„Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Árni Jóhannsson skrifar 3. ágúst 2025 18:56 Mikael Breki skiljanlega í skýjunum með mark fyrir uppeldisklúbbinn. Vísir / Diego Mikal Breki Þórðarson skoraði mark KA þegar liðið gerði jafntefli við Breiðablik á útivelli í 17. umferð Bestu deildar karla í dag. Leikurinn endaði 1-1 og geta Akureyringar talið þetta gott stig á útivelli í baráttunni sem er framundan. Mikael var að skora sitt fyrsta mark í sumar en var fyrst spurður að því hvort KA menn gætu ekki verið ánægðir með stigið sem þeir fengu í dag. „Já við getum algjörlega verið ánægðir með stigið í dag. Þetta var flott frammistaða. Við þéttir, skipulagðir og agaðir. Gáfum ekki mikið af færum, sköpuðum okkur nokkur færi og hefðum getað stolið þessu.“ En KA hljóta að vera svekktir að fá ekki öll stigin en þeir voru á löngum kafla í seinni hálfleik mjög frískir og velgdu Blikum undir uggum oft og mörgum sinnum. Anton Ari var t.a.m. valinn maður leiksins af stuðningsmönnum Blika. „Já við hefðum alveg geta stolið þessu, skorað tvö eða þrjú jafnvel. Við vorum að stríða þeim alveg þannig að við getum verið svekktir að taka ekki öll stigin í dag.“ Alveg í blálokin á leiknum skoraði Viktor Örn Margeirsson mark eftir hornspyrnu en mjög löngu síðar var markið dæmt af. Hvernig var tilfinningin hjá Mikael í þessum atburði og sá hann hvað gerðist? „Ég sá þetta ekki sjálfur, en sá myndband og þetta var rétt. Rétt skal vera rétt. Þetta var súrt þegar maður hélt að þetta væri að tapast en svo var maður smá glaður þegar sá hann flauta. Það var bara flott.“ Mikael var að skora sitt annað mark í meistaraflokki og fyrsta markið sitt í sumar og gæti þetta mark orðið ansi mikilvægt þegar talið er upp úr pokanum góða í lok tímabils. Hann var beðinn um að lýsa því og líðan sinni þegar boltinn söng í netinu. „Geggjuð tilfinning. Mér fannst ég hitta hann smá illa en geggjað að sjá boltann syngja í netinu. Það er alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið.“ KA menn hafa staðið sig vel undanfarnar vikur þó úrslit og stigasöfnun hefur ekki alltaf fylgt frammistöðunni. Hvernig líst Mikael á komandi átök? „Það er komið sjálfstraust í liðið. Við erum agaðir og við erum skipulagðir og akkúrat núna þurfum við að fá frammistöður og stig. Við þurfum að fara að koma okkur upp úr þessari botnbaráttur sem við erum í.“ KA Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Mikael var að skora sitt fyrsta mark í sumar en var fyrst spurður að því hvort KA menn gætu ekki verið ánægðir með stigið sem þeir fengu í dag. „Já við getum algjörlega verið ánægðir með stigið í dag. Þetta var flott frammistaða. Við þéttir, skipulagðir og agaðir. Gáfum ekki mikið af færum, sköpuðum okkur nokkur færi og hefðum getað stolið þessu.“ En KA hljóta að vera svekktir að fá ekki öll stigin en þeir voru á löngum kafla í seinni hálfleik mjög frískir og velgdu Blikum undir uggum oft og mörgum sinnum. Anton Ari var t.a.m. valinn maður leiksins af stuðningsmönnum Blika. „Já við hefðum alveg geta stolið þessu, skorað tvö eða þrjú jafnvel. Við vorum að stríða þeim alveg þannig að við getum verið svekktir að taka ekki öll stigin í dag.“ Alveg í blálokin á leiknum skoraði Viktor Örn Margeirsson mark eftir hornspyrnu en mjög löngu síðar var markið dæmt af. Hvernig var tilfinningin hjá Mikael í þessum atburði og sá hann hvað gerðist? „Ég sá þetta ekki sjálfur, en sá myndband og þetta var rétt. Rétt skal vera rétt. Þetta var súrt þegar maður hélt að þetta væri að tapast en svo var maður smá glaður þegar sá hann flauta. Það var bara flott.“ Mikael var að skora sitt annað mark í meistaraflokki og fyrsta markið sitt í sumar og gæti þetta mark orðið ansi mikilvægt þegar talið er upp úr pokanum góða í lok tímabils. Hann var beðinn um að lýsa því og líðan sinni þegar boltinn söng í netinu. „Geggjuð tilfinning. Mér fannst ég hitta hann smá illa en geggjað að sjá boltann syngja í netinu. Það er alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið.“ KA menn hafa staðið sig vel undanfarnar vikur þó úrslit og stigasöfnun hefur ekki alltaf fylgt frammistöðunni. Hvernig líst Mikael á komandi átök? „Það er komið sjálfstraust í liðið. Við erum agaðir og við erum skipulagðir og akkúrat núna þurfum við að fá frammistöður og stig. Við þurfum að fara að koma okkur upp úr þessari botnbaráttur sem við erum í.“
KA Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira