Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2025 17:13 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/Einar Flugfélagið Play gerir ráð fyrir að skila hagnaði á árinu 2026. Félagið tapaði 1,9 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi ársins 2025. Play hafði í júlí varað við líklegu tveggja milljarða króna tapi á ársfjórðungnum í afkomuviðvörun. Vísað var til gengisáhrifa vegna styrkingar íslensku krónunnar, óvænts viðhalds flugvélar auk þess sem Bandaríkjamarkaður skilaði minni árangri en reiknað hafði verið með. Tap flugfélagsins var um helmingi meira en á sama tíma í fyrra. Í tilkynningu til Kauphallar segir að handbært fé Play sé nú 11,9 milljónir Bandaríkjadala eða tæplega einn og hálfur milljarður króna. Einar Örn Ólafsson forstjóri Play segir markvisst unnið í að færa leiðarkerfi Play yfir í sólarlandaáætlun og undirstöðu hafi verið lagðar fyrir stöðugri tekjugrunn í formi langtímaleigusamninga á hluta flotans. „Mikilvægast er að við höfum stigið ákveðin skref til að styðja við breytingar á rekstri félagsins. Í júlí tryggðum við 20 milljónir USD í nýtt fjármagn í gegnum skuldabréfaútboð með breytirétti, með öflugum stuðningi stærstu hluthafa og fagfjárfesta. Þetta styrkir ekki aðeins fjárhagsstöðu okkar heldur sýnir einnig áframhaldandi traust á stefnu og framtíð PLAY.“ Breytingum á viðskiptalíkani Play verði að fullu lokið í lok október, en þá verði fjórar flugvélar í rekstri frá Íslandi. Leigusamningar séu í gildi fyrir fimm af þeim sex flugvélum sem eftir eru, sem styðji við betri nýtingu flotans og tekjumyndun allt árið um kring. „Með því að vera einungis með flugrekstrarleyfi á Möltu mun rekstrarkostnaðru lækka talsvert. Framvirkar einingartekjur halda áfram að vera sterkar og langtímasamningar um leiguverkefni veita stöðugar tekjur utan háannatíma,“ segir í tilkynningu. „Gert er ráð fyrir að hagnaður á þriðja ársfjórðungi verði svipaður og í fyrra, þrátt fyrir tímabundna viðgerðarstöðvum á vélum. Búist er við minni taprekstri yfir vetrartímann, sem mun bæta niðurstöðu fjórða ársfjórðungs 2025 og fyrsta ársfjórðungs 2026 um allt að 25 milljónir USD. Play gerir ráð fyrir að skila hagnaði á árinu 2026.“ Fréttir af flugi Play Kauphöllin Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Play hafði í júlí varað við líklegu tveggja milljarða króna tapi á ársfjórðungnum í afkomuviðvörun. Vísað var til gengisáhrifa vegna styrkingar íslensku krónunnar, óvænts viðhalds flugvélar auk þess sem Bandaríkjamarkaður skilaði minni árangri en reiknað hafði verið með. Tap flugfélagsins var um helmingi meira en á sama tíma í fyrra. Í tilkynningu til Kauphallar segir að handbært fé Play sé nú 11,9 milljónir Bandaríkjadala eða tæplega einn og hálfur milljarður króna. Einar Örn Ólafsson forstjóri Play segir markvisst unnið í að færa leiðarkerfi Play yfir í sólarlandaáætlun og undirstöðu hafi verið lagðar fyrir stöðugri tekjugrunn í formi langtímaleigusamninga á hluta flotans. „Mikilvægast er að við höfum stigið ákveðin skref til að styðja við breytingar á rekstri félagsins. Í júlí tryggðum við 20 milljónir USD í nýtt fjármagn í gegnum skuldabréfaútboð með breytirétti, með öflugum stuðningi stærstu hluthafa og fagfjárfesta. Þetta styrkir ekki aðeins fjárhagsstöðu okkar heldur sýnir einnig áframhaldandi traust á stefnu og framtíð PLAY.“ Breytingum á viðskiptalíkani Play verði að fullu lokið í lok október, en þá verði fjórar flugvélar í rekstri frá Íslandi. Leigusamningar séu í gildi fyrir fimm af þeim sex flugvélum sem eftir eru, sem styðji við betri nýtingu flotans og tekjumyndun allt árið um kring. „Með því að vera einungis með flugrekstrarleyfi á Möltu mun rekstrarkostnaðru lækka talsvert. Framvirkar einingartekjur halda áfram að vera sterkar og langtímasamningar um leiguverkefni veita stöðugar tekjur utan háannatíma,“ segir í tilkynningu. „Gert er ráð fyrir að hagnaður á þriðja ársfjórðungi verði svipaður og í fyrra, þrátt fyrir tímabundna viðgerðarstöðvum á vélum. Búist er við minni taprekstri yfir vetrartímann, sem mun bæta niðurstöðu fjórða ársfjórðungs 2025 og fyrsta ársfjórðungs 2026 um allt að 25 milljónir USD. Play gerir ráð fyrir að skila hagnaði á árinu 2026.“
Fréttir af flugi Play Kauphöllin Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira