Lífið

Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Ís­lendinga

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Vinkonurnar Clairo og Laufey með Hot Ones verðlaunagripinn eftir keppnina. 
Vinkonurnar Clairo og Laufey með Hot Ones verðlaunagripinn eftir keppnina.  Instgram

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir keppti við bandarísku tónlistarkonuna Clairo í nýjasta þætti YouTube-sjónvarpsþáttanna Hot Ones Versus. Aðspurð hvort henni mislíkaði eitthvað við Ísland kaus hún að svara spurningunni ekki. 

Þættirnir eru í grunninn viðtalsþættir sem snúast um að þáttastjórnandi spyr gest sinn, þekktan einstakling, spurninga. Ef viðmælandinn neitar að svara spurningunni er honum gert að borða kjúklingavængi með sterkri sósu. 

Sean Evans þáttastjórnandi Hot Ones er hugmyndasmiðurinn á bak við spurningaþætti sem snúast um að borða sterka kjúklingavængi en dagskrárgerðarfólk víða um heim hefur síðan sótt innblástur í hugmyndina. Sem dæmi má nefna viðtalsþættina Af vængjum fram, sem framleiddir voru á Vísi fyrir kosningar í fyrra. 

Evans hefur fengið til sín fjölda Hollywood stjarna, þar á meðal Billie Eilish, Gordon Ramsay, Will Ferrell, Margot Robbie og Ashton Kutcher, og spurt þær spjörunum úr meðan þeir velja á milli þess að svara óþægilegum spurningum eða bragða á sterkum kjúklingavængjum. 

Laufey kom fram í afsprengi Hot Ones þáttanna, sem heitir Hot Ones Versus. Þar keppti hún á móti söngkonunni Clairo. Í þættinum er heimalandið tvisvar sinnum til umræðu, en annars vegar segir hún frá efitlætissnarlinu hennar á Íslandi, sem er osturinn Tindur. 

Þá var hún spurð af mótherja sínum hvort henni mislíkaði eitthvað við Ísland. 

„Þú veist að ég get ekki sagt neitt andstyggilegt. Ég hugsa að ég fái mér bita í staðinn. Ég tek stóran og feitan bita.“

Þáttinn í heild sinni má nálgast hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.