„Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. ágúst 2025 13:05 Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku og loftslagsmálaráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Formaður Vinstri grænna segir að viðbrögð umhverfis- og orkumálaráðherra við stöðvunarkröfu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun, lýsi yfirlæti hans gagnvart lögbundnum ferlum. Ráðherrann skili algjörlega auðu í náttúruvernd og það sé grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúru. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála samþykkti í gær kröfu landeigenda við Þjórsá um að framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar verði stöðvaðar. Landeigandi fagnaði niðurstöðunni sen var ekki bjartsýnn á framhaldið. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, sagði áhrif úrskurðarins óveruleg, þar sem búið væri að breyta þeim atriðum í lögum sem virkjunarleyfið strandaði á, og setja inn heimild til veitingar bráðabirgðavirkjunarleyfis sem Landsvirkjun hafi þegar sótt um. „Framkvæmdir munu halda áfram af fullum þunga og Hvammsvirkjun verður að veruleika,“ skrifar Jóhann Páll. Náttúran eigi engan málsvara á þingi Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að Jóhann Páll sé nánast annan hvern dag með yfirlýsingar þar sem sjónarmið náttúruverndar eru virt algjörlega að vettugi. „Jóhann Páll er náttúrulega að stimpla sig inn ítrekað sem ráðherra sem er fyrst og fremst að hugsa um orkuiðnaðinn. Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum, og það er bara grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúvernd.“ „Ekki nóg með það að enginn flokkur setji mál náttúruverndar í forgang, heldur er það beinlínis svo að ráðherrann sem fer með þann málaflokk, og ber samkvæmt forsetaúrskurði að passa upp á náttúruvernd, hunsar náttúruna ítrekað í sinum yfirlýsingum,“ segir Svandís. Jóhann hafi gert lítið úr niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar og hafi sagt að fyrir liggi að framkvæmdir muni halda áfram. Það sé ekki í hans verkahring að lýsa slíku yfir, framhjá þeirri óvissu sem ríki. „Þegar um er að ræða mál sem ennþá eru í farvegi kærumála og umsóknarferlis, að þá er það verulega umhugsunarvert að ráðherrann skuli fullyrða málalok með þessum hætti.“ Umræða um orkuskort sé blekkingarleikur Svandís segir að umræðan um orkuskort hér á landi sé í besta falli einhverskonar blekkingarleikur. „Samtök Iðnaðarins bera þar mikla ábyrgð, og auðvitað pólitíkin líka, þar sem er látið að því liggja að við séum bara nánast hér á landi á síðustu orkumetrunum, sem er langt frá því að vera tilfellið.“ Mjög verulegur meirihluti orku sem aflað er hér á landi fari til stóriðju, og lítill hluti fari til heimila og minni fyrirtækja. Eftirspurn eftir orku sé ótakmörkuð, og því geti hún ekki verið þáttur sem horft sé til þegar ákvarðanir eru teknar um virkjanir. „Þetta er náttúrulega málflutningur sem stenst ekki skoðun, vegna þess að mörkin eru þá í raun og veru engin,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Deilur um Hvammsvirkjun Vinstri græn Samfylkingin Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála samþykkti í gær kröfu landeigenda við Þjórsá um að framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar verði stöðvaðar. Landeigandi fagnaði niðurstöðunni sen var ekki bjartsýnn á framhaldið. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, sagði áhrif úrskurðarins óveruleg, þar sem búið væri að breyta þeim atriðum í lögum sem virkjunarleyfið strandaði á, og setja inn heimild til veitingar bráðabirgðavirkjunarleyfis sem Landsvirkjun hafi þegar sótt um. „Framkvæmdir munu halda áfram af fullum þunga og Hvammsvirkjun verður að veruleika,“ skrifar Jóhann Páll. Náttúran eigi engan málsvara á þingi Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að Jóhann Páll sé nánast annan hvern dag með yfirlýsingar þar sem sjónarmið náttúruverndar eru virt algjörlega að vettugi. „Jóhann Páll er náttúrulega að stimpla sig inn ítrekað sem ráðherra sem er fyrst og fremst að hugsa um orkuiðnaðinn. Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum, og það er bara grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúvernd.“ „Ekki nóg með það að enginn flokkur setji mál náttúruverndar í forgang, heldur er það beinlínis svo að ráðherrann sem fer með þann málaflokk, og ber samkvæmt forsetaúrskurði að passa upp á náttúruvernd, hunsar náttúruna ítrekað í sinum yfirlýsingum,“ segir Svandís. Jóhann hafi gert lítið úr niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar og hafi sagt að fyrir liggi að framkvæmdir muni halda áfram. Það sé ekki í hans verkahring að lýsa slíku yfir, framhjá þeirri óvissu sem ríki. „Þegar um er að ræða mál sem ennþá eru í farvegi kærumála og umsóknarferlis, að þá er það verulega umhugsunarvert að ráðherrann skuli fullyrða málalok með þessum hætti.“ Umræða um orkuskort sé blekkingarleikur Svandís segir að umræðan um orkuskort hér á landi sé í besta falli einhverskonar blekkingarleikur. „Samtök Iðnaðarins bera þar mikla ábyrgð, og auðvitað pólitíkin líka, þar sem er látið að því liggja að við séum bara nánast hér á landi á síðustu orkumetrunum, sem er langt frá því að vera tilfellið.“ Mjög verulegur meirihluti orku sem aflað er hér á landi fari til stóriðju, og lítill hluti fari til heimila og minni fyrirtækja. Eftirspurn eftir orku sé ótakmörkuð, og því geti hún ekki verið þáttur sem horft sé til þegar ákvarðanir eru teknar um virkjanir. „Þetta er náttúrulega málflutningur sem stenst ekki skoðun, vegna þess að mörkin eru þá í raun og veru engin,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Deilur um Hvammsvirkjun Vinstri græn Samfylkingin Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira