Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Agnar Már Másson skrifar 8. ágúst 2025 17:09 Síðan þessi myndin var tekin í desember hafa stjórnarflokkarnir varið að minnsta kosti tveimur milljónum króna í auglýsingar á Facebook og Instagram. Vísir/Vilhelm Flokkur fólksins hefur varið einni og hálfri milljón króna í auglýsingar á Meta þann tíma sem flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn, sem er næstum því jafn mikið og allir hinir flokkarnir samanlagt. Frá áramótum hefur Framsókn keypt næstmest af auglýsingum á miðlum Marks Zuckerbergs en síðasta áratug hefur hlutfall auglýsingatekna sem rennur til innlendra miðla minnkað verulega. Fréttastofa hefur farið yfir gögn frá samfélagsmiðlarisanum Meta, sem rekur Instagram og Facebook með meiru, en þar má sjá að stjórnarflokkar, sem og stjórnarandstöðuflokkar, hafi keypt fjölda auglýsinga síðustu mánuði frá ársbyrjun 2025 og eytt í það hundruðum þúsunda króna. Flokkur fólksins er í broddi þeirrar fylkingar en hann hefur frá áramótum keypt 165 auglýsingar á Instagram og Facebook. Þar má sjá að heildarupphæðin nemi að lágmarki 1,48 milljónum króna og að hamarki tæplega 1,9 milljónum. Enn fremur má lesa að markhópur auglýsinganna sé aðallega konur á sjötugsaldri eða eldri. Samfylkingin með hálfa milljón og Viðreisn á annað hundrað þúsunda Hinir stjórnarflokkarnir tveir, Samfylkingin og Viðreisn, hafa einnig verið duglegir að kaupa auglýsingar af Meta. Samfylkingin, sem mældist nýlega með 35 prósenta fylgi, hefur varið 540 til 705 þúsund krónum í áróður á miðlum Zuckerbergs þá rúmu sjö mánuði sem flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn. Þarna eru undirfélög Samfylkingarinnar þó ekki meðtalin og ekki heldur einstakir ráðherrar, til dæmis Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og flokksformaður, og Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra, sem hafa bæði sett þó nokkra tíu þúsund kalla í auglýsingar í eigin nafni síðustu mánuði. Kristrún Frostadóttir hefur varið nokrum tugum þúsunda í auglýsingar í eigin nafni síðustu mánuði.Vísir/Ívar Fannar Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður hefur einnig keypt auglýsingar á Meta fyrir 40 þúsund krónur síðustu þrjá mánuði og Þórður Snær Júlíusson framkvæmdastjóri þingflokksins hefur varið 50 þúsund krónum síðustu mánuði í auglýsingar á fréttabréfinu sínu. Kristján Þórður Snæbjarnarson þingmaður hefur einnig varið um tíu þúsund krónum í auglýsingar á Meta þetta kjörtímabil. Viðreisnarmenn virðast sparsamastir af ríkisstjórnarflokkunum hvað auglýsingakaup af Meta varðar. Flokkurinn hefur þó varið að lágmarki 150 þúsund krónum í auglýsingar meðan flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn. Þá hefur atvinnuvegaráðuneytið, sem er undir stjórn flokksins, þó varið nokkrum tíu þúsund köllum í auglýsingar á Facebook síðustu mánuði. Framsókn spreðað næstmest Af stjórnarandstöðuflokkunum er Framsóknarflokkurinn kaupglaðastur á kjörtímabilinu en flokkurinn hefur keypt auglýsingar á Meta fyrir að lágmarki 717 þúsund krónur það sem af er ári, samkvæmt gögnum Meta. Mest varð eyðslan í febrúar þegar flokkurinn varði um 264 þúsund krónum á Meta. Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins, sem hefur varið 700 milljónum í auglýsingar á miðlum Meta frá ársbyrjun.Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn hefur á síðasta kjörtímabili varið að lágmarki 193,5 þúsund krónum en fulltrúar hans hafa þó margir auglýst sjálfir varið allnokkru fé í auglýsingar á Meta, þar á meðal Diljá Mist og Guðrún Hafsteinsdóttir flokksformaður en þær keyptu báðar margar auglýsingar í kringum landsfundarframboðin sín í febrúar. Síðustu 90 daga hefur Guðrún keypt fyrir 36 þúsund og Diljá fyrir 20 þúsund. Miðflokkurinn virðist sá flokkur sem hefur varið hvað minnstum fjármunum í auglýsingar á Meta það sem af er kjörtímabilinu, eða um 150 þúsund að lágmarki, þar af um þriðjung í maí. Tíu prósent af öllu áróðursfé kom frá Flokki fólksins Þessar upphæðir líkjast vitaskuld krækiberi í víti bornar saman við það fjármagn sem flokkarnir dældu í Meta-auglýsingar í kosningunum í nóvember. Sjálfstæðisflokkurinn eyddi mest í nóvember 2024 (tæplega 9 m.kr.) og Flokkur fólksins næstmest um (7 m.kr.). Síðan í ágúst 2020 hafa íslenskir auglýsendur greitt miðlum Marks Zuckerbergs samtals um 243 milljónir króna í auglýsingar undir flokknum „málefni og stjórnmál“ og ríflega tíu prósent af því eru frá Flokki fólksins, þ.e. ríflega 26 milljónir. Samkvæmt vef Meta er Sjálfstæðisflokkurinn næststærsti spreðari síðustu fimm ára í þrettán milljónum og svo Samfylkingin þar á eftir í tólf milljónum. Þegar í harðbakkann slær er Facebook mér nær Auglýsingakaup Flokks fólksins síðasta hálfa ár eru enn fremur áhugaverð þegar sett í samhengi við málin sem komið hafa upp í kringum flokkinn meðan hann hefur verið í ríkisstjórn. Eftir kosningarnar 31. nóvember 2024 hafði Flokkur fólksins nefnilega ekki keypt staka auglýsingu á Meta í tæpa tvo mánuði. En skömmu eftir að greint hafði verið frá því að flokkurinn hefði ranglega hlotið fjölda styrkja sem stjórnmálasamtök, þrátt fyrir að vera félagasamtök, keypti flokkurinn staka auglýsingu fyrir 25 þúsund krónur til að dreifa viðtalsklippu úr útvarpi Sögu þar sem Inga Sæland flokksformaður svaraði gagnrýni vegna málsins. Mest spreðaði flokkurinn í ár eftir að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem barnamálaráðherra, þá í kjölfar fréttaflutnings af gömlu ástarsambandi hennar við unglingsdreng þegar hún var 22 ára. Þá varði flokkurinn rúmlega 240 til 300 þúsund krónum í auglýsingar hjá Meta á tæplega tveimur vikum — þar af hundrað þúsund krónum á einum degi, 31. mars. Næstu tvo mánuði jókst eyðsla flokksins í auglýsingar á Facebook enn frekar. Allir stjórnarflokkarnir eyddu mestu í júní þegar umræður um veiðigjöld og bókun 35 höfðu dregist á langinn og mikil úlfúð myndast milli stjórnarandstæðinga og stjórnar. Fé til innlendra miðla minnkar Auglýsendur hafa í auknum mæli auglýst á erlendum miðlum frekar en íslenskum og nýjustu mælingar, sem eru frá 2023, sýna að 49 prósent alls auglýsingafjár hafi farið í erlenda miðla samkvæmt gögnum frá hagstofunni. Árið 2012 nam hlutdeild erlendra miðla fjórum prósentum. Hagstofan sagði í fréttatilkynningu í fyrra að gera megi fastlega ráð fyrir því að stærstur hluti þeirrar upphæðar sem varið er til kaupa á auglýsingum í erlendum miðlum sé vegna auglýsinga á vef, á samfélagsmiðlum og leitarsíðum. Fjölmiðlar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Meta Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Fréttastofa hefur farið yfir gögn frá samfélagsmiðlarisanum Meta, sem rekur Instagram og Facebook með meiru, en þar má sjá að stjórnarflokkar, sem og stjórnarandstöðuflokkar, hafi keypt fjölda auglýsinga síðustu mánuði frá ársbyrjun 2025 og eytt í það hundruðum þúsunda króna. Flokkur fólksins er í broddi þeirrar fylkingar en hann hefur frá áramótum keypt 165 auglýsingar á Instagram og Facebook. Þar má sjá að heildarupphæðin nemi að lágmarki 1,48 milljónum króna og að hamarki tæplega 1,9 milljónum. Enn fremur má lesa að markhópur auglýsinganna sé aðallega konur á sjötugsaldri eða eldri. Samfylkingin með hálfa milljón og Viðreisn á annað hundrað þúsunda Hinir stjórnarflokkarnir tveir, Samfylkingin og Viðreisn, hafa einnig verið duglegir að kaupa auglýsingar af Meta. Samfylkingin, sem mældist nýlega með 35 prósenta fylgi, hefur varið 540 til 705 þúsund krónum í áróður á miðlum Zuckerbergs þá rúmu sjö mánuði sem flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn. Þarna eru undirfélög Samfylkingarinnar þó ekki meðtalin og ekki heldur einstakir ráðherrar, til dæmis Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og flokksformaður, og Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra, sem hafa bæði sett þó nokkra tíu þúsund kalla í auglýsingar í eigin nafni síðustu mánuði. Kristrún Frostadóttir hefur varið nokrum tugum þúsunda í auglýsingar í eigin nafni síðustu mánuði.Vísir/Ívar Fannar Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður hefur einnig keypt auglýsingar á Meta fyrir 40 þúsund krónur síðustu þrjá mánuði og Þórður Snær Júlíusson framkvæmdastjóri þingflokksins hefur varið 50 þúsund krónum síðustu mánuði í auglýsingar á fréttabréfinu sínu. Kristján Þórður Snæbjarnarson þingmaður hefur einnig varið um tíu þúsund krónum í auglýsingar á Meta þetta kjörtímabil. Viðreisnarmenn virðast sparsamastir af ríkisstjórnarflokkunum hvað auglýsingakaup af Meta varðar. Flokkurinn hefur þó varið að lágmarki 150 þúsund krónum í auglýsingar meðan flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn. Þá hefur atvinnuvegaráðuneytið, sem er undir stjórn flokksins, þó varið nokkrum tíu þúsund köllum í auglýsingar á Facebook síðustu mánuði. Framsókn spreðað næstmest Af stjórnarandstöðuflokkunum er Framsóknarflokkurinn kaupglaðastur á kjörtímabilinu en flokkurinn hefur keypt auglýsingar á Meta fyrir að lágmarki 717 þúsund krónur það sem af er ári, samkvæmt gögnum Meta. Mest varð eyðslan í febrúar þegar flokkurinn varði um 264 þúsund krónum á Meta. Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins, sem hefur varið 700 milljónum í auglýsingar á miðlum Meta frá ársbyrjun.Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn hefur á síðasta kjörtímabili varið að lágmarki 193,5 þúsund krónum en fulltrúar hans hafa þó margir auglýst sjálfir varið allnokkru fé í auglýsingar á Meta, þar á meðal Diljá Mist og Guðrún Hafsteinsdóttir flokksformaður en þær keyptu báðar margar auglýsingar í kringum landsfundarframboðin sín í febrúar. Síðustu 90 daga hefur Guðrún keypt fyrir 36 þúsund og Diljá fyrir 20 þúsund. Miðflokkurinn virðist sá flokkur sem hefur varið hvað minnstum fjármunum í auglýsingar á Meta það sem af er kjörtímabilinu, eða um 150 þúsund að lágmarki, þar af um þriðjung í maí. Tíu prósent af öllu áróðursfé kom frá Flokki fólksins Þessar upphæðir líkjast vitaskuld krækiberi í víti bornar saman við það fjármagn sem flokkarnir dældu í Meta-auglýsingar í kosningunum í nóvember. Sjálfstæðisflokkurinn eyddi mest í nóvember 2024 (tæplega 9 m.kr.) og Flokkur fólksins næstmest um (7 m.kr.). Síðan í ágúst 2020 hafa íslenskir auglýsendur greitt miðlum Marks Zuckerbergs samtals um 243 milljónir króna í auglýsingar undir flokknum „málefni og stjórnmál“ og ríflega tíu prósent af því eru frá Flokki fólksins, þ.e. ríflega 26 milljónir. Samkvæmt vef Meta er Sjálfstæðisflokkurinn næststærsti spreðari síðustu fimm ára í þrettán milljónum og svo Samfylkingin þar á eftir í tólf milljónum. Þegar í harðbakkann slær er Facebook mér nær Auglýsingakaup Flokks fólksins síðasta hálfa ár eru enn fremur áhugaverð þegar sett í samhengi við málin sem komið hafa upp í kringum flokkinn meðan hann hefur verið í ríkisstjórn. Eftir kosningarnar 31. nóvember 2024 hafði Flokkur fólksins nefnilega ekki keypt staka auglýsingu á Meta í tæpa tvo mánuði. En skömmu eftir að greint hafði verið frá því að flokkurinn hefði ranglega hlotið fjölda styrkja sem stjórnmálasamtök, þrátt fyrir að vera félagasamtök, keypti flokkurinn staka auglýsingu fyrir 25 þúsund krónur til að dreifa viðtalsklippu úr útvarpi Sögu þar sem Inga Sæland flokksformaður svaraði gagnrýni vegna málsins. Mest spreðaði flokkurinn í ár eftir að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem barnamálaráðherra, þá í kjölfar fréttaflutnings af gömlu ástarsambandi hennar við unglingsdreng þegar hún var 22 ára. Þá varði flokkurinn rúmlega 240 til 300 þúsund krónum í auglýsingar hjá Meta á tæplega tveimur vikum — þar af hundrað þúsund krónum á einum degi, 31. mars. Næstu tvo mánuði jókst eyðsla flokksins í auglýsingar á Facebook enn frekar. Allir stjórnarflokkarnir eyddu mestu í júní þegar umræður um veiðigjöld og bókun 35 höfðu dregist á langinn og mikil úlfúð myndast milli stjórnarandstæðinga og stjórnar. Fé til innlendra miðla minnkar Auglýsendur hafa í auknum mæli auglýst á erlendum miðlum frekar en íslenskum og nýjustu mælingar, sem eru frá 2023, sýna að 49 prósent alls auglýsingafjár hafi farið í erlenda miðla samkvæmt gögnum frá hagstofunni. Árið 2012 nam hlutdeild erlendra miðla fjórum prósentum. Hagstofan sagði í fréttatilkynningu í fyrra að gera megi fastlega ráð fyrir því að stærstur hluti þeirrar upphæðar sem varið er til kaupa á auglýsingum í erlendum miðlum sé vegna auglýsinga á vef, á samfélagsmiðlum og leitarsíðum.
Fjölmiðlar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Meta Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent