Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. ágúst 2025 12:17 Sean „Diddy“ Combs, Donald Trump og Melania Trump á góðri stundu fyrir tuttugu árum síðan. Getty Donald Trump virðist ekki líklegur til að náða Sean „Diddy“ Combs sem var í júlí sakfelldur fyrir að flytja fólk í vændisstarfsemi. Trump hafði áður gefið náðun Diddy undir fótinn en segir nú að „hræðilegar yfirlýsingar“ Combs um forsetann geri honum erfiðara fyrir. Tónlistarmaðurinn og útgáfueigandinn Sean „Diddy“ Combs var ákærður í september 2024 í fimm ákæruliðum fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fólksflutninga í tengslum við vændisstarfsemi. Þann 2. júlí var Diddy sýknaður í þremur liðum og sakfelldur í tveimur liðum fyrir að flytja fólk til vændiskaupenda. Donald Trump Bandaríkjaforseti var spurður út í það í lok maí hvort hann hygðist náða Combs og sagðist Trump þá mundu „sannarlega skoða staðreyndirnar“ í málinu. Síðustu daga hafa fjölmiðlar vestanhafs greint frá því að Trump hafi íhugað alvarlega að náða Combs. Í gær virtist Trump þó taka af allan vafa um náðun tónlistarmógúlsins. „Ég held að þetta hafi ekki verið mikill sigur“ „Hann var í meginatriðum, held ég, hálfpartinn saklaus,“ sagði Trump um Diddy við Newsmax í gær. Trump sagðist ekki viss hvað Combs myndi gera næst, hann þyrfti væntanlega að sitja áfram inni. „En hann fagnaði sigri, en ég held að þetta hafi ekki verið mikill sigur,“ sagði Trump um dóminn yfir Diddy. Trump ræddi síðan við blaðamanninn um persónuleg tengsl sín við Diddy en fjöldi ljósmynda hefur náðst af þeim kauðum saman á ýmsum viðburðum gegnum tíðina. Sagðist Trump hafa átt ágætis samband við Diddy. „Okkur kom frábærlega saman. Hann virkaði eins og fínn gaur. Ég þekkti hann ekki mikið. En þegar ég bauð mig fram til forseta varð hann fjandsamlegur... Það er erfitt,“ sagði Trump „Við erum manneskjur. Við viljum ekki láta hluti sljóvga dómgreind okkar, ekki satt? En þegar þú þekktir einhvern og ykkur kom vel saman og svo býðurðu þig fram til forseta og hann sendir frá sér hræðilegar yfirlýsingar. Ég veit það ekki, það er erfiðara,“ sagði hann jafnframt. „Gerir það, ef ég á að vera hreinskilinn, mun erfiðara,“ bætti hann við. Frekar nei en já við náðun Combs sagði meðal annars í viðtali við Charlamagne tha God fyrir forsetakosningarnar 2020 að Trump hefði staðið sig vel í að „setja Bandaríkin út af laginu“. „Að sjá það sem er í gangi, hvítir menn eins og Trump þurfa að vera gerðir útlægir. Þessi hugsanaháttur er mjög hættulegur. Þessi maður bókstaflega hótaði okkur og fjölskyldum okkar yfir því að kjósa,“ sagði Diddy jafnframt og sagði það forgangsmál að koma Trump úr Hvíta húsinu. Trump var spurður af Newsmax hvort svar hans við náðun Diddy væri frekar nei en já og svaraði hann: „Ég myndi segja það.“ Donald Trump Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Tengdar fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, í gær að hann hafi náðað Ross Ulbricht, forsprakka vefsins Silk Road. Honum var sleppt úr fangelsi strax í gærkvöldi. 22. janúar 2025 16:48 Trump náðar fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hafi náðað Michael J. Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa hans. 25. nóvember 2020 21:30 Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Tónlistarmaðurinn og útgáfueigandinn Sean „Diddy“ Combs var ákærður í september 2024 í fimm ákæruliðum fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fólksflutninga í tengslum við vændisstarfsemi. Þann 2. júlí var Diddy sýknaður í þremur liðum og sakfelldur í tveimur liðum fyrir að flytja fólk til vændiskaupenda. Donald Trump Bandaríkjaforseti var spurður út í það í lok maí hvort hann hygðist náða Combs og sagðist Trump þá mundu „sannarlega skoða staðreyndirnar“ í málinu. Síðustu daga hafa fjölmiðlar vestanhafs greint frá því að Trump hafi íhugað alvarlega að náða Combs. Í gær virtist Trump þó taka af allan vafa um náðun tónlistarmógúlsins. „Ég held að þetta hafi ekki verið mikill sigur“ „Hann var í meginatriðum, held ég, hálfpartinn saklaus,“ sagði Trump um Diddy við Newsmax í gær. Trump sagðist ekki viss hvað Combs myndi gera næst, hann þyrfti væntanlega að sitja áfram inni. „En hann fagnaði sigri, en ég held að þetta hafi ekki verið mikill sigur,“ sagði Trump um dóminn yfir Diddy. Trump ræddi síðan við blaðamanninn um persónuleg tengsl sín við Diddy en fjöldi ljósmynda hefur náðst af þeim kauðum saman á ýmsum viðburðum gegnum tíðina. Sagðist Trump hafa átt ágætis samband við Diddy. „Okkur kom frábærlega saman. Hann virkaði eins og fínn gaur. Ég þekkti hann ekki mikið. En þegar ég bauð mig fram til forseta varð hann fjandsamlegur... Það er erfitt,“ sagði Trump „Við erum manneskjur. Við viljum ekki láta hluti sljóvga dómgreind okkar, ekki satt? En þegar þú þekktir einhvern og ykkur kom vel saman og svo býðurðu þig fram til forseta og hann sendir frá sér hræðilegar yfirlýsingar. Ég veit það ekki, það er erfiðara,“ sagði hann jafnframt. „Gerir það, ef ég á að vera hreinskilinn, mun erfiðara,“ bætti hann við. Frekar nei en já við náðun Combs sagði meðal annars í viðtali við Charlamagne tha God fyrir forsetakosningarnar 2020 að Trump hefði staðið sig vel í að „setja Bandaríkin út af laginu“. „Að sjá það sem er í gangi, hvítir menn eins og Trump þurfa að vera gerðir útlægir. Þessi hugsanaháttur er mjög hættulegur. Þessi maður bókstaflega hótaði okkur og fjölskyldum okkar yfir því að kjósa,“ sagði Diddy jafnframt og sagði það forgangsmál að koma Trump úr Hvíta húsinu. Trump var spurður af Newsmax hvort svar hans við náðun Diddy væri frekar nei en já og svaraði hann: „Ég myndi segja það.“
Donald Trump Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Tengdar fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, í gær að hann hafi náðað Ross Ulbricht, forsprakka vefsins Silk Road. Honum var sleppt úr fangelsi strax í gærkvöldi. 22. janúar 2025 16:48 Trump náðar fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hafi náðað Michael J. Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa hans. 25. nóvember 2020 21:30 Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, í gær að hann hafi náðað Ross Ulbricht, forsprakka vefsins Silk Road. Honum var sleppt úr fangelsi strax í gærkvöldi. 22. janúar 2025 16:48
Trump náðar fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hafi náðað Michael J. Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa hans. 25. nóvember 2020 21:30
Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00