Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar 7. ágúst 2025 10:01 Í sumar fengu yfir fjörutíu einstaklingar loks aðgang að lífsnauðsynlegri meðferð hjá SÁÁ á Vík. Þrátt fyrir að fjármunir hafi verið fyrir hendi hafa stjórnvöld síðustu ár tekið meðvitaða ákvörðun um að fjármagna ekki rekstur meðferðarheimilisins yfir sumarmánuðina. Afleiðingin hefur verið sú að veikum einstaklingum hefur í raun verið gert að senda grafalvarlegan sjúkdóm í „sumarfrí“. Afleiðingar þessara lokana hafa verið víðtækar, ekki aðeins fyrir þá sem þurfa á meðferð að halda, heldur einnig fyrir fjölskyldur þeirra, börn, foreldra og samfélagið í heild. Sumaropnun SÁÁ markar tímamót í baráttunni gegn fíknisjúkdómum á Íslandi og sýnir svart á hvítu hvernig pólitískur vilji getur leitt til raunverulegra umbóta. Inga Sæland hefur allt frá því að Flokkur fólksins tók fyrst sæti á Alþingi árið 2017 haft það eitt af sínu helsta baráttumáli að afnema það furðulega fyrirkomulag að loka lífsnauðsynlegum meðferðarúrræðum yfir sumarmánuðina. Því er sérstaklega ánægjulegt að sjá þessa baráttu skila árangri. Í fjáraukalögum í júní síðastliðnum samþykkti ríkisstjórn Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar 350 milljóna króna aukafjárveitingu til að efla úrræði í fíknimeðferð. Með þeirri ákvörðun hefur verið tryggt að: Engar sumarlokanir verða lengur hjá SÁÁ, Krýsuvíkursamtökunum eða meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti; þessi úrræði geta nú haldist opin allan ársins hring. Göngudeildir geð- og fíknisjúkdóma á Landspítalanum hafa fengið aukið fjármagn til að styrkja þjónustuna og fjárstuðningur við ýmis skaðaminnkandi úrræði hefur verið aukinn. Þetta er skýrt dæmi um hvað getur gerst þegar ríkisstjórn setur fólkið og velferð þess í forgang. Það leiðir til raunverulegra breytinga sem hafa bein áhrif á líf einstaklinga, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild. Þetta er kjarninn í því sem Flokkur fólksins stendur fyrir og við erum stolt af að hafa komið þessu máli í framkvæmd. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Helgi Pálmason Flokkur fólksins Fíkn Mest lesið Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Sjá meira
Í sumar fengu yfir fjörutíu einstaklingar loks aðgang að lífsnauðsynlegri meðferð hjá SÁÁ á Vík. Þrátt fyrir að fjármunir hafi verið fyrir hendi hafa stjórnvöld síðustu ár tekið meðvitaða ákvörðun um að fjármagna ekki rekstur meðferðarheimilisins yfir sumarmánuðina. Afleiðingin hefur verið sú að veikum einstaklingum hefur í raun verið gert að senda grafalvarlegan sjúkdóm í „sumarfrí“. Afleiðingar þessara lokana hafa verið víðtækar, ekki aðeins fyrir þá sem þurfa á meðferð að halda, heldur einnig fyrir fjölskyldur þeirra, börn, foreldra og samfélagið í heild. Sumaropnun SÁÁ markar tímamót í baráttunni gegn fíknisjúkdómum á Íslandi og sýnir svart á hvítu hvernig pólitískur vilji getur leitt til raunverulegra umbóta. Inga Sæland hefur allt frá því að Flokkur fólksins tók fyrst sæti á Alþingi árið 2017 haft það eitt af sínu helsta baráttumáli að afnema það furðulega fyrirkomulag að loka lífsnauðsynlegum meðferðarúrræðum yfir sumarmánuðina. Því er sérstaklega ánægjulegt að sjá þessa baráttu skila árangri. Í fjáraukalögum í júní síðastliðnum samþykkti ríkisstjórn Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar 350 milljóna króna aukafjárveitingu til að efla úrræði í fíknimeðferð. Með þeirri ákvörðun hefur verið tryggt að: Engar sumarlokanir verða lengur hjá SÁÁ, Krýsuvíkursamtökunum eða meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti; þessi úrræði geta nú haldist opin allan ársins hring. Göngudeildir geð- og fíknisjúkdóma á Landspítalanum hafa fengið aukið fjármagn til að styrkja þjónustuna og fjárstuðningur við ýmis skaðaminnkandi úrræði hefur verið aukinn. Þetta er skýrt dæmi um hvað getur gerst þegar ríkisstjórn setur fólkið og velferð þess í forgang. Það leiðir til raunverulegra breytinga sem hafa bein áhrif á líf einstaklinga, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild. Þetta er kjarninn í því sem Flokkur fólksins stendur fyrir og við erum stolt af að hafa komið þessu máli í framkvæmd. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar