Fótbolti

Sara Björk á­fram í Sádi-Arabíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sara Björk í einum af fjölmörgum leikjum sínum með íslenska landsliðinu.
Sara Björk í einum af fjölmörgum leikjum sínum með íslenska landsliðinu. Marcio Machado/Eurasia Sport Images/Getty Images

Sara Björk Gunnarsdóttir hefur framlengt samning við Al-Qadsiah í Sádi-Arabíu.

Hin 34 ára gamla Sara Björk er ein besta íþróttakona sem Ísland hefur alið. Hún sigraði á sínum Meistaradeild Evrópu með Lyon ásamt því að leika alls 145 A-landsleiki fyrir Íslands hönd frá 2007-2022.

Það var á síðasta ári, eftir að samningur hennar við Juventus á Ítalíu rann út, að Sara Björk fór til Sádi-Arabíu. Hún spilaði 19 leiki á sínu fyrsta ári og lét svo sannarlega til sín taka. Mörkin urðu 11 talsins og stoðsendingarnar sex.

Það er því eðlilegt að Al-Qadsiah hafi viljað halda landsliðsfyrirliðanum fyrrverandi. Nú hefur Sara Björk slegið til og mun hún því vera annað tímabil í Sádi-Arabíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×