Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar 4. ágúst 2025 14:32 Íslensk náttúra er fögur, en getur verið lífshættuleg. Nýlega lést barnung stúlka í Reynisfjöru. Hún var á ferðalagi með fjölskyldu sinni. Mikil fjölgun ferðamanna á Íslandi undanfarinn áratug hefur orðið til þess að slík tilvik eru orðin æði mörg. Því má spyrja hvernig reglum um öryggi á ferðamannastöðum er háttað hér á landi og hvort breytinga er þörf. Hættum fylgja náttúru Íslands og ljóst er að ekki er hægt að gera óraunhæfar kröfur til stjórnvalda um að afstýra slysum. Þegar kemur að reglusetningu á þessu sviði verður einnig að gera greinarmun á slysum við fjölsótta ferðamannastaði eins og Reynisfjöru, þar sem mögulegt er að stýra aðgangi almennings, og slysum sem eiga sér stað á ótroðnum slóðum. Á íslenska ríkinu hvílir skylda samkvæmt 2. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um réttinn til lífs til að tryggja, eins og kostur er, öryggi á ferðamannastöðum sem opnir eru almenningi. Íslenska ríkið getur talist brotlegt við sáttmálann ef á skortir að settar hafi verið almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og að þeim reglum hafi verið fylgt eftir, við tilteknar aðstæður, með raunhæfum og virkum aðgerðum. Hinn 19. janúar 2022 skipaði þáverandi ferðamála, viðskipta- og menningarmálaráðherra, í samvinnu við dómsmálaráðherra, verkefnastjórn í tengslum við öryggismál stjórnvalda og ferðaþjónustuaðila. Verkefnastjórnin skilaði af sér skýrslu í júlí 2022. Ein megintillaga skýrslunnar var að skoða þyrfti forsendur til að leggja fram frumvarp til sérlaga um öryggi ferðamanna á fjölsóttum ferðamannastöðum. Markmið laganna yrði að vinna gegn tjóni og slysum og efla varnir á nánar skilgreindum svæðum. Í lögunum yrði nánar kveðið á um skyldu viðeigandi stofnana til að vinna staðbundin áhættumöt og viðbragðsáætlanir. Þá yrði með reglugerð heimilt að skilgreina áhættusvæði og nauðsynlega aðkomu viðbragðsaðila og stjórnvalda. Jafnframt yrði kveðið á um sérstakar heimildir stjórnvalda til að grípa til tiltekinna öryggisráðstafana, svo sem rýmingar svæða og tímabundinna takmarkana á aðgengi að þeim. Frumvarp af þessu tagi hefur ekki verið lagt fram þegar þetta er ritað. Rök kunna að standa til þess að huga að almennri reglusetningu af þessu tagi og þá í ljósi skyldna íslenska ríkisins samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu. Aldrei verður hægt að koma alveg í veg fyrir slys ferðamanna hér á landi, enda er íslensk náttúra óútreiknanleg. Mikilvægt er hins vegar að skýrt liggi fyrir hvernig eftirliti skuli háttað, hvernig framkvæma skuli mat á áhættu og um framkvæmd viðbragðsáætlana, ef þörf krefur, t.d. vegna fyrirsjáanlegra áhrifa veðurfars. Höfundur er prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Róbert Spanó Reynisfjara Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Íslensk náttúra er fögur, en getur verið lífshættuleg. Nýlega lést barnung stúlka í Reynisfjöru. Hún var á ferðalagi með fjölskyldu sinni. Mikil fjölgun ferðamanna á Íslandi undanfarinn áratug hefur orðið til þess að slík tilvik eru orðin æði mörg. Því má spyrja hvernig reglum um öryggi á ferðamannastöðum er háttað hér á landi og hvort breytinga er þörf. Hættum fylgja náttúru Íslands og ljóst er að ekki er hægt að gera óraunhæfar kröfur til stjórnvalda um að afstýra slysum. Þegar kemur að reglusetningu á þessu sviði verður einnig að gera greinarmun á slysum við fjölsótta ferðamannastaði eins og Reynisfjöru, þar sem mögulegt er að stýra aðgangi almennings, og slysum sem eiga sér stað á ótroðnum slóðum. Á íslenska ríkinu hvílir skylda samkvæmt 2. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um réttinn til lífs til að tryggja, eins og kostur er, öryggi á ferðamannastöðum sem opnir eru almenningi. Íslenska ríkið getur talist brotlegt við sáttmálann ef á skortir að settar hafi verið almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og að þeim reglum hafi verið fylgt eftir, við tilteknar aðstæður, með raunhæfum og virkum aðgerðum. Hinn 19. janúar 2022 skipaði þáverandi ferðamála, viðskipta- og menningarmálaráðherra, í samvinnu við dómsmálaráðherra, verkefnastjórn í tengslum við öryggismál stjórnvalda og ferðaþjónustuaðila. Verkefnastjórnin skilaði af sér skýrslu í júlí 2022. Ein megintillaga skýrslunnar var að skoða þyrfti forsendur til að leggja fram frumvarp til sérlaga um öryggi ferðamanna á fjölsóttum ferðamannastöðum. Markmið laganna yrði að vinna gegn tjóni og slysum og efla varnir á nánar skilgreindum svæðum. Í lögunum yrði nánar kveðið á um skyldu viðeigandi stofnana til að vinna staðbundin áhættumöt og viðbragðsáætlanir. Þá yrði með reglugerð heimilt að skilgreina áhættusvæði og nauðsynlega aðkomu viðbragðsaðila og stjórnvalda. Jafnframt yrði kveðið á um sérstakar heimildir stjórnvalda til að grípa til tiltekinna öryggisráðstafana, svo sem rýmingar svæða og tímabundinna takmarkana á aðgengi að þeim. Frumvarp af þessu tagi hefur ekki verið lagt fram þegar þetta er ritað. Rök kunna að standa til þess að huga að almennri reglusetningu af þessu tagi og þá í ljósi skyldna íslenska ríkisins samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu. Aldrei verður hægt að koma alveg í veg fyrir slys ferðamanna hér á landi, enda er íslensk náttúra óútreiknanleg. Mikilvægt er hins vegar að skýrt liggi fyrir hvernig eftirliti skuli háttað, hvernig framkvæma skuli mat á áhættu og um framkvæmd viðbragðsáætlana, ef þörf krefur, t.d. vegna fyrirsjáanlegra áhrifa veðurfars. Höfundur er prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun