Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. ágúst 2025 07:00 Sem stendur getur Chelsea stillt upp þremur 11 manna liðum og samt verið með varamenn. David Ramos/Getty Images Það virðist ekkert getað stöðvað enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea í að kaupa alla leikmenn Evrópu sem eru 23 ára eða yngri. Að öllu gríni slepptu hefur Chelsea verið virkilega duglegt á leikmannamarkaðinum og er til alls líklegt í vetur. Á sínu fyrsta tímabili með Chelsea endaði lið Enzo Maresca í 4. sæti og tryggði sér þar með sæti í Meistaradeild Evrópu. Þá stóð liðið uppi sem Sambandsdeildarmeistari. Það er ljóst að Enzo og forráðamenn félagsins ætla að byggja ofan á þennan árangur. Segja má að félagið sé með skýra sýn en það hefur eingöngu sótt leikmenn sem eru 23 ára eða yngri. Á vef Transfermarkt má finna lista yfir þá leikmenn sem félagið hefur sótt til þessa. Þeir eru eftirfarandi: João Pedro (23 ára) frá Brighton & Hove Albion Jamie Gittens (20) frá Borussia Dortmund Jorrel Hato (18) frá Ajax Liam Delap (22) frá Ipswich Town Estêvão (18) frá Palmeiras Dário Essugo (20) frá Sporting Lissabon Mamadou Sarr (19) frá Strasbourg (Lánaður til baka) Kendry Paez (18) frá Independiente (Lánaður til baka) Þá verður ekki annað sagt en liðið hafi verið duglegt að losa sig við leikmenn og enn er fjöldi orðaður frá félaginu. Það breytir því ekki að leikmannahópur liðsins er gríðarlega fjölmennur og helsta verkefni Enzo gæti verið að halda öllum ánægðum. Þá hefur félagði verði orðað við Alejandro Garnacho (21), vængmann Manchester United. Það virðist líklegra heldur en ekki að sá endi í Lundúnum á endanum. Leikmannahópurinn Sem stendur er Robert Sánchez (27) aðalmarkvörður en hann missti sæti sitt um tíma á síðustu leiktíð. Daninn Filip Jörgensen (23) er varamarkvörður og það virðist sem Gabriel Slonina muni sinna starfi þriðja markvarðar á komandi tímabili. Það er erfitt að spá fyrir um hvernig varnarlínan muni líta út en reikna má með að Reece James, Marc Cucurella, Levi Colwill verði í stórum hlutverkum. Þar á eftir verður hörð barátta um sæti í liðinu. Reece James er fyrirliði Chelsea.David Ramos/Getty Images Þeir Ben Chilwell og Axel Disasi voru á láni hjá Crystal Palace og Aston Villa á síðustu leiktíð en eru enn í leikmannahópi liðsins. Aðrir varnarmenn sem stendur eru: Jorrel Hato, Alfie Gilchrist, Tosin, Benoît Badiashile, Trevoh Chalobah, Malo Gusto, Wesley Fofana, Aarón Anselmino og Josh Acheampong. Á miðjunni er svipað vandamál uppi á teningnum. Fyrirliðinn Enzo Fernández verður án efa í aðalhlutverki þrátt fyrir að daðra við Real Madríd í sumar. Hinn stórskemmtilegi Cole Palmer verður einnig á sínum stað og þá má reikna með eða Moisés Caicedo eða Roméo Lavia sjái til þess að léttleikandi miðjumenn njóti sín. Mykhalo Mudryk er skráður sem leikmaður liðsins en hann hefur verið dæmdur í lyfjabann og verður að teljast ólíklegt að hann komi við sögu. Þá er Kiernan Dewsbury-Hall er á leið til Everton, Carney Chukwuemeka er orðaður við endurkomu til Borussia Dortmund þar sem hann var á láni á síðustu leiktíð og Lesley Ugochukwu er svo að ganga í raðir Burnley. Aðrir miðjumenn eru Dário Essugo, Andrey Santos og Omari Kellyman. Segja má að staðan á miðju liðsins sé því nokkuð þunn en fjöldi framherja bætir það upp. Þar er í raun úr of mörgum að velja. Hinn 23 ára gamli Pedro verður eflaust í stóru hlutverki ásamt nafna sínum Pedro Neto. Þá hefur Delap eflaust verið lofað mínútum sem og Gittens sem kom frá Dortmund. Framherjinn Armando Broja á leið til Burnley líkt og Ugochukwu. Raheem Sterling er enn leikmaður Chelsea en félagið vill ekkert með hann hafa. Bæði Nicolas Jackson og Christopher Nkunku hafa verið orðaðir við önnur félög. Aðrir framherjar liðsins eru svo sem stendur Estêvão, Tyrique George og Marc Guiu. Sem stendur telur leikmannahópur liðsins á vefsíðu ensku úrvalsdeildarinnar 39 leikmenn. Reikna má með að hópurinn verði talsvert minni þegar tímabilið hefst en engu að síður þurfa forráðamenn liðsins að hafa hraðar hendur ætli þeir ekki að enda með fjölda óhamingjusamra leikmanna. Hér má tryggja sér áskrift. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Sjá meira
Á sínu fyrsta tímabili með Chelsea endaði lið Enzo Maresca í 4. sæti og tryggði sér þar með sæti í Meistaradeild Evrópu. Þá stóð liðið uppi sem Sambandsdeildarmeistari. Það er ljóst að Enzo og forráðamenn félagsins ætla að byggja ofan á þennan árangur. Segja má að félagið sé með skýra sýn en það hefur eingöngu sótt leikmenn sem eru 23 ára eða yngri. Á vef Transfermarkt má finna lista yfir þá leikmenn sem félagið hefur sótt til þessa. Þeir eru eftirfarandi: João Pedro (23 ára) frá Brighton & Hove Albion Jamie Gittens (20) frá Borussia Dortmund Jorrel Hato (18) frá Ajax Liam Delap (22) frá Ipswich Town Estêvão (18) frá Palmeiras Dário Essugo (20) frá Sporting Lissabon Mamadou Sarr (19) frá Strasbourg (Lánaður til baka) Kendry Paez (18) frá Independiente (Lánaður til baka) Þá verður ekki annað sagt en liðið hafi verið duglegt að losa sig við leikmenn og enn er fjöldi orðaður frá félaginu. Það breytir því ekki að leikmannahópur liðsins er gríðarlega fjölmennur og helsta verkefni Enzo gæti verið að halda öllum ánægðum. Þá hefur félagði verði orðað við Alejandro Garnacho (21), vængmann Manchester United. Það virðist líklegra heldur en ekki að sá endi í Lundúnum á endanum. Leikmannahópurinn Sem stendur er Robert Sánchez (27) aðalmarkvörður en hann missti sæti sitt um tíma á síðustu leiktíð. Daninn Filip Jörgensen (23) er varamarkvörður og það virðist sem Gabriel Slonina muni sinna starfi þriðja markvarðar á komandi tímabili. Það er erfitt að spá fyrir um hvernig varnarlínan muni líta út en reikna má með að Reece James, Marc Cucurella, Levi Colwill verði í stórum hlutverkum. Þar á eftir verður hörð barátta um sæti í liðinu. Reece James er fyrirliði Chelsea.David Ramos/Getty Images Þeir Ben Chilwell og Axel Disasi voru á láni hjá Crystal Palace og Aston Villa á síðustu leiktíð en eru enn í leikmannahópi liðsins. Aðrir varnarmenn sem stendur eru: Jorrel Hato, Alfie Gilchrist, Tosin, Benoît Badiashile, Trevoh Chalobah, Malo Gusto, Wesley Fofana, Aarón Anselmino og Josh Acheampong. Á miðjunni er svipað vandamál uppi á teningnum. Fyrirliðinn Enzo Fernández verður án efa í aðalhlutverki þrátt fyrir að daðra við Real Madríd í sumar. Hinn stórskemmtilegi Cole Palmer verður einnig á sínum stað og þá má reikna með eða Moisés Caicedo eða Roméo Lavia sjái til þess að léttleikandi miðjumenn njóti sín. Mykhalo Mudryk er skráður sem leikmaður liðsins en hann hefur verið dæmdur í lyfjabann og verður að teljast ólíklegt að hann komi við sögu. Þá er Kiernan Dewsbury-Hall er á leið til Everton, Carney Chukwuemeka er orðaður við endurkomu til Borussia Dortmund þar sem hann var á láni á síðustu leiktíð og Lesley Ugochukwu er svo að ganga í raðir Burnley. Aðrir miðjumenn eru Dário Essugo, Andrey Santos og Omari Kellyman. Segja má að staðan á miðju liðsins sé því nokkuð þunn en fjöldi framherja bætir það upp. Þar er í raun úr of mörgum að velja. Hinn 23 ára gamli Pedro verður eflaust í stóru hlutverki ásamt nafna sínum Pedro Neto. Þá hefur Delap eflaust verið lofað mínútum sem og Gittens sem kom frá Dortmund. Framherjinn Armando Broja á leið til Burnley líkt og Ugochukwu. Raheem Sterling er enn leikmaður Chelsea en félagið vill ekkert með hann hafa. Bæði Nicolas Jackson og Christopher Nkunku hafa verið orðaðir við önnur félög. Aðrir framherjar liðsins eru svo sem stendur Estêvão, Tyrique George og Marc Guiu. Sem stendur telur leikmannahópur liðsins á vefsíðu ensku úrvalsdeildarinnar 39 leikmenn. Reikna má með að hópurinn verði talsvert minni þegar tímabilið hefst en engu að síður þurfa forráðamenn liðsins að hafa hraðar hendur ætli þeir ekki að enda með fjölda óhamingjusamra leikmanna. Hér má tryggja sér áskrift.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Sjá meira