Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 6. ágúst 2025 08:00 Málflutningur margra þeirra sem talað hafa fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið hefur lengi einkum verið á þá leið að við Íslendingar séum of fámennir til þess að standa á eigin fótum í samfélagi þjóðanna og verðum fyrir vikið að verða hluti af stærri heild. Veruleikinn er hins vegar sá að þrátt fyrir fámennið höfum við náð miklum og eftirsóttum árangri, betri en víðast hvar innan sambandsins, og erum á meðal þeirra þjóða heimsins þar sem velsæld mælist mest. Einkum vegna þess að við höfum haft valdið til þess að taka okkar eigin ákvarðanir út frá okkar eigin hagsmunum. Við hefðum til dæmis ekki fært út efnahagslögsögu Íslands ítrekað á síðustu öld og haft þá forystu um mótun hafréttar í þeim efnum sem við höfðum í andstöðu við vilja margfalt fjölmennari Evrópuríkja eins og Bretlands og Vestur-Þýzkalands ef valdið til þess hefði ekki verið í okkar höndum. Innan forvera Evrópusambandsins hefði sú ekki orðið raunin. Við hefðum að sama skapi ekki haft sigur í Icesave-deilunni á sínum tíma eða veitt makríl í eigin lögsögu ef sú hefði verið raunin. Þetta gátum við vegna þess að við höfðum ekki framselt valdið yfir eigin málum í þeim efnum. Mikilvægt er að eiga í góðu alþjóða- og milliríkjasamstarfi þar sem hagsmunir fara saman. Samstarf þjóða á jafnræðisgrunni er hins vegar eitt og samruni allt annað. Frá upphafi hefur markmiðið með samrunaþróun Evrópusambandsins og forvera þess verið að til yrði að lokum sambandsríki. Kveðið er á um þetta í Schuman-ávarpinu svonefndu frá 1950 sem markar upphaf sambandsins eins og við þekkjum það í dag og leitun hefur verið að forystumönnum innan þess á liðnum árum sem ekki hafa tekið undir það. Samhliða hefur sambandið öðlast sífellt fleiri einkenni ríkis. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi vægi landsins við ákvarðanatöku innan þess, ekki sízt í sjávarútvegs- og orkumálum, einkum eftir því hversu fjölmenn við erum. Þannig gerast kaupin einfaldlega á eyrinni í sambandinu og hafa gert í vaxandi mæli. Á þingi Evrópusambandsins hefðum við sex þingmenn af yfir 700, á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði enn verri í ráðherraráði sambandsins, valdamestu stofnun þess. Þar er að fullu miðað við íbúafjölda. Vægi okkar þar yrði aðeins á við að hafa um 5% hlutdeild í alþingismanni. Þetta yrði „sætið við borðið“. Við Íslendingar höfum einfaldlega alla burði til þess að standa áfram vörð um hagsmuni okkar sem frjálst og fullvalda ríki eins og dæmin sanna í stað þess að verða hluti af fyrirhuguðu sambandsríki sem þegar er komið langt á þeirri vegferð. Þar sem möguleikar okkar til þess að hafa áhrif á okkar eigin mál yrðu eftirleiðis sáralitlir enda einkum háðir því hversu fjölmenn við erum. Nokkuð sem rímar einmitt vel við fyrirkomulag ríkis en verr við alþjóðlegt samstarf. Ekki vegna getu eða vangetu okkar heldur einfaldlega vegna þess að þannig eru reglurnar sem gilda þar á bæ. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Málflutningur margra þeirra sem talað hafa fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið hefur lengi einkum verið á þá leið að við Íslendingar séum of fámennir til þess að standa á eigin fótum í samfélagi þjóðanna og verðum fyrir vikið að verða hluti af stærri heild. Veruleikinn er hins vegar sá að þrátt fyrir fámennið höfum við náð miklum og eftirsóttum árangri, betri en víðast hvar innan sambandsins, og erum á meðal þeirra þjóða heimsins þar sem velsæld mælist mest. Einkum vegna þess að við höfum haft valdið til þess að taka okkar eigin ákvarðanir út frá okkar eigin hagsmunum. Við hefðum til dæmis ekki fært út efnahagslögsögu Íslands ítrekað á síðustu öld og haft þá forystu um mótun hafréttar í þeim efnum sem við höfðum í andstöðu við vilja margfalt fjölmennari Evrópuríkja eins og Bretlands og Vestur-Þýzkalands ef valdið til þess hefði ekki verið í okkar höndum. Innan forvera Evrópusambandsins hefði sú ekki orðið raunin. Við hefðum að sama skapi ekki haft sigur í Icesave-deilunni á sínum tíma eða veitt makríl í eigin lögsögu ef sú hefði verið raunin. Þetta gátum við vegna þess að við höfðum ekki framselt valdið yfir eigin málum í þeim efnum. Mikilvægt er að eiga í góðu alþjóða- og milliríkjasamstarfi þar sem hagsmunir fara saman. Samstarf þjóða á jafnræðisgrunni er hins vegar eitt og samruni allt annað. Frá upphafi hefur markmiðið með samrunaþróun Evrópusambandsins og forvera þess verið að til yrði að lokum sambandsríki. Kveðið er á um þetta í Schuman-ávarpinu svonefndu frá 1950 sem markar upphaf sambandsins eins og við þekkjum það í dag og leitun hefur verið að forystumönnum innan þess á liðnum árum sem ekki hafa tekið undir það. Samhliða hefur sambandið öðlast sífellt fleiri einkenni ríkis. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi vægi landsins við ákvarðanatöku innan þess, ekki sízt í sjávarútvegs- og orkumálum, einkum eftir því hversu fjölmenn við erum. Þannig gerast kaupin einfaldlega á eyrinni í sambandinu og hafa gert í vaxandi mæli. Á þingi Evrópusambandsins hefðum við sex þingmenn af yfir 700, á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði enn verri í ráðherraráði sambandsins, valdamestu stofnun þess. Þar er að fullu miðað við íbúafjölda. Vægi okkar þar yrði aðeins á við að hafa um 5% hlutdeild í alþingismanni. Þetta yrði „sætið við borðið“. Við Íslendingar höfum einfaldlega alla burði til þess að standa áfram vörð um hagsmuni okkar sem frjálst og fullvalda ríki eins og dæmin sanna í stað þess að verða hluti af fyrirhuguðu sambandsríki sem þegar er komið langt á þeirri vegferð. Þar sem möguleikar okkar til þess að hafa áhrif á okkar eigin mál yrðu eftirleiðis sáralitlir enda einkum háðir því hversu fjölmenn við erum. Nokkuð sem rímar einmitt vel við fyrirkomulag ríkis en verr við alþjóðlegt samstarf. Ekki vegna getu eða vangetu okkar heldur einfaldlega vegna þess að þannig eru reglurnar sem gilda þar á bæ. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun