Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2025 11:12 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á þaki Hvíta hússins. Þaðan kallaði hann ítrekað til blaðamanna og reyndi að svara spurningum þeirra. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, birtist óvænt í gær á þaki Hvíta hússins þar sem hann kallaði til blaðamanna. Forsetinn varði um tuttugu mínútum á þakinu, þar sem hann var meðal annars að velta vöngum yfir væntanlegum framkvæmdum á lóð Hvíta hússins og skoða Rósagarðinn svokallaða en hann lét nýverið helluleggja stóran hluta hans. Blaðamenn vestanhafs urðu varir við að leyniskyttum fjölgaði á þaki Hvíta hússins áður en Trump birtist þar og voru því búnir að koma sér fyrir. Þegar Trump og starfsfólk hans gekk þar út kölluðu blaðamenn til hans: „Hvað ertu að gera á þakinu?“ Forsetinn kallaði til baka og sagðist vera í göngutúr. Það væri gott fyrir heilsuna. Nokkrir voru með honum á þaki vesturálmu Hvíta hússins og þar á meðal James McCrery, sem er arkitekt og mun stýra smíði nýs veislusalar við Hvíta húsið, sem á að kosta um tvö hundruð milljónir dala. Það samsvarar um 25 milljörðum króna. Á þessum tuttugu mínútum eða svo gekk Trump nokkrum sinnum í átt að blaðamönnunum til að heyra spurningar þeirra. Hann reyndi svo að svara þeim, bæði með því að kalla til þeirra og með tilraunum til táknmáls. Á einum tímapunkti sagðist hann vera að leita „nýrra leiða til að eyja peningum mínum fyrir ríkið“ og sagðist hann svo ætla að byggja „kjarnorkueldflaugar“, samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump hefur sett svip sinn á Hvíta húsið og til að mynda gert mikla breytingar á skrifstofu forsetans, með miklum gullskreytingum, og þá hefur hann látið koma fyrir stórum fánastöngum við húsið. Leyniskyttur fjölmenntu á þaki Hvíta hússins áður en Trump birtist þar í gær.AP/Evan Vucci Svaf á þakinu Samkvæmt AP þykir nokkuð sjaldgæft að sjá forseta Bandaríkjanna á þaki Hvíta hússins en það hefur gerst og að minnsta kosti einn hefur sofið þar. Jimmy Carter lét setja 32 sólarsellur á þak vesturálmunnar á áttunda áratugnum en Ronald Reagan lét fjarlægja þær þegar hann tók við embætti. Árið 1910 lét William Taft reisa fyrir sig lítinn garðskála á þakinu og svaf hann þar, vegna þess hve heitt var inn í húsinu. Trump hefur látið helluleggja stóran hluta rósagarðsins svokallaða.AP/Julia Demaree Nikhinson Rósagarðurinn í apríl 1992 á blaðamannafundi George H. W. Bush.AP/Doug Mills Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Donald Trump Bandaríkjaforseti segist elska auglýsingaherferð American Eagle með Sydney Sweeney, sem hefur verið sögð taktlaus og innihalda kynþáttahyggju, eftir að kom í ljós að leikkonan væri skráður Repúblikani. 4. ágúst 2025 10:08 Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Bandarískir öldungadeildarþingmenn fóru í gærkvöldi í mánaðarlangt sumarfrí. Það gerðu þeir án þess að hafa komist að samkomulagi um að ganga frá fjölmörgum tilnefningum Donalds Trump, forseta, til ýmissa embætta í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Trump brást reiður við og sagði Chuck Schumer, leiðtoga Demókrataflokksins í öldungadeildinni, að „fara til helvítis“. 3. ágúst 2025 08:37 Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í gærkvöldi yfirmann stofnunar sem heldur utan um tölfræði varðandi ný störf í Bandaríkjunum. Það gerði hann eftir að nýjustu tölur stofnunarinnar sýndu fram á að tiltölulega fá ný störf urðu til í landinu á öðrum ársfjórðungi. 2. ágúst 2025 09:24 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Sjá meira
Blaðamenn vestanhafs urðu varir við að leyniskyttum fjölgaði á þaki Hvíta hússins áður en Trump birtist þar og voru því búnir að koma sér fyrir. Þegar Trump og starfsfólk hans gekk þar út kölluðu blaðamenn til hans: „Hvað ertu að gera á þakinu?“ Forsetinn kallaði til baka og sagðist vera í göngutúr. Það væri gott fyrir heilsuna. Nokkrir voru með honum á þaki vesturálmu Hvíta hússins og þar á meðal James McCrery, sem er arkitekt og mun stýra smíði nýs veislusalar við Hvíta húsið, sem á að kosta um tvö hundruð milljónir dala. Það samsvarar um 25 milljörðum króna. Á þessum tuttugu mínútum eða svo gekk Trump nokkrum sinnum í átt að blaðamönnunum til að heyra spurningar þeirra. Hann reyndi svo að svara þeim, bæði með því að kalla til þeirra og með tilraunum til táknmáls. Á einum tímapunkti sagðist hann vera að leita „nýrra leiða til að eyja peningum mínum fyrir ríkið“ og sagðist hann svo ætla að byggja „kjarnorkueldflaugar“, samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump hefur sett svip sinn á Hvíta húsið og til að mynda gert mikla breytingar á skrifstofu forsetans, með miklum gullskreytingum, og þá hefur hann látið koma fyrir stórum fánastöngum við húsið. Leyniskyttur fjölmenntu á þaki Hvíta hússins áður en Trump birtist þar í gær.AP/Evan Vucci Svaf á þakinu Samkvæmt AP þykir nokkuð sjaldgæft að sjá forseta Bandaríkjanna á þaki Hvíta hússins en það hefur gerst og að minnsta kosti einn hefur sofið þar. Jimmy Carter lét setja 32 sólarsellur á þak vesturálmunnar á áttunda áratugnum en Ronald Reagan lét fjarlægja þær þegar hann tók við embætti. Árið 1910 lét William Taft reisa fyrir sig lítinn garðskála á þakinu og svaf hann þar, vegna þess hve heitt var inn í húsinu. Trump hefur látið helluleggja stóran hluta rósagarðsins svokallaða.AP/Julia Demaree Nikhinson Rósagarðurinn í apríl 1992 á blaðamannafundi George H. W. Bush.AP/Doug Mills
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Donald Trump Bandaríkjaforseti segist elska auglýsingaherferð American Eagle með Sydney Sweeney, sem hefur verið sögð taktlaus og innihalda kynþáttahyggju, eftir að kom í ljós að leikkonan væri skráður Repúblikani. 4. ágúst 2025 10:08 Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Bandarískir öldungadeildarþingmenn fóru í gærkvöldi í mánaðarlangt sumarfrí. Það gerðu þeir án þess að hafa komist að samkomulagi um að ganga frá fjölmörgum tilnefningum Donalds Trump, forseta, til ýmissa embætta í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Trump brást reiður við og sagði Chuck Schumer, leiðtoga Demókrataflokksins í öldungadeildinni, að „fara til helvítis“. 3. ágúst 2025 08:37 Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í gærkvöldi yfirmann stofnunar sem heldur utan um tölfræði varðandi ný störf í Bandaríkjunum. Það gerði hann eftir að nýjustu tölur stofnunarinnar sýndu fram á að tiltölulega fá ný störf urðu til í landinu á öðrum ársfjórðungi. 2. ágúst 2025 09:24 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Sjá meira
Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Donald Trump Bandaríkjaforseti segist elska auglýsingaherferð American Eagle með Sydney Sweeney, sem hefur verið sögð taktlaus og innihalda kynþáttahyggju, eftir að kom í ljós að leikkonan væri skráður Repúblikani. 4. ágúst 2025 10:08
Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Bandarískir öldungadeildarþingmenn fóru í gærkvöldi í mánaðarlangt sumarfrí. Það gerðu þeir án þess að hafa komist að samkomulagi um að ganga frá fjölmörgum tilnefningum Donalds Trump, forseta, til ýmissa embætta í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Trump brást reiður við og sagði Chuck Schumer, leiðtoga Demókrataflokksins í öldungadeildinni, að „fara til helvítis“. 3. ágúst 2025 08:37
Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í gærkvöldi yfirmann stofnunar sem heldur utan um tölfræði varðandi ný störf í Bandaríkjunum. Það gerði hann eftir að nýjustu tölur stofnunarinnar sýndu fram á að tiltölulega fá ný störf urðu til í landinu á öðrum ársfjórðungi. 2. ágúst 2025 09:24