Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 4. ágúst 2025 12:03 Nú liggur fyrir að umsókn Íslands að Evrópusambandinu frá árinu 2009 er að öllum líkindum ennþá í gildi. A.m.k. ef marka má orð stækkunarstjóra Evrópusambandsins, forseta framkvæmdastjórnar þess, íslenskra ráðamanna og nú síðast liggur fyrir að þetta var skoðun utanríkisráðuneytis Guðlaugs Þórs Þórðarsonar frá árinu 2018, eins og fréttir hafa greint frá að undanförnu. Það er því í höndum íslensku þjóðarinnar að taka um það ákvörðun hvort halda skuli þessu ferli áfram samkvæmt boðaðri þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin verður í síðasta lagi 2027, en sú þjóðaratkvæðagreiðsla nýtur skýrs meirihlutastuðnings á Alþingi Íslendinga og er á stefnuskrá ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Við búum skyndilega við aðra heimsmynd en blasti við fyrir örfáum misserum síðan. Það eru ekki lengur friðartímar. Það er stríð í Evrópu, sem hefur þegar haft veruleg áhrif á okkar samfélag og lífskjör. Að auki berast váleg tíðindi af þeim bandamanni sem Ísland hefur reitt sig á þegar kemur að landvörnum allt frá stríðslokum, Bandaríkjunum, sem er að ganga í gegnum miklar innantökur á stjórnmálasviðinu og hvers forseti hefur hótað að innlima bæði Kanada og Grænland, þar af Grænland með vopnavaldi. Það eru því ótraustari tímar fyrir lítið varnarlaust ríki á borð við Ísland en hafa verið allt frá því í síðari heimsstyrjöldinni. Því væri óábyrgt af íslenskum stjórnvöldum að líta ekki til allra þeirra leiða sem til boða standa til að styrkja fullveldi og öryggi íslensku þjóðarinnar, en ein leið til þess væri aðild að bandalagi nánast allra fullvalda Evrópuríkja, þar á meðal þriggja af fimm Norðurlöndum, sem eru þau ríki sem við eigum nánasta samleið með og samstarf við. Ég vil því kalla á íslenska stjórnmálamenn, stjórnmálaflokka og forystumenn þeirra, að styðja þá viðleitni að þjóðin fái að ákveða hvort halda skuli áfram aðildarferlinu og komast til botns í því með hvaða hætti full aðild að Evrópusambandinu gæti treyst undirstöður fullveldis, öryggis og efnahags íslensku þjóðarinnar. Að sama skapi vil ég hvetja þá, ef slíkt ferli verður til lykta leitt að afloknu jákvæðu svari þjóðarinnar við þeirri spurningu, til að meta aðildarsamning á grundvelli þess sem þar mun kunna að standa, en ekki fyrirframgefinna hugmynda um Evrópusambandið og aðild að því. Ég er Evrópufræðingur og prófessor í alþjóðastjórnmálum og hef skoðað og skrifað um Evrópumál í um þrjátíu ár. Í ljósi þess veit ég að aðild að Evrópusambandinu getur verið allskonar fyrir aðildarríkin. Sérlausnir í aðildarsamningum eru fjöldamargar og þó hugmyndin sé sú að þær eigi að vera “tímabundnar”, eru þær í mörgum tilfellum “varanlegar”, (að svo miklu leiti sem eitthvað getur verið varanlegt í þessum heimi), eða gilda eins lengi og þeirra er þörf, sökum eðlis Evrópusambandsins sem bandalags og samráðsvettvangs fullvalda ríkja, en ekki yfirþjóðlegs stjórnvalds. Innan Evrópusambandsins eru fjöldamargar leiðir til að gæta hagsmuna aðildarríkjanna, ekki síst grundvallarhagsmuna, hvort sem þau eru stór eða smá. Það er ljóst að íslenskir og aðrir evrópskir samningamenn myndu aldrei geta skilað af sér aðildarsamningi sem fæli í sér að íslenskum efnahag, sjávarútvegi eða landbúnaði, væri rústað með einhverjum hætti eða gengið gegn grundvallarhagsmunum íslensku þjóðarinnar. Að sama skapi yrði slíkur samningur ekki samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu um hann, ef ég þekki mína þjóð rétt. Kæru íslensku stjórnmálamenn og fulltrúar okkar Íslendinga á Alþingi. Göngum til þessa verkefnis, sem gæti styrkt okkur sem fullvalda ríki, styrkt rödd okkar, með því að hún heyrðist við borðin þar sem ákvarðanir sem skipta okkur máli eru teknar, aukið öryggi okkar á válegum tímum og bætt hag íslensks almennings og fyrirtækja, jafnvel verulega, með opnum huga og með hagsmuni Íslands að leiðarljósi. Eða eins og góður Bandaríkjaforseti sagði af öðru tilefni fyrir næstum heilli öld síðan, þá er ekkert að óttast, nema óttann sjálfan. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir að umsókn Íslands að Evrópusambandinu frá árinu 2009 er að öllum líkindum ennþá í gildi. A.m.k. ef marka má orð stækkunarstjóra Evrópusambandsins, forseta framkvæmdastjórnar þess, íslenskra ráðamanna og nú síðast liggur fyrir að þetta var skoðun utanríkisráðuneytis Guðlaugs Þórs Þórðarsonar frá árinu 2018, eins og fréttir hafa greint frá að undanförnu. Það er því í höndum íslensku þjóðarinnar að taka um það ákvörðun hvort halda skuli þessu ferli áfram samkvæmt boðaðri þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin verður í síðasta lagi 2027, en sú þjóðaratkvæðagreiðsla nýtur skýrs meirihlutastuðnings á Alþingi Íslendinga og er á stefnuskrá ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Við búum skyndilega við aðra heimsmynd en blasti við fyrir örfáum misserum síðan. Það eru ekki lengur friðartímar. Það er stríð í Evrópu, sem hefur þegar haft veruleg áhrif á okkar samfélag og lífskjör. Að auki berast váleg tíðindi af þeim bandamanni sem Ísland hefur reitt sig á þegar kemur að landvörnum allt frá stríðslokum, Bandaríkjunum, sem er að ganga í gegnum miklar innantökur á stjórnmálasviðinu og hvers forseti hefur hótað að innlima bæði Kanada og Grænland, þar af Grænland með vopnavaldi. Það eru því ótraustari tímar fyrir lítið varnarlaust ríki á borð við Ísland en hafa verið allt frá því í síðari heimsstyrjöldinni. Því væri óábyrgt af íslenskum stjórnvöldum að líta ekki til allra þeirra leiða sem til boða standa til að styrkja fullveldi og öryggi íslensku þjóðarinnar, en ein leið til þess væri aðild að bandalagi nánast allra fullvalda Evrópuríkja, þar á meðal þriggja af fimm Norðurlöndum, sem eru þau ríki sem við eigum nánasta samleið með og samstarf við. Ég vil því kalla á íslenska stjórnmálamenn, stjórnmálaflokka og forystumenn þeirra, að styðja þá viðleitni að þjóðin fái að ákveða hvort halda skuli áfram aðildarferlinu og komast til botns í því með hvaða hætti full aðild að Evrópusambandinu gæti treyst undirstöður fullveldis, öryggis og efnahags íslensku þjóðarinnar. Að sama skapi vil ég hvetja þá, ef slíkt ferli verður til lykta leitt að afloknu jákvæðu svari þjóðarinnar við þeirri spurningu, til að meta aðildarsamning á grundvelli þess sem þar mun kunna að standa, en ekki fyrirframgefinna hugmynda um Evrópusambandið og aðild að því. Ég er Evrópufræðingur og prófessor í alþjóðastjórnmálum og hef skoðað og skrifað um Evrópumál í um þrjátíu ár. Í ljósi þess veit ég að aðild að Evrópusambandinu getur verið allskonar fyrir aðildarríkin. Sérlausnir í aðildarsamningum eru fjöldamargar og þó hugmyndin sé sú að þær eigi að vera “tímabundnar”, eru þær í mörgum tilfellum “varanlegar”, (að svo miklu leiti sem eitthvað getur verið varanlegt í þessum heimi), eða gilda eins lengi og þeirra er þörf, sökum eðlis Evrópusambandsins sem bandalags og samráðsvettvangs fullvalda ríkja, en ekki yfirþjóðlegs stjórnvalds. Innan Evrópusambandsins eru fjöldamargar leiðir til að gæta hagsmuna aðildarríkjanna, ekki síst grundvallarhagsmuna, hvort sem þau eru stór eða smá. Það er ljóst að íslenskir og aðrir evrópskir samningamenn myndu aldrei geta skilað af sér aðildarsamningi sem fæli í sér að íslenskum efnahag, sjávarútvegi eða landbúnaði, væri rústað með einhverjum hætti eða gengið gegn grundvallarhagsmunum íslensku þjóðarinnar. Að sama skapi yrði slíkur samningur ekki samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu um hann, ef ég þekki mína þjóð rétt. Kæru íslensku stjórnmálamenn og fulltrúar okkar Íslendinga á Alþingi. Göngum til þessa verkefnis, sem gæti styrkt okkur sem fullvalda ríki, styrkt rödd okkar, með því að hún heyrðist við borðin þar sem ákvarðanir sem skipta okkur máli eru teknar, aukið öryggi okkar á válegum tímum og bætt hag íslensks almennings og fyrirtækja, jafnvel verulega, með opnum huga og með hagsmuni Íslands að leiðarljósi. Eða eins og góður Bandaríkjaforseti sagði af öðru tilefni fyrir næstum heilli öld síðan, þá er ekkert að óttast, nema óttann sjálfan. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun