo margir leikmenn séu nálægt því að komast í lokahópinn fyrir EM sem fram fer í Kýpur, Finnlandi, Póllandi og Lettlandi. Hann segist ekki hafa séð viðtalið sem Kristófer Acox fór í og hafði lítið um það að segja. 29. júlí 2025 19:31 Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu 14 leikmenn íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fara með liðinu til Ítalíu um helgina að taka þátt í æfingamóti fyrir komandi Evrópumót. Þrír í 17 manna æfingahópi Íslands verða því eftir á Íslandi. 31. júlí 2025 14:06 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Sjá meira
„Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir það jákvætt að svo margir leikmenn séu nálægt því að komast í lokahópinn fyrir EM sem fram fer í Kýpur, Finnlandi, Póllandi og Lettlandi. Hann segist ekki hafa séð viðtalið sem Kristófer Acox fór í og hafði lítið um það að segja. 29. júlí 2025 19:31
Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu 14 leikmenn íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fara með liðinu til Ítalíu um helgina að taka þátt í æfingamóti fyrir komandi Evrópumót. Þrír í 17 manna æfingahópi Íslands verða því eftir á Íslandi. 31. júlí 2025 14:06