Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. ágúst 2025 12:21 Gunnar Ármannsson lögmaður spjallaði við Sindra um áskoranirnar sem hafa mætt honum á lífsleiðinni. Vísir Hann er með sex sjúkdóma, mögulega fleiri. Hugsaði fyrst: „Af hverju ég?“. Hann vill hjálpa öðrum og hvetur fólk til að vera í formi, líkaminn verði að vera í formi til að geta tæklað árásir. Sindri Sindrason hitti Gunnar Ármannsson í Íslandi í dag. Óhætt er að segja að lífið hafi boðið honum upp á alls konar áskoranir, sem gerðu það þó að verkum að hann ætlar að nýta tímann vel og er þakklátur. Gunnar segir frá erfiðleikum í tengslum við barneignir með eiginkonu sinni heitinni, þó nokkrar tæknifrjóvganir hafi ekki borið árangur. Árið 2013 greindist hún síðan með leghálskrabbamein, sem þeim hjónum var sagt að væri langt gengið. „Það væru fimmtíu prósent líkur á því að hún myndi lifa eða ekki lifa. En á þeim tíma fannst okkur það vera ansi góðar líkur af því að ég var búinn að ganga í gegn um svipaða reynslu og hafði gengið vel.“ Hún fór í meðferð og allt virtist ganga vel í byrjun, en innan við ár leið frá því að hún fékk greiningu þar til hún var látin. Gunnar þekkir það sjálfur að greinast með krabbamein. Það hafði gerst nokkrum árum áður, þegar hann greindist með blóðkrabbamein 38 ára gamall. „Upplifað það að ég ætti kannski mjög stutt eftir og þeir sem fylgdust með okkur höfðu kannski áhyggjur af því. En allt í einu er hún dáin en ég sat eftir lifandi,“ segir Gunnar. Mein Gunnars er ólæknandi en það er hægt að halda því niðri. Það er þó ekki eina áskorunin sem Gunnar hefur þurft að kljást við. „Ég hef stundum gert grín að því að þegar ég var yngri þá safnaði ég frímerkjum. Svo hætti ég að nenna því og núna safna ég sjúkdómum. Þetta er áhugavert áhugamál.“ Þakklátur lífsreynslunni Hann segist með sex eða sjö króníska sjúkdóma, sem hann síðan telur upp. „Þetta byrjar með þessum blóðkrabba. Upp úr því fæ ég gáttatif,“ segir Gunnar, sem telur það afleiðingu krabbameinsins þó gáttatif gangi vissulega í ættir hjá honum. Þá hafi hann fengið tvo liðasjúkdóma, bæði í lófa og iljar. „Síðan gerist það að ég fæ þrengingarverk í vélinda og á erfitt með að kyngja. Það endaði með því að ég fór í uppskurð út af því.“ Ofan á allt saman greindist hann með kæfusvefn fyrir tveimur árum. Á býsna háu stigi að sögn Gunnars. „Svo ofan á þetta er ég með bæt ónæmiskerfi sem er svo sem afleiðing af blóðsjúkdómnum.“ Þrátt fyrir allt er Gunnar í fullu fjöri. Vinnur, stundar íþróttir og lifir lífinu til fulls. Á konu og samsetta fjölskyldu. Þá er barnabarn á leiðinni. Gunnar er mikill hlaupari og hefur tekið þátt í hlaupum víða um heim. „Ég hugsa um það hvað ég er heppinn. Ég hugsa stundum um það hvað ég var heppinn að fá þessa sjúkdóma. Því þetta er ákveðin lífsreynsla sem maður gengur í gegn um og er bara partur af sjálfum manni.“ Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum ofar í fréttinni. Ísland í dag Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Sindri Sindrason hitti Gunnar Ármannsson í Íslandi í dag. Óhætt er að segja að lífið hafi boðið honum upp á alls konar áskoranir, sem gerðu það þó að verkum að hann ætlar að nýta tímann vel og er þakklátur. Gunnar segir frá erfiðleikum í tengslum við barneignir með eiginkonu sinni heitinni, þó nokkrar tæknifrjóvganir hafi ekki borið árangur. Árið 2013 greindist hún síðan með leghálskrabbamein, sem þeim hjónum var sagt að væri langt gengið. „Það væru fimmtíu prósent líkur á því að hún myndi lifa eða ekki lifa. En á þeim tíma fannst okkur það vera ansi góðar líkur af því að ég var búinn að ganga í gegn um svipaða reynslu og hafði gengið vel.“ Hún fór í meðferð og allt virtist ganga vel í byrjun, en innan við ár leið frá því að hún fékk greiningu þar til hún var látin. Gunnar þekkir það sjálfur að greinast með krabbamein. Það hafði gerst nokkrum árum áður, þegar hann greindist með blóðkrabbamein 38 ára gamall. „Upplifað það að ég ætti kannski mjög stutt eftir og þeir sem fylgdust með okkur höfðu kannski áhyggjur af því. En allt í einu er hún dáin en ég sat eftir lifandi,“ segir Gunnar. Mein Gunnars er ólæknandi en það er hægt að halda því niðri. Það er þó ekki eina áskorunin sem Gunnar hefur þurft að kljást við. „Ég hef stundum gert grín að því að þegar ég var yngri þá safnaði ég frímerkjum. Svo hætti ég að nenna því og núna safna ég sjúkdómum. Þetta er áhugavert áhugamál.“ Þakklátur lífsreynslunni Hann segist með sex eða sjö króníska sjúkdóma, sem hann síðan telur upp. „Þetta byrjar með þessum blóðkrabba. Upp úr því fæ ég gáttatif,“ segir Gunnar, sem telur það afleiðingu krabbameinsins þó gáttatif gangi vissulega í ættir hjá honum. Þá hafi hann fengið tvo liðasjúkdóma, bæði í lófa og iljar. „Síðan gerist það að ég fæ þrengingarverk í vélinda og á erfitt með að kyngja. Það endaði með því að ég fór í uppskurð út af því.“ Ofan á allt saman greindist hann með kæfusvefn fyrir tveimur árum. Á býsna háu stigi að sögn Gunnars. „Svo ofan á þetta er ég með bæt ónæmiskerfi sem er svo sem afleiðing af blóðsjúkdómnum.“ Þrátt fyrir allt er Gunnar í fullu fjöri. Vinnur, stundar íþróttir og lifir lífinu til fulls. Á konu og samsetta fjölskyldu. Þá er barnabarn á leiðinni. Gunnar er mikill hlaupari og hefur tekið þátt í hlaupum víða um heim. „Ég hugsa um það hvað ég er heppinn. Ég hugsa stundum um það hvað ég var heppinn að fá þessa sjúkdóma. Því þetta er ákveðin lífsreynsla sem maður gengur í gegn um og er bara partur af sjálfum manni.“ Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum ofar í fréttinni.
Ísland í dag Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira