Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 10:14 Mynd tekin í gær sýnir algerlega snjólausa Esju. Árni Sigurðsson Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni er horfinn, óvenju snemma á árinu. Einungis tvisvar sinnum áður hefur skaflinn horfið fyrr á árinu, árin 1941 og 2010, en þau ár hvarf hann í júlí. Síðasti snjórinn hefur líklega bráðnað þann 5. eða 6. ágúst, að sögn Árna Sigurðssonar sérfræðingi í mælarekstri hjá Veðurstofunni, sem fjallar um skaflinn í grein á vef Veðurstofunnar. Eftir 2010 kólnaði lítillega á ný, og skaflinn hvarf aðeins árið 2012 og 2019, þá í september. Árið 2023 hvarf hann kringum 26. ágúst og árið 2024 kringum 19. ágúst. Nú, árið 2025, hverfur hann fyrr en öll þessi ár, og markar því þau tímamót að um ræðir fyrsta skiptið í fimmtán ár sem hann hverfur fyrir miðjan ágústmánuð. Talið er að hlýindakafli í maí hafi haft afgerandi áhrif í ár, ásamt snjóléttum vetri og þurru, björtu sumri á suðvesturhorninu. Samverkandi áhrif slíkra skilyrða, það er lítil snjómyndun að vetri og hlýindi snemma sumars, stuðla að því að skaflinn bráðni fyrr en venjulega. Skaflinn í Gunnlaugsskarði hefur lengi vakið athygli íbúa við sunnanverðan Faxaflóa og er oft talinn óformlegur mælikvarði á tíðarfar á höfuðborgarsvæðinu. Fylgst hefur verið með honum allt frá 19. öld, bæði með mælingum og munnlegum heimildum. Fyrsta staðfesta horf skaflsins var í ágúst 1929, og næstu ár, einkum á tímabilinu 1931 til 1936, hvarf hann árlega yfirleitt í ágúst. Árið 1941 hvarf hann í júlí, sem þótti þá fordæmalaust. Sama gerðist á ný árið 2010. Eftir 1964 hófst kuldatímabil sem stóð í þrjá áratugi. Skaflinn breyttist smám saman í íshellu sem hvarf ekki fyrr en í ágúst 1998. Þá tók við hlýindaskeið: frá 2001 til 2010 hvarf skaflinn öll sumur, oft í ágúst og stundum seint í september. Esjan Veður Fjallamennska Reykjavík Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira
Síðasti snjórinn hefur líklega bráðnað þann 5. eða 6. ágúst, að sögn Árna Sigurðssonar sérfræðingi í mælarekstri hjá Veðurstofunni, sem fjallar um skaflinn í grein á vef Veðurstofunnar. Eftir 2010 kólnaði lítillega á ný, og skaflinn hvarf aðeins árið 2012 og 2019, þá í september. Árið 2023 hvarf hann kringum 26. ágúst og árið 2024 kringum 19. ágúst. Nú, árið 2025, hverfur hann fyrr en öll þessi ár, og markar því þau tímamót að um ræðir fyrsta skiptið í fimmtán ár sem hann hverfur fyrir miðjan ágústmánuð. Talið er að hlýindakafli í maí hafi haft afgerandi áhrif í ár, ásamt snjóléttum vetri og þurru, björtu sumri á suðvesturhorninu. Samverkandi áhrif slíkra skilyrða, það er lítil snjómyndun að vetri og hlýindi snemma sumars, stuðla að því að skaflinn bráðni fyrr en venjulega. Skaflinn í Gunnlaugsskarði hefur lengi vakið athygli íbúa við sunnanverðan Faxaflóa og er oft talinn óformlegur mælikvarði á tíðarfar á höfuðborgarsvæðinu. Fylgst hefur verið með honum allt frá 19. öld, bæði með mælingum og munnlegum heimildum. Fyrsta staðfesta horf skaflsins var í ágúst 1929, og næstu ár, einkum á tímabilinu 1931 til 1936, hvarf hann árlega yfirleitt í ágúst. Árið 1941 hvarf hann í júlí, sem þótti þá fordæmalaust. Sama gerðist á ný árið 2010. Eftir 1964 hófst kuldatímabil sem stóð í þrjá áratugi. Skaflinn breyttist smám saman í íshellu sem hvarf ekki fyrr en í ágúst 1998. Þá tók við hlýindaskeið: frá 2001 til 2010 hvarf skaflinn öll sumur, oft í ágúst og stundum seint í september.
Esjan Veður Fjallamennska Reykjavík Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira