Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Agnar Már Másson skrifar 11. ágúst 2025 14:49 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst þungum áhyggjum af meintri glæpaöldu í Washington eftir að ráðist var á fyrrverandi starfsmann D.O.G.E. EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst senda þjóðvarðliða út á götur höfuðborgarinnar Washington D.C. til að stöðva meinta glæpaöldu sem hann segir farna úr böndunum. Glæpatíðni hefur samt lítið aukist síðustu ár. Þvert á móti hefur hún minnkað samkvæmt opinberum gögnum en nýlega varð fyrrverandi starfsmaður D.O.G.E. fyrir árás í borginni af hálfu tveggja táninga að sögn lögreglu. „Við ætlum að endurheimta höfuðborgina okkar,“ sagði Trump á blaðamannafundi í dag og er hann tilkynnti að hann hefði virkjað lagaákvæði sem setji lögregluna undir stjórn alríkisins. Í gær hét forsetinn því að fjarlæga heimilislausa úr höfuðborginni og fangelsa glæpamenn. Muriel Bowser, borgarstjóri úr röðum demókrata, hafði þó bent á á að engin sérstök aukning á glæpatíðni ætti sér stað í Washington. Forsetinn sagði Bowser hafa fengið gnótt tækifæra til að taka á málum og virðist hóta því undir rós að taka fram fyrir hendurnar á henni með boðuðum aðgerðum. Ný tölfræði sem Newsweek greindi frá í síðustu viku sýnir að dregið hafi úr tíðni alvarlegra glæpa milli 2023 og 2024 en vissulega hefur glæpatíðni síðustu fimm ára verið sú hæsta síðan 2008. Sér til rökstuðnings á fundinum benti Trump á að morðtíðni væri hærri í Washington heldur en í Bógota, Panamaborg og fleiri stöðum. „Gera höfuðborgina frábæra á ný“ Yfirlýsingar Trumps koma í framhaldi af því að ráðist var á hinn nítján ára Edward „big balls“ Coristine, einn þekktari meðlima niðurskurðarsveitar (DOGE) Elons Musks fyrir rúmri viku síðan. Tveir fimmtán ára drengir voru handteknir í tengslum við líkamsárásina sem virðist hafa farið sérstaklega fyrir brjóstið á forsetanum, sem segir nú þvert á allar tölur að glæpir séu á feiknaflugi í höfuðborginni. New York Times segjast hafa heimildir fyrir því að Trump muni senda hundruð þjóðvarðaliða til Washington sem hluta af átaki sínu um að draga úr glæpum í borginni. Í færslu á Truth Social í morgun skrifaði Trump að hann vilji „GERA HÖFUÐBORG OKKAR FRÁBÆRA Á NÝ“, eins og svo margt annað. Þrátt fyrir að glæpatíðni fari minnkandi í borginni hefur Bandaríkjaforsetinn haldið því fram að hún sé „farin gjörsamlega úr böndunum.“ „Hreinsa götur“ Í aðdraganda fundarins hafði Kristi L. Noem, forstjóri hjá heimavörnum Bandaríkjanna, tilkynnt á Truth social að fulltrúar Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (I.C.E) og tollsins hafi verið ræstir út í borginni til að „hjálpa við að hreinsa götur“ höfuðborgarinnar. Reuters hafði greint frá því í morgun að til greina kæmi að senda þjóðvarðliða til borgarinnar en starfsmaður ráðuneytisins segir við Times að þeir muni ekki hafa heimild til að handtaka fólk heldur muni þeir styðja við lögregluna. Auk þess sagðist New York Times hafa heimildir fyrir því að 120 fulltrúar alríkislögreglunnar, FBI, yrðu tímabundið settir á næturvaktir í Washington. Í sumar ræsti Trump út tæplega fimm þúsund þjóðvarðliða í Los Angeles til þess að stöðva mótmæli gegn handtökuherferð I.C.E., í Kaliforníu. Enn eru um 250 þjóðvarðliðar í borginni vegna málsins. Á fyrra kjörtímabili sínu ræsti Trump út þjóðvarðliða til að stöðva mótmæli í Black Lives Matter-mótmælabylgjunni í Bandaríkjunum 2020. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
„Við ætlum að endurheimta höfuðborgina okkar,“ sagði Trump á blaðamannafundi í dag og er hann tilkynnti að hann hefði virkjað lagaákvæði sem setji lögregluna undir stjórn alríkisins. Í gær hét forsetinn því að fjarlæga heimilislausa úr höfuðborginni og fangelsa glæpamenn. Muriel Bowser, borgarstjóri úr röðum demókrata, hafði þó bent á á að engin sérstök aukning á glæpatíðni ætti sér stað í Washington. Forsetinn sagði Bowser hafa fengið gnótt tækifæra til að taka á málum og virðist hóta því undir rós að taka fram fyrir hendurnar á henni með boðuðum aðgerðum. Ný tölfræði sem Newsweek greindi frá í síðustu viku sýnir að dregið hafi úr tíðni alvarlegra glæpa milli 2023 og 2024 en vissulega hefur glæpatíðni síðustu fimm ára verið sú hæsta síðan 2008. Sér til rökstuðnings á fundinum benti Trump á að morðtíðni væri hærri í Washington heldur en í Bógota, Panamaborg og fleiri stöðum. „Gera höfuðborgina frábæra á ný“ Yfirlýsingar Trumps koma í framhaldi af því að ráðist var á hinn nítján ára Edward „big balls“ Coristine, einn þekktari meðlima niðurskurðarsveitar (DOGE) Elons Musks fyrir rúmri viku síðan. Tveir fimmtán ára drengir voru handteknir í tengslum við líkamsárásina sem virðist hafa farið sérstaklega fyrir brjóstið á forsetanum, sem segir nú þvert á allar tölur að glæpir séu á feiknaflugi í höfuðborginni. New York Times segjast hafa heimildir fyrir því að Trump muni senda hundruð þjóðvarðaliða til Washington sem hluta af átaki sínu um að draga úr glæpum í borginni. Í færslu á Truth Social í morgun skrifaði Trump að hann vilji „GERA HÖFUÐBORG OKKAR FRÁBÆRA Á NÝ“, eins og svo margt annað. Þrátt fyrir að glæpatíðni fari minnkandi í borginni hefur Bandaríkjaforsetinn haldið því fram að hún sé „farin gjörsamlega úr böndunum.“ „Hreinsa götur“ Í aðdraganda fundarins hafði Kristi L. Noem, forstjóri hjá heimavörnum Bandaríkjanna, tilkynnt á Truth social að fulltrúar Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (I.C.E) og tollsins hafi verið ræstir út í borginni til að „hjálpa við að hreinsa götur“ höfuðborgarinnar. Reuters hafði greint frá því í morgun að til greina kæmi að senda þjóðvarðliða til borgarinnar en starfsmaður ráðuneytisins segir við Times að þeir muni ekki hafa heimild til að handtaka fólk heldur muni þeir styðja við lögregluna. Auk þess sagðist New York Times hafa heimildir fyrir því að 120 fulltrúar alríkislögreglunnar, FBI, yrðu tímabundið settir á næturvaktir í Washington. Í sumar ræsti Trump út tæplega fimm þúsund þjóðvarðliða í Los Angeles til þess að stöðva mótmæli gegn handtökuherferð I.C.E., í Kaliforníu. Enn eru um 250 þjóðvarðliðar í borginni vegna málsins. Á fyrra kjörtímabili sínu ræsti Trump út þjóðvarðliða til að stöðva mótmæli í Black Lives Matter-mótmælabylgjunni í Bandaríkjunum 2020.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira