Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. ágúst 2025 12:21 Gunnar Ármannsson lögmaður spjallaði við Sindra um áskoranirnar sem hafa mætt honum á lífsleiðinni. Vísir Hann er með sex sjúkdóma, mögulega fleiri. Hugsaði fyrst: „Af hverju ég?“. Hann vill hjálpa öðrum og hvetur fólk til að vera í formi, líkaminn verði að vera í formi til að geta tæklað árásir. Sindri Sindrason hitti Gunnar Ármannsson í Íslandi í dag. Óhætt er að segja að lífið hafi boðið honum upp á alls konar áskoranir, sem gerðu það þó að verkum að hann ætlar að nýta tímann vel og er þakklátur. Gunnar segir frá erfiðleikum í tengslum við barneignir með eiginkonu sinni heitinni, þó nokkrar tæknifrjóvganir hafi ekki borið árangur. Árið 2013 greindist hún síðan með leghálskrabbamein, sem þeim hjónum var sagt að væri langt gengið. „Það væru fimmtíu prósent líkur á því að hún myndi lifa eða ekki lifa. En á þeim tíma fannst okkur það vera ansi góðar líkur af því að ég var búinn að ganga í gegn um svipaða reynslu og hafði gengið vel.“ Hún fór í meðferð og allt virtist ganga vel í byrjun, en innan við ár leið frá því að hún fékk greiningu þar til hún var látin. Gunnar þekkir það sjálfur að greinast með krabbamein. Það hafði gerst nokkrum árum áður, þegar hann greindist með blóðkrabbamein 38 ára gamall. „Upplifað það að ég ætti kannski mjög stutt eftir og þeir sem fylgdust með okkur höfðu kannski áhyggjur af því. En allt í einu er hún dáin en ég sat eftir lifandi,“ segir Gunnar. Mein Gunnars er ólæknandi en það er hægt að halda því niðri. Það er þó ekki eina áskorunin sem Gunnar hefur þurft að kljást við. „Ég hef stundum gert grín að því að þegar ég var yngri þá safnaði ég frímerkjum. Svo hætti ég að nenna því og núna safna ég sjúkdómum. Þetta er áhugavert áhugamál.“ Þakklátur lífsreynslunni Hann segist með sex eða sjö króníska sjúkdóma, sem hann síðan telur upp. „Þetta byrjar með þessum blóðkrabba. Upp úr því fæ ég gáttatif,“ segir Gunnar, sem telur það afleiðingu krabbameinsins þó gáttatif gangi vissulega í ættir hjá honum. Þá hafi hann fengið tvo liðasjúkdóma, bæði í lófa og iljar. „Síðan gerist það að ég fæ þrengingarverk í vélinda og á erfitt með að kyngja. Það endaði með því að ég fór í uppskurð út af því.“ Ofan á allt saman greindist hann með kæfisvefn fyrir tveimur árum. Á býsna háu stigi að sögn Gunnars. „Svo ofan á þetta er ég með bæt ónæmiskerfi sem er svo sem afleiðing af blóðsjúkdómnum.“ Þrátt fyrir allt er Gunnar í fullu fjöri. Vinnur, stundar íþróttir og lifir lífinu til fulls. Á konu og samsetta fjölskyldu. Þá er barnabarn á leiðinni. Gunnar er mikill hlaupari og hefur tekið þátt í hlaupum víða um heim. „Ég hugsa um það hvað ég er heppinn. Ég hugsa stundum um það hvað ég var heppinn að fá þessa sjúkdóma. Því þetta er ákveðin lífsreynsla sem maður gengur í gegn um og er bara partur af sjálfum manni.“ Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum ofar í fréttinni. Ísland í dag Ástin og lífið Heilbrigðismál Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Sindri Sindrason hitti Gunnar Ármannsson í Íslandi í dag. Óhætt er að segja að lífið hafi boðið honum upp á alls konar áskoranir, sem gerðu það þó að verkum að hann ætlar að nýta tímann vel og er þakklátur. Gunnar segir frá erfiðleikum í tengslum við barneignir með eiginkonu sinni heitinni, þó nokkrar tæknifrjóvganir hafi ekki borið árangur. Árið 2013 greindist hún síðan með leghálskrabbamein, sem þeim hjónum var sagt að væri langt gengið. „Það væru fimmtíu prósent líkur á því að hún myndi lifa eða ekki lifa. En á þeim tíma fannst okkur það vera ansi góðar líkur af því að ég var búinn að ganga í gegn um svipaða reynslu og hafði gengið vel.“ Hún fór í meðferð og allt virtist ganga vel í byrjun, en innan við ár leið frá því að hún fékk greiningu þar til hún var látin. Gunnar þekkir það sjálfur að greinast með krabbamein. Það hafði gerst nokkrum árum áður, þegar hann greindist með blóðkrabbamein 38 ára gamall. „Upplifað það að ég ætti kannski mjög stutt eftir og þeir sem fylgdust með okkur höfðu kannski áhyggjur af því. En allt í einu er hún dáin en ég sat eftir lifandi,“ segir Gunnar. Mein Gunnars er ólæknandi en það er hægt að halda því niðri. Það er þó ekki eina áskorunin sem Gunnar hefur þurft að kljást við. „Ég hef stundum gert grín að því að þegar ég var yngri þá safnaði ég frímerkjum. Svo hætti ég að nenna því og núna safna ég sjúkdómum. Þetta er áhugavert áhugamál.“ Þakklátur lífsreynslunni Hann segist með sex eða sjö króníska sjúkdóma, sem hann síðan telur upp. „Þetta byrjar með þessum blóðkrabba. Upp úr því fæ ég gáttatif,“ segir Gunnar, sem telur það afleiðingu krabbameinsins þó gáttatif gangi vissulega í ættir hjá honum. Þá hafi hann fengið tvo liðasjúkdóma, bæði í lófa og iljar. „Síðan gerist það að ég fæ þrengingarverk í vélinda og á erfitt með að kyngja. Það endaði með því að ég fór í uppskurð út af því.“ Ofan á allt saman greindist hann með kæfisvefn fyrir tveimur árum. Á býsna háu stigi að sögn Gunnars. „Svo ofan á þetta er ég með bæt ónæmiskerfi sem er svo sem afleiðing af blóðsjúkdómnum.“ Þrátt fyrir allt er Gunnar í fullu fjöri. Vinnur, stundar íþróttir og lifir lífinu til fulls. Á konu og samsetta fjölskyldu. Þá er barnabarn á leiðinni. Gunnar er mikill hlaupari og hefur tekið þátt í hlaupum víða um heim. „Ég hugsa um það hvað ég er heppinn. Ég hugsa stundum um það hvað ég var heppinn að fá þessa sjúkdóma. Því þetta er ákveðin lífsreynsla sem maður gengur í gegn um og er bara partur af sjálfum manni.“ Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum ofar í fréttinni.
Ísland í dag Ástin og lífið Heilbrigðismál Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira