Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2025 23:29 Trump og Pútín takast í hendur í Helsinki í Finnlandi árið 2018. AP Varaforseti Bandaríkjanna og utanríkisráðherra Bretlands funduðu í dag á Englandi og ræddu þeir nýjustu vendingarnar í stríði Úkraínu og Rússlands, nefnilega tilvonandi fund Bandaríkja- og Rússlandsforseta í Alaska næsta föstudag. Úkraínskir ráðamenn og evrópskir þjóðaröryggisráðgjafar voru einnig viðstaddir fundinn. Næsta föstudag mætast Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti á sögulegum fundi í Alaskaríki í Bandaríkjunum þar sem þeir munu freista þess að ná einhvers konar samkomulagi um að binda enda á innrás Rússlands. Svo virðist sem að Trump hafi slakað á kröfum sínum í garð Pútíns en sá fyrrnefndi sagði við blaðamenn í gær að friðarsáttmáli ætti eftir að fela í sér „einhver býtti á landsvæði.“ Stríðsþreytu gætir í Úkraínu Selenskí svaraði þessum ummælum Trump skorinort og sagði það ekki koma til greina að Úkraína gæfi land sitt upp. Það hefur verið yfirlýst stefna Selenskí og ráðamanna þar í landi allt frá innrásar Rússa og ljóst er að það yrði ekki ýkja vinsælt ef Selenskí myndi gefa eftir nú. Að því sögðu er farið að gæta verulegrar stríðsþreytu í Úkraínu en niðurstöður nýrrar könnunar Gallup varpa ljósi á hve mikil hún er í raun orðin. Samkvæmt henni vilja rúmlega tveir þriðju hlutar Úkraínumanna semja um frið sem allra fyrst og aðeins 24 prósent kváðust vilja berjast til sigurs. Þar að auki virðist Trump líta á sig sem forseta friðar sem getur ekki talist ósanngjörn lýsing þar sem honum virðist hafa tekist að binda enda á áratugastyrjöld Asera og Armena síðast í gær ásamt því að hafa sætt Taílendinga og Kambódíumenn þegar landamæraskærur blossuðu upp þeirra á milli fyrir fáeinum vikum síðan. Forseti Aserbaídsjan vísaði meira að segja til forsetans sem eins hinna sælu friðflytjenda úr Fjallræðu Jesú Krists. Ráðamenn í Úkraínu og Evrópu óttast þó að samþykki hans við að útiloka Úkraínumenn frá fundinum og tilhneiging hans til skjótrar lausnar skapi meðvirkni í garð Pútíns. Í færslu sem Selenskí birti á samfélagsmiðlum í dag sagði hann engan friðarsáttmála koma að neinu gagni sem Úkraínumenn ættu ekki þátt í að semja. Slíkar ákvarðanir stríði beinlínis gegn friði frekar en að vinna að honum. Evrópa út undan Fundurinn í dag fór fram í Chevening í Kentsýslu og var hann haldinn að upplagi Bandaríkjamanna samkvæmt umfjöllun Guardian. Viðstaddir voru J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna, David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, Andríj Jermak aðstoðarmaður Selenskí forseta, Rústem Úmerov varnarmálaráðherra Úkraínu auk þjóðaröryggisráðgjöfum ónefndra Evrópuríkja. David Lammy utanríkisráðherra Bretlands t.v. og J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna t.h. hittust í Kentsýslu á Englandi í dag.AP Eftir fundinn sagði Lammy utanríkisráðherra að vegurinn til friðar í Úkraínu yrði ekki fetaður án Úkraínumanna. Um sama leyti í kvöld birtu leiðtogar Frakklands, Ítalíu, Þýskalands, Póllands, Bretlands, Evrópusambandsins og Finnlands yfirlýsingu þar sem þeir undirstrikuðu hið sama. „Við fögnum vinnu Donald Trump forseta við að binda enda á blóðsúthellingarnar í Úkraínu, stöðva árásarstríð Rússlands og ná fram réttlátum og varanlegum friði og öryggi fyrir Úkraínu. Við stöndum fast á því að sú eina aðferð sem blandar saman virkum milliríkjasamskiptum, stuðningi við Úkraínu og þrýstingi á Rússland sé tæk til að binda enda á ólöglegt stríð þess,“ segja leiðtogarnir í yfirlýsingu sinni. Úkraína Bretland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Næsta föstudag mætast Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti á sögulegum fundi í Alaskaríki í Bandaríkjunum þar sem þeir munu freista þess að ná einhvers konar samkomulagi um að binda enda á innrás Rússlands. Svo virðist sem að Trump hafi slakað á kröfum sínum í garð Pútíns en sá fyrrnefndi sagði við blaðamenn í gær að friðarsáttmáli ætti eftir að fela í sér „einhver býtti á landsvæði.“ Stríðsþreytu gætir í Úkraínu Selenskí svaraði þessum ummælum Trump skorinort og sagði það ekki koma til greina að Úkraína gæfi land sitt upp. Það hefur verið yfirlýst stefna Selenskí og ráðamanna þar í landi allt frá innrásar Rússa og ljóst er að það yrði ekki ýkja vinsælt ef Selenskí myndi gefa eftir nú. Að því sögðu er farið að gæta verulegrar stríðsþreytu í Úkraínu en niðurstöður nýrrar könnunar Gallup varpa ljósi á hve mikil hún er í raun orðin. Samkvæmt henni vilja rúmlega tveir þriðju hlutar Úkraínumanna semja um frið sem allra fyrst og aðeins 24 prósent kváðust vilja berjast til sigurs. Þar að auki virðist Trump líta á sig sem forseta friðar sem getur ekki talist ósanngjörn lýsing þar sem honum virðist hafa tekist að binda enda á áratugastyrjöld Asera og Armena síðast í gær ásamt því að hafa sætt Taílendinga og Kambódíumenn þegar landamæraskærur blossuðu upp þeirra á milli fyrir fáeinum vikum síðan. Forseti Aserbaídsjan vísaði meira að segja til forsetans sem eins hinna sælu friðflytjenda úr Fjallræðu Jesú Krists. Ráðamenn í Úkraínu og Evrópu óttast þó að samþykki hans við að útiloka Úkraínumenn frá fundinum og tilhneiging hans til skjótrar lausnar skapi meðvirkni í garð Pútíns. Í færslu sem Selenskí birti á samfélagsmiðlum í dag sagði hann engan friðarsáttmála koma að neinu gagni sem Úkraínumenn ættu ekki þátt í að semja. Slíkar ákvarðanir stríði beinlínis gegn friði frekar en að vinna að honum. Evrópa út undan Fundurinn í dag fór fram í Chevening í Kentsýslu og var hann haldinn að upplagi Bandaríkjamanna samkvæmt umfjöllun Guardian. Viðstaddir voru J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna, David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, Andríj Jermak aðstoðarmaður Selenskí forseta, Rústem Úmerov varnarmálaráðherra Úkraínu auk þjóðaröryggisráðgjöfum ónefndra Evrópuríkja. David Lammy utanríkisráðherra Bretlands t.v. og J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna t.h. hittust í Kentsýslu á Englandi í dag.AP Eftir fundinn sagði Lammy utanríkisráðherra að vegurinn til friðar í Úkraínu yrði ekki fetaður án Úkraínumanna. Um sama leyti í kvöld birtu leiðtogar Frakklands, Ítalíu, Þýskalands, Póllands, Bretlands, Evrópusambandsins og Finnlands yfirlýsingu þar sem þeir undirstrikuðu hið sama. „Við fögnum vinnu Donald Trump forseta við að binda enda á blóðsúthellingarnar í Úkraínu, stöðva árásarstríð Rússlands og ná fram réttlátum og varanlegum friði og öryggi fyrir Úkraínu. Við stöndum fast á því að sú eina aðferð sem blandar saman virkum milliríkjasamskiptum, stuðningi við Úkraínu og þrýstingi á Rússland sé tæk til að binda enda á ólöglegt stríð þess,“ segja leiðtogarnir í yfirlýsingu sinni.
Úkraína Bretland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira