Gott silfur gulli betra en hvað nú? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. ágúst 2025 08:02 Hvað nú? Marc Atkins/Getty Images Eftir þrjú silfurverðlaun í röð getur Arsenal loks staðið uppi sem Englandsmeistari? Mikel Arteta, þjálfari, getur allavega ekki beðið um mikið meiri tíma enda stýrt liðinu síðan 2019. Arsenal hefur undanfarin þrjú tímabil endað í öðru sæti ensku úrvalsdeildar karla í fótbolta. Bæði 2022-23 og 2023-24 var liðið ekki langt frá því að skáka Manchester City en lærisveinar Pep Guardiola kunna að loka mótum og stóðu uppi sem sigurvegarar bæði árin. Á síðustu leiktíð var Arsenal aldrei nálægt Liverpool sem stóð á endanum uppi sem meistari. Lærisveinar Arne Slot voru hins með færir stig en Skytturnar enduðu með árinu áður. Síðan að félagaskiptaglugginn opnaði hefur Arsenal látið til sín taka á markaðnum og ljóst er að markmiðið er einfalt, það er að verða Englandsmeistari. Liðinu vantaði framherja svo Viktor Einar Gyökeres var sóttur frá Sporting Lissabon á fúlgur fjár. Martín Zubamendi er mættur til að þétta miðsvæðið enn frekar. Honum til halds og trausts er Christian Nörgaard, fyrrverandi fyrirliði Brentford. Hægri vængmaðurinn Noni Madueke á að gefa liðinu auka breidd, innan vallar sem utan. Með komu hans ætti Bukayo Saka – langhættulegasti maður liðsins á síðustu leiktíð – að geta fengið hvíld endrum og eins. Miðvörðurinn Cristhian Mosquera er kominn frá Valencia en miðað við hvernig Arteta hefur spilað undanfarið ætti ekki að koma á óvart ef hann myndi enda í bakverði. Þá er markvörðurinn Kepa Arrizabalaga kominn til að veita David Raya félagsskap í markinu. Báðir eru Spánverjar, líkt og markmannsþjálfari liðsins - Iñaki Caña. Dýrustu leikmenn Arsenal síðan Arteta tók við Declan Rice frá West Ham United – 116.6 milljónir evra Kai Havertz frá Chelsea – 75 milljónir evra Zubameni frá Real Sociedad – 70 milljónir evra Gyökeres frá Sporting – 65.8 milljónir evra Noni Madueke frá Chelsea – 56 milljónir evra Ben White frá Brighton & Hove Albion – 58.5 milljónir evra Gabriel Jesus frá Man City – 52.2 milljónir evra Thomas Partey frá Atlético Madríd – 50 milljónir evra Riccardo Calafiori frá Bologna – 45 milljónir evra Jurrien Timber frá Ajax – 40 milljónir evra Oleksandr Zinchenko frá Man City – 35 milljónir evra Fábio Vieira frá Porto – 35 milljónir evra Martin Ödegaard frá Real Madríd – 35 milljónir evra Sem stendur eru fá lið með jafn breiðan og góðan hóp og Arsenal. Arteta hefur fengið að móta liðið algjörlega eftir sínu höfði og nú er að gera eitthvað meira en að næla í silfur. Arsenal sækir Manchester United heim í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar þann 16. ágúst næstkomandi. Allir 380 leikir deildarinnar verða sýndir beint á Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira
Arsenal hefur undanfarin þrjú tímabil endað í öðru sæti ensku úrvalsdeildar karla í fótbolta. Bæði 2022-23 og 2023-24 var liðið ekki langt frá því að skáka Manchester City en lærisveinar Pep Guardiola kunna að loka mótum og stóðu uppi sem sigurvegarar bæði árin. Á síðustu leiktíð var Arsenal aldrei nálægt Liverpool sem stóð á endanum uppi sem meistari. Lærisveinar Arne Slot voru hins með færir stig en Skytturnar enduðu með árinu áður. Síðan að félagaskiptaglugginn opnaði hefur Arsenal látið til sín taka á markaðnum og ljóst er að markmiðið er einfalt, það er að verða Englandsmeistari. Liðinu vantaði framherja svo Viktor Einar Gyökeres var sóttur frá Sporting Lissabon á fúlgur fjár. Martín Zubamendi er mættur til að þétta miðsvæðið enn frekar. Honum til halds og trausts er Christian Nörgaard, fyrrverandi fyrirliði Brentford. Hægri vængmaðurinn Noni Madueke á að gefa liðinu auka breidd, innan vallar sem utan. Með komu hans ætti Bukayo Saka – langhættulegasti maður liðsins á síðustu leiktíð – að geta fengið hvíld endrum og eins. Miðvörðurinn Cristhian Mosquera er kominn frá Valencia en miðað við hvernig Arteta hefur spilað undanfarið ætti ekki að koma á óvart ef hann myndi enda í bakverði. Þá er markvörðurinn Kepa Arrizabalaga kominn til að veita David Raya félagsskap í markinu. Báðir eru Spánverjar, líkt og markmannsþjálfari liðsins - Iñaki Caña. Dýrustu leikmenn Arsenal síðan Arteta tók við Declan Rice frá West Ham United – 116.6 milljónir evra Kai Havertz frá Chelsea – 75 milljónir evra Zubameni frá Real Sociedad – 70 milljónir evra Gyökeres frá Sporting – 65.8 milljónir evra Noni Madueke frá Chelsea – 56 milljónir evra Ben White frá Brighton & Hove Albion – 58.5 milljónir evra Gabriel Jesus frá Man City – 52.2 milljónir evra Thomas Partey frá Atlético Madríd – 50 milljónir evra Riccardo Calafiori frá Bologna – 45 milljónir evra Jurrien Timber frá Ajax – 40 milljónir evra Oleksandr Zinchenko frá Man City – 35 milljónir evra Fábio Vieira frá Porto – 35 milljónir evra Martin Ödegaard frá Real Madríd – 35 milljónir evra Sem stendur eru fá lið með jafn breiðan og góðan hóp og Arsenal. Arteta hefur fengið að móta liðið algjörlega eftir sínu höfði og nú er að gera eitthvað meira en að næla í silfur. Arsenal sækir Manchester United heim í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar þann 16. ágúst næstkomandi. Allir 380 leikir deildarinnar verða sýndir beint á Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira