Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 4. ágúst 2025 07:02 Draga má þá ályktun af viðræðum brezkra stjórnvalda við Evrópusambandsins um útgöngu Bretlands úr því að erfitt yrði fyrir fámennt ríki eins og Ísland að endurheimta fullveldi sitt kæmi til inngöngu landsins í sambandið ef íslenzku þjóðinni myndi snúast hugur síðar meir. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í drögum að skýrslu um Ísland og Evrópusambandið sem Gunnar Pálsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Brussel, setti saman árið 2018. Drögunum, sem ekki voru gefin út, var nýverið komið til Ríkisútvarpins að því er virðist í því skyni að reyna að koma höggi á Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, en í þeim segir einnig að umsókn Samfylkingarinnar og VG um inngöngu í Evrópusambandið 2009 hafi ekki verið dregin formlega til baka. Fleira er hins vegar að finna þar og hefði því líklega verið rétt að skoða þau betur áður en þau voru afhent. Fram kemur til dæmis í drögunum að útganga Bretlands hafi verið bakslag fyrir Evrópusambandið og að framganga þess í viðræðunum við Breta virtist einkum hafa haft það markmið að hindra að fleiri ríki yfirgæfu sambandið. „Af útgönguviðræðum Bretlands og ESB má ennfremur draga þá ályktun að ekki yrði áhlaupaverk fyrir fámenna þjóða að endurheimta það fullveldi sem framselt yrði með aðild að sambandinu, skyldi henni snúast hugur síðar meir.“ Vert er að geta þess að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, talaði á hliðstæðum nótum í viðtali við hlaðvarpið Chess After Dark 27. ágúst síðastliðinn eða fyrir einungis tæpu ári síðan. Það er áður en hún varð forsætisráðherra. „Ég veit bara að það er rosalega mikil vegferð að fara í það ferli og það er líka vegferð sem þarf að vera mikil samstaða um hjá þjóðinni. Eins og dæmin hafa sýnt, þú gengur ekki svo auðveldlega út úr Evrópusambandinu.“ Hafa má í huga í þessum efnum að talið er að Bretland hefði mögulega ekki sagt skilið við Evrópusambandið hefðu Bretar verið búnir að taka evruna upp í stað pundsins. Ekki fyrir þær sakir að evran væri svo eftirsóknarverð heldur vegna þess að meira er en að segja það að setja á laggirnar nýjan sjálfstæðan gjaldmiðil og skapa honum nauðsynlegan trúverðugleika. Jafnvel fyrir stórt hagkerfi eins og Bretland. Upptaka evrunnar er skylda fyrir ný ríki sambandsins. Mikilvægt er fyrir vikið að hafa það hugfast þegar rætt er um Evrópusambandið að ekki er hlaupið þaðan út þegar inn er komið. Ekki aðeins að mati þeirra sem hugnast slík innganga ekki heldur einnig embættismanna utanríkisráðuneytisins og núverandi forsætisráðherra, allavega fyrir kosningar, auk þess sem reynsla Breta er til marks um það. Með inngöngu í sambandið væri verið að taka ákvörðun sem ekki yrði svo auðveldlega tekin til baka. Ef yfir höfuð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Draga má þá ályktun af viðræðum brezkra stjórnvalda við Evrópusambandsins um útgöngu Bretlands úr því að erfitt yrði fyrir fámennt ríki eins og Ísland að endurheimta fullveldi sitt kæmi til inngöngu landsins í sambandið ef íslenzku þjóðinni myndi snúast hugur síðar meir. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í drögum að skýrslu um Ísland og Evrópusambandið sem Gunnar Pálsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Brussel, setti saman árið 2018. Drögunum, sem ekki voru gefin út, var nýverið komið til Ríkisútvarpins að því er virðist í því skyni að reyna að koma höggi á Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, en í þeim segir einnig að umsókn Samfylkingarinnar og VG um inngöngu í Evrópusambandið 2009 hafi ekki verið dregin formlega til baka. Fleira er hins vegar að finna þar og hefði því líklega verið rétt að skoða þau betur áður en þau voru afhent. Fram kemur til dæmis í drögunum að útganga Bretlands hafi verið bakslag fyrir Evrópusambandið og að framganga þess í viðræðunum við Breta virtist einkum hafa haft það markmið að hindra að fleiri ríki yfirgæfu sambandið. „Af útgönguviðræðum Bretlands og ESB má ennfremur draga þá ályktun að ekki yrði áhlaupaverk fyrir fámenna þjóða að endurheimta það fullveldi sem framselt yrði með aðild að sambandinu, skyldi henni snúast hugur síðar meir.“ Vert er að geta þess að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, talaði á hliðstæðum nótum í viðtali við hlaðvarpið Chess After Dark 27. ágúst síðastliðinn eða fyrir einungis tæpu ári síðan. Það er áður en hún varð forsætisráðherra. „Ég veit bara að það er rosalega mikil vegferð að fara í það ferli og það er líka vegferð sem þarf að vera mikil samstaða um hjá þjóðinni. Eins og dæmin hafa sýnt, þú gengur ekki svo auðveldlega út úr Evrópusambandinu.“ Hafa má í huga í þessum efnum að talið er að Bretland hefði mögulega ekki sagt skilið við Evrópusambandið hefðu Bretar verið búnir að taka evruna upp í stað pundsins. Ekki fyrir þær sakir að evran væri svo eftirsóknarverð heldur vegna þess að meira er en að segja það að setja á laggirnar nýjan sjálfstæðan gjaldmiðil og skapa honum nauðsynlegan trúverðugleika. Jafnvel fyrir stórt hagkerfi eins og Bretland. Upptaka evrunnar er skylda fyrir ný ríki sambandsins. Mikilvægt er fyrir vikið að hafa það hugfast þegar rætt er um Evrópusambandið að ekki er hlaupið þaðan út þegar inn er komið. Ekki aðeins að mati þeirra sem hugnast slík innganga ekki heldur einnig embættismanna utanríkisráðuneytisins og núverandi forsætisráðherra, allavega fyrir kosningar, auk þess sem reynsla Breta er til marks um það. Með inngöngu í sambandið væri verið að taka ákvörðun sem ekki yrði svo auðveldlega tekin til baka. Ef yfir höfuð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun