Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. ágúst 2025 12:05 Már Wolfgang Mixa er dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Vísir/Ívar Fannar Már Wolfgang Mixa segir að tollastefna Donalds Trump Bandaríkjaforseta muni líklega draga úr viðskiptahalla Bandaríkjanna, sem sé meginmarkmið stefnunnar. Hann líkir viðvarandi viðskiptahalla Bandaríkjanna sem „ákveðnu Titanic“ og ljóst sé að á einhverjum tímapunkti hafi þurft að taka sveig. Már segir varðandi tollastefnuna að áhrif hennar séu óljós og flókin, og breyturnar séu of margar til að hægt sé að spá fyrir um heildaráhrif hennar á hagkerfið. Staðan í þessum efnum sé eins og flókin staða á taflborði, þar sem margar breytur séu í gangi, og hlutir gætu farið í margar áttir. Þetta kemur fram í viðtali sem tekið var við Má í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem tollar Trumps voru til umræðu. Verðbólga muni aukast Már segir að tollahækkanirnar muni einfaldlega þýða að það verði erfiðara fyrir þjóðir að flytja vörur til Bandaríkjanna og keppa við bandarískar vörur. Það hafi verið ætlunin með tollunum og það sé nokkuð ljóst að hún muni heppnast. Tollarnir þýði líka að ýmsar vörur í Bandaríkjunum muni hækka í verði. „Þessi tollur, hann fer að stórum hluta út í vöruverð, þannig að verðbógla mun aukast í Bandaríkjunum.“ „Auk þess þá minnkar þetta samkeppni, það er ekki alveg útséð hvernig bandarísk fyrirtæki munu bregðast við. Munu þau hækka verð á sínum vörum þar sem minni samkeppni er til staðar eða ekki?“ Þá hafi komið fram í fréttum í síðustu viku að verið væri að skapa færri störf í Bandaríkjunum nú en nokkru sinni fyrr. Trump hafi verið ósáttur við þær tölur, sagt þær rangar. „Já hann sagði að þær væru rangar, en það komu nú sáralítið rök með þeirri staðhæfingu. En hvort sem þær eru rangar eða ekki, það má vel vera að þær séu réttar af því það er meiri óvissa. Þegar óvissa eykst, þá draga fyrirtæki gjarnan saman seglin í að skapa ný störf.“ Væntingarvísitala Bandaríkjanna hafi mælst mjög lág, og hafi sjaldan mælst eins lág og síðustu vikur og mánuði. „Seinast þegar vísitalan féll svona mikið var það í aðdraganda 2008 hrunsins. Ég ætla ekkert að fara fullyrða um það hvort það sé einhver endurteknin í loftinu eða framundan í þeim efnum. En bandarískir neytendur eru að draga saman seglin, og það er ákveðinn fórnarkostnaður við það að setja tolla,“ segir Már. Lítill fyrirsjáanleiki Lítill fyrirsjáanleiki sé í tollastefnunni og það gæti haft áhrif á viðskiptaákvarðanir annarra þjóða. „Þegar það er lítill fyrirsjáanleiki, bara ef við lítum á Svisslendinga, ég er nokkuð viss um að mörg fyrirtæki í Sviss þessa stundina séu að funda núna og spyrja sig: Hvert getum við flutt úr vörur í stað Bandaríkjanna?“ „Það er bara mjög líklegt að það verði þróunin að þjóðir fari að leita annað. En það mun þá draga úr viðskiptahallanum í Bandaríkjunum, Bandaríkin flytja þá minna inn, og ef það er meginmarkmiðið með þessari tollastefnu, það eitt og sér, þá er þeim markmiðum, ég geri ráð fyrir að þau muni nást,“ segir Már. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Bítið Bylgjan Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Sjá meira
Már segir varðandi tollastefnuna að áhrif hennar séu óljós og flókin, og breyturnar séu of margar til að hægt sé að spá fyrir um heildaráhrif hennar á hagkerfið. Staðan í þessum efnum sé eins og flókin staða á taflborði, þar sem margar breytur séu í gangi, og hlutir gætu farið í margar áttir. Þetta kemur fram í viðtali sem tekið var við Má í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem tollar Trumps voru til umræðu. Verðbólga muni aukast Már segir að tollahækkanirnar muni einfaldlega þýða að það verði erfiðara fyrir þjóðir að flytja vörur til Bandaríkjanna og keppa við bandarískar vörur. Það hafi verið ætlunin með tollunum og það sé nokkuð ljóst að hún muni heppnast. Tollarnir þýði líka að ýmsar vörur í Bandaríkjunum muni hækka í verði. „Þessi tollur, hann fer að stórum hluta út í vöruverð, þannig að verðbógla mun aukast í Bandaríkjunum.“ „Auk þess þá minnkar þetta samkeppni, það er ekki alveg útséð hvernig bandarísk fyrirtæki munu bregðast við. Munu þau hækka verð á sínum vörum þar sem minni samkeppni er til staðar eða ekki?“ Þá hafi komið fram í fréttum í síðustu viku að verið væri að skapa færri störf í Bandaríkjunum nú en nokkru sinni fyrr. Trump hafi verið ósáttur við þær tölur, sagt þær rangar. „Já hann sagði að þær væru rangar, en það komu nú sáralítið rök með þeirri staðhæfingu. En hvort sem þær eru rangar eða ekki, það má vel vera að þær séu réttar af því það er meiri óvissa. Þegar óvissa eykst, þá draga fyrirtæki gjarnan saman seglin í að skapa ný störf.“ Væntingarvísitala Bandaríkjanna hafi mælst mjög lág, og hafi sjaldan mælst eins lág og síðustu vikur og mánuði. „Seinast þegar vísitalan féll svona mikið var það í aðdraganda 2008 hrunsins. Ég ætla ekkert að fara fullyrða um það hvort það sé einhver endurteknin í loftinu eða framundan í þeim efnum. En bandarískir neytendur eru að draga saman seglin, og það er ákveðinn fórnarkostnaður við það að setja tolla,“ segir Már. Lítill fyrirsjáanleiki Lítill fyrirsjáanleiki sé í tollastefnunni og það gæti haft áhrif á viðskiptaákvarðanir annarra þjóða. „Þegar það er lítill fyrirsjáanleiki, bara ef við lítum á Svisslendinga, ég er nokkuð viss um að mörg fyrirtæki í Sviss þessa stundina séu að funda núna og spyrja sig: Hvert getum við flutt úr vörur í stað Bandaríkjanna?“ „Það er bara mjög líklegt að það verði þróunin að þjóðir fari að leita annað. En það mun þá draga úr viðskiptahallanum í Bandaríkjunum, Bandaríkin flytja þá minna inn, og ef það er meginmarkmiðið með þessari tollastefnu, það eitt og sér, þá er þeim markmiðum, ég geri ráð fyrir að þau muni nást,“ segir Már. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Bítið Bylgjan Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Sjá meira