Innlent

Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkra­bíl

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Áreksturinn varð skammt frá Flúðum í Hrunamannahreppi.
Áreksturinn varð skammt frá Flúðum í Hrunamannahreppi. Vísir/Vilhelm

Sex manns voru í bílunum tveimur sem skullu harkalega saman á Skeiða- og Hrunamannavegi á sjöunda tímanum í kvöld.

Greint var frá því fyrr í kvöld að þyrla Landhelgisgæslunnar hefði verið kölluð út vegna harðs áreksturs tveggja bíla í nágrenni við Flúðir.

Tveir voru fluttir af vettvangi með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík til rannsókna og aðhlynningar, greinir Lögreglan á Suðurlandi frá á samfélagsmiðlum.

Lögregla segir ekki hægt að fullyrða um alvarleika meiðsla að svo stöddu en aðrir sem voru um borð í bílunum voru fluttir af vettvangi með sjúkrabílum þar sem þeir voru taldir minna meiddir.

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar tildrög slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×