Íslenski boltinn

„Báðir endar vallarins mættu vera betri“

Kolbeinn Kristinsson skrifar
Matthías gefur skipanir.
Matthías gefur skipanir. Vísir/Diego

Fyrstu viðbrögð Matthíasar Guðmundssonar þjálfara Vals eftir tapið gegn meisturum Breiðabliks í Bestu deild kvenna í fótbolta voru einfaldlega að betra liðið vann.

„Mjög gott Breiðabliks lið, við gerðum marga hluti mjög vel, fengum hins vegar ódýr mörk á okkur.“ 

Lið Vals hefur einungis skorað 14 mörk það sem af er móti, og aðspurður segir Matthías að það sé góð spurning hvað veldur: 

„Báðir endar vallarins mættu vera betri og við þurfum bara að vinna í því á fullu á æfingavellinum til að gera okkur betri og ég hef fulla trú á því að við getum það.“

Varðandi nýlegar þjálfarabreytingar á Hlíðarenda þar sem Kristján Guðmundsson steig frá borði segir Matthías að það sé von á nýjum aðstoðarþjálfara í teymið.

„Ég er alveg fullur eldmóðs að vilja sjá Valsliðið springa út og hef fulla trú á því að við getum það. Ég hef þvílíka trú á þessu liði og við ætlum okkur að komast á betri stað og spila betri fótbolta.“

Valur er í 5. sæti Bestu deildar kvenna með 15 stig að loknum 12 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×