„Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2025 12:24 Hannes Hólmsteinn er prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, og Ingólfur Gíslason er aðjúnkt við menntavísindasvið sama skóla. Hannes segir Ingólf sekan um gyðingahatur en Ingólfur segir sniðgöngukröfuna ekki byggða á þjóðerni. Vísir/Vilhelm Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir rektor Háskóla Íslands eiga að áminna Ingólf Gíslason, fyrir virka tilraun með ofbeldi til að hefta málfrelsi og rannsóknarfrelsi innan skólans, með því að hafa afstýrt fyrirlestri ísraelsks prófessors í gær. Ingólfur segir að Háskóli Íslands sé ekki stofnun þar sem stjórnendur skipti sér af eða viti af einstökum atburðum eða verkefnum. Fyrirlestri Gil S. Epstein, ísraelsks prófessors í hagfræði við Bar-Ilan-háskólann í Ísrael, sem haldinn var á Þjóðminjasafninu í gær, var aflýst um tuttugu mínútum eftir að hann átti að hefjast. Hópur mótmælenda mætti á fyrirlesturinn og mótmælti því að starfsmaður við stofnun sem styddi Ísraelsher opinberlega flytti fyrirlesturinn. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, stóð fyrir fyrirlestrinum en hann sagði það hafa verið mat skipuleggjenda að ekki ætti að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrir að þeir gætu lýst niðurstöðum rannsókna. Rektor eigi að áminna Ingólf Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að yfirgangur gyðingahatara sé algerlega óþolandi. Rektor eigi að áminna Ingólf Gíslason fyrir virka tilraun með ofbeldi til að hefta málfrelsi og rannsóknarfrelsi innan Háskóla Íslands. Hann hafi sjálfur skipulagt fund á sama stað á síðasta ári með ísraelskum heimspekingi, en hann hafi gert miklar öryggisráðstafanir. „Ég skil ekki barnaskapinn í fundarboðendum. Auðvitað hlutu gyðingahatararnir að hleypa fundinum upp.“ „Ég hélt 14. október 2024 fund á sama stað með ísraelskum heimspekingi, sem hafði gegnt herþjónustu í Ísraelsher, Ely Lassman, og hann sagði margt mjög merkilegt. Ég auglýsti fundinn ekki, heldur boðaði hann beint þeim, sem hefðu áhuga, og var húsfyllir.“ „Jafnframt gerði ég hljóðlega ráðstafanir til þess, hefðu gyðingahatararnir (nasistar nútímans) mætt, að nægilegt afl væri á staðnum til þess að stugga þeim á brott. Fundurinn með Lassman tókst hið besta,“ segir Hannes í færslu á samfélagsmiðlum.“ Sniðgöngukrafan byggi ekki á þjóðerni Ingólfur Gíslason, sem er aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir í færslu á samfélagsmiðlum að sniðgöngukrafan um Gil Epstein byggi ekki á þjóðerni. Það sem skipti máli sé ábyrgðarstaða hans innan ísraelska herveldisins. „Öllu venjulegu fólki misbýður þegar fjöldamorðingjum er boðið að kynna „rannsóknir“ sínar, milli þess sem hann beitir vopnum sínum. Gylfi Zoega telur að það sé ekkert vandamál - hann geti einfaldlega lagt til glæpina hliðar á meðan,“ segir Ingólfur um málið. „Gil er einhvers konar sviðsforseti eða formaður innan Bar-Ilan háskóla, og hefur opinberlega, fyrir hönd þess skóla lýst stuðningi við þjóðarmorðið (ég læt tvö skjáskot fylgja). Bar-Ilan háskóli styður opinberlega og efnislega við ólöglegt hernám Ísraels í Palestínu og auðvitað yfirstandandi þjóðarmorð.“ Ingólfur bendir á að stofnunin sem hélt viðburðinn heyri ekki beint undir Háskóla Íslands, og háskólinn sé ekki stofnun þar sem stjórnendur skipti sér af eða viti af einstökum atburðum eða verkefnum. Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands, hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu það sem af er degi. Ísrael Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Fyrirlestri Gil S. Epstein, ísraelsks prófessors í hagfræði við Bar-Ilan-háskólann í Ísrael, sem haldinn var á Þjóðminjasafninu í gær, var aflýst um tuttugu mínútum eftir að hann átti að hefjast. Hópur mótmælenda mætti á fyrirlesturinn og mótmælti því að starfsmaður við stofnun sem styddi Ísraelsher opinberlega flytti fyrirlesturinn. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, stóð fyrir fyrirlestrinum en hann sagði það hafa verið mat skipuleggjenda að ekki ætti að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrir að þeir gætu lýst niðurstöðum rannsókna. Rektor eigi að áminna Ingólf Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að yfirgangur gyðingahatara sé algerlega óþolandi. Rektor eigi að áminna Ingólf Gíslason fyrir virka tilraun með ofbeldi til að hefta málfrelsi og rannsóknarfrelsi innan Háskóla Íslands. Hann hafi sjálfur skipulagt fund á sama stað á síðasta ári með ísraelskum heimspekingi, en hann hafi gert miklar öryggisráðstafanir. „Ég skil ekki barnaskapinn í fundarboðendum. Auðvitað hlutu gyðingahatararnir að hleypa fundinum upp.“ „Ég hélt 14. október 2024 fund á sama stað með ísraelskum heimspekingi, sem hafði gegnt herþjónustu í Ísraelsher, Ely Lassman, og hann sagði margt mjög merkilegt. Ég auglýsti fundinn ekki, heldur boðaði hann beint þeim, sem hefðu áhuga, og var húsfyllir.“ „Jafnframt gerði ég hljóðlega ráðstafanir til þess, hefðu gyðingahatararnir (nasistar nútímans) mætt, að nægilegt afl væri á staðnum til þess að stugga þeim á brott. Fundurinn með Lassman tókst hið besta,“ segir Hannes í færslu á samfélagsmiðlum.“ Sniðgöngukrafan byggi ekki á þjóðerni Ingólfur Gíslason, sem er aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir í færslu á samfélagsmiðlum að sniðgöngukrafan um Gil Epstein byggi ekki á þjóðerni. Það sem skipti máli sé ábyrgðarstaða hans innan ísraelska herveldisins. „Öllu venjulegu fólki misbýður þegar fjöldamorðingjum er boðið að kynna „rannsóknir“ sínar, milli þess sem hann beitir vopnum sínum. Gylfi Zoega telur að það sé ekkert vandamál - hann geti einfaldlega lagt til glæpina hliðar á meðan,“ segir Ingólfur um málið. „Gil er einhvers konar sviðsforseti eða formaður innan Bar-Ilan háskóla, og hefur opinberlega, fyrir hönd þess skóla lýst stuðningi við þjóðarmorðið (ég læt tvö skjáskot fylgja). Bar-Ilan háskóli styður opinberlega og efnislega við ólöglegt hernám Ísraels í Palestínu og auðvitað yfirstandandi þjóðarmorð.“ Ingólfur bendir á að stofnunin sem hélt viðburðinn heyri ekki beint undir Háskóla Íslands, og háskólinn sé ekki stofnun þar sem stjórnendur skipti sér af eða viti af einstökum atburðum eða verkefnum. Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands, hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu það sem af er degi.
Ísrael Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent