Fótbolti

Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eike Immel stendur hér í marki Vestur Þjóðverja á Evrópumótinu 1988.
Eike Immel stendur hér í marki Vestur Þjóðverja á Evrópumótinu 1988. Getty/ Bongarts/

Eike Immel, fyrrum markvörður þýska landsliðsins, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik.

„Hann skammast sín mjög mikið,“ sagði lögfræðingur Immel.

Immel lék á sínum tíma yfir fimm hundruð leiki í þýsku deildinni og nítján landsleiki fyrir Vestur Þýskaland.

Hann var í hópi bestu fótboltamanna Þjóðverja á níunda áratugnum.

Nú þarf hinn 64 ára gamli Immel að dúsa í fangelsi fyrir að svíkja pening af nokkrum einstaklingum.

Bild segir að upphæðin sé fimm milljónir króna.

Það er ekki víst hvort Immel áfrýi dómnum.

Immel var Evrópumeistari með Þjóðverjum 1980 og fékk silfurverðlaun á bæði HM 1982 og HM 1986.

Hann spilaði með Dortmund og Stuttgart í Þýskalandi en endaði feril sinn hjá enska félaginu Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×