Innlent

Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Þyrlan var í útkalli þegar þetta útkall barst.
Þyrlan var í útkalli þegar þetta útkall barst. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt í þessu vegna umferðarslyss á Skeiða- og Hrunamannavegi skammt frá Flúðum. Tveir bílar skullu saman.

Hún var við það að lenda í Reykjavík eftir að hafa verið gerð út á Fimmvörðuháls þegar kallið barst. Fyllt var á eldsneytisbirgðir þyrlunnar og nú er hún farin af stað. 

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Lítið liggur fyrir um aðstæður á vettvangi eða hvort einhver hafi slasast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×