Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2025 23:19 Konráð Guðjónsson er fyrrum efnahagsráðgjafi ríkissjórnarinnar og aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm/Ívar Fannar Fimmtán prósenta tollar á mestöllum útflutningi til Bandaríkjanna taka gildi á morgun og enn er óljóst hvort verndartollar verði lagðir á útflutning á járnblendi til Evrópusambandsins. Hagfræðingur segir Ísland sleppa vel en að tollarnir gætu haft áhrif á hagsæld okkar til lengri tíma. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lýsti hækkunum tolla á útflutningsvörur til Bandaríkjanna sem miklum vonbrigðum í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. Stjórnvöld hafi ekki enn hafið formlegar viðræður við bandarísk yfirvöld þeirra vegna en að þrýst sé á um að þær hefjist sem fyrst. Hún segir breyttan veruleika blasa við í alþjóðaviðskiptum og að þjóðir heimsins séu að fóta sig í nýjum heimi. Vöruútflutningur Íslendinga til Bandaríkjanna frá árinu 2020 og til dagsins í dag nema tæplega 430 milljörðum króna og því er ljóst að mikið sé undir. Til samanburðar nemur kostnaður við byggingu nýs Landspítala 211 milljörðum króna. Til allrar luku eru lyf, lækningavörur og þjónusta enn sem komið er undanþegin tollum en Ísland flytur talsvert út af lyfjum vestur um haf. Munar um útflutningstekjurnar Konráð Guðjónsson hagfræðingur segir áhrif tollahækkananna margvísleg. Íslensk fyrirtæki sem stundi útflutning til Bandaríkjanna standi verr en áður og gætu þurft að sætta sig við lægra verðlag. Það geti komið til með að hafa áhrif á afkomu þeirra og þannig mögulega störf og almenna hagsæld á Íslandi. „Þetta skerðir mögulega kaupmátt okkar ef áhrifin á útflutning verða það mikil,“ segir hann. Hann segir þó að, eins og það horfir við okkur í dag, sé ekki tilefni til stórtækra áhyggna. Hagkerfið í heild sinni sé ekki í stórkostlegri hættu þó tollarnir geti komið ansi illa niður á ákveðnum geirum eða fyrirtækjum. „Maður hefur kannski meiri áhyggjur gagnvart Bandaríkjunum ef þeir fara að setja á lyfjaiðnaðinn því hátt í helmingur af því sem við flytjum út til Bandaríkjanna í vörum eru lyf og lækningavörur og það skiptir okkur gríðarlegu máli,“ segir Konráð. „Svo er líka alvarlegt ef það verða settir tollar á kísiljárn sem við erum að flytja út fyrir einhverja 25 milljarða samtals á ári. Það munar um slíkar útflutningstekjur,“ segir hann. Sleppum vel Eins og þeir sem eru að flytja út fisk. Það er settur tollur á fisk, þurfa þeir þá að lækka verðið, minnkar salan talsvert? „Í raun getur allt af þessu gerst. En það sem hjálpar okkur, því maður leyfir sér alltaf að vera smábjartsýnn í leiðinni þó heilt yfir séu áhrif af tollum eiginlega undantekningalaust neikvæð. En það sem er kannski kosturinn við þetta er að við erum að sleppa nokkuð vel frá tollunum gagnvart Bandaríkjunum miðað við margar aðrar þjóðir þó að við séum mjög útflutningsdrifin þjóð,“ segir Konráð. Sjá einnig: Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Yrði ástandið verra fyrir neytendur ef við færum að setja tolla á bandarískar vörur? „Ég ætla að vona að við séum ekki á leiðinni þangað. Það myndi náttúrlega þýða það að vöruverð á því sem við flytjum inn, það er allt innflutt, að það geti hækkað,“ segir hann. „Hagfræðingar eru sammála um fátt en það eina sem við erum nánast allir sammála um sé að tollar séu almennt skaðlegirog mjög ópraktísk nálgun til að vinna gegn einhverjum hagsmunum eða sækja tekjur til ríkissjóðs,“ segir Konráð Guðjónsson hagfræðingur. Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Bandaríkin Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lýsti hækkunum tolla á útflutningsvörur til Bandaríkjanna sem miklum vonbrigðum í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. Stjórnvöld hafi ekki enn hafið formlegar viðræður við bandarísk yfirvöld þeirra vegna en að þrýst sé á um að þær hefjist sem fyrst. Hún segir breyttan veruleika blasa við í alþjóðaviðskiptum og að þjóðir heimsins séu að fóta sig í nýjum heimi. Vöruútflutningur Íslendinga til Bandaríkjanna frá árinu 2020 og til dagsins í dag nema tæplega 430 milljörðum króna og því er ljóst að mikið sé undir. Til samanburðar nemur kostnaður við byggingu nýs Landspítala 211 milljörðum króna. Til allrar luku eru lyf, lækningavörur og þjónusta enn sem komið er undanþegin tollum en Ísland flytur talsvert út af lyfjum vestur um haf. Munar um útflutningstekjurnar Konráð Guðjónsson hagfræðingur segir áhrif tollahækkananna margvísleg. Íslensk fyrirtæki sem stundi útflutning til Bandaríkjanna standi verr en áður og gætu þurft að sætta sig við lægra verðlag. Það geti komið til með að hafa áhrif á afkomu þeirra og þannig mögulega störf og almenna hagsæld á Íslandi. „Þetta skerðir mögulega kaupmátt okkar ef áhrifin á útflutning verða það mikil,“ segir hann. Hann segir þó að, eins og það horfir við okkur í dag, sé ekki tilefni til stórtækra áhyggna. Hagkerfið í heild sinni sé ekki í stórkostlegri hættu þó tollarnir geti komið ansi illa niður á ákveðnum geirum eða fyrirtækjum. „Maður hefur kannski meiri áhyggjur gagnvart Bandaríkjunum ef þeir fara að setja á lyfjaiðnaðinn því hátt í helmingur af því sem við flytjum út til Bandaríkjanna í vörum eru lyf og lækningavörur og það skiptir okkur gríðarlegu máli,“ segir Konráð. „Svo er líka alvarlegt ef það verða settir tollar á kísiljárn sem við erum að flytja út fyrir einhverja 25 milljarða samtals á ári. Það munar um slíkar útflutningstekjur,“ segir hann. Sleppum vel Eins og þeir sem eru að flytja út fisk. Það er settur tollur á fisk, þurfa þeir þá að lækka verðið, minnkar salan talsvert? „Í raun getur allt af þessu gerst. En það sem hjálpar okkur, því maður leyfir sér alltaf að vera smábjartsýnn í leiðinni þó heilt yfir séu áhrif af tollum eiginlega undantekningalaust neikvæð. En það sem er kannski kosturinn við þetta er að við erum að sleppa nokkuð vel frá tollunum gagnvart Bandaríkjunum miðað við margar aðrar þjóðir þó að við séum mjög útflutningsdrifin þjóð,“ segir Konráð. Sjá einnig: Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Yrði ástandið verra fyrir neytendur ef við færum að setja tolla á bandarískar vörur? „Ég ætla að vona að við séum ekki á leiðinni þangað. Það myndi náttúrlega þýða það að vöruverð á því sem við flytjum inn, það er allt innflutt, að það geti hækkað,“ segir hann. „Hagfræðingar eru sammála um fátt en það eina sem við erum nánast allir sammála um sé að tollar séu almennt skaðlegirog mjög ópraktísk nálgun til að vinna gegn einhverjum hagsmunum eða sækja tekjur til ríkissjóðs,“ segir Konráð Guðjónsson hagfræðingur.
Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Bandaríkin Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira