Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. ágúst 2025 22:07 Friðjón R. Friðjónsson sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum fór yfir stöðuna vestanhafs í kvöldfréttum. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir ákvörðun Trump um að kalla út þjóðvarðlið til höfuðborgarinnar mjög óvenjulega og valdabrölt að mörgu leyti. Hann býst við fleiri útspilum eins og þessu frá Trump í framtíðinni. Þjóðvarðliðar verða sendir út á götur Washington D.C. í Bandaríkjunum og löggæsla í borginni færð undir alríkisstjórn. Þetta tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í dag og sagði aðgerðirnar til komnar vegna glæpaöldu í borginni. Samkvæmt opinberum tölum hefur glæpatíðni þrátt fyrir það minnkað á síðustu tveimur árum í kjölfar aukningar eftir kórónuveirufaraldurinn. Mótmælendur komu saman fyrir utan Hvíta húsið í dag og héldu því fram að aðgerðirnar snerust um valdsbrölt fremur en öryggi. „Þetta er mjög óvenjuleg ákvörðun, og valdabrölt að mörgu leyti eins og mótmælendur sögðu,“ segir Friðjón R. Friðjónsson sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum. Hann ræddi stöðuna sem upp er komin í Bandaríkjunum. Óvinsældir og hermennskublæti Hann vekur athygli á að ríkisstjórnir stakra ríkja í Bandaríkjunum þurfi að kalla eftir aðstoð þjóðvarðliðsins eða hersins í þeim ríkjum en Washington D.C. er ekki eiginlegt ríki þannig að Trump hefur völdin til að kalla þjóðvarðliðið út. „Það sem er óvenjulegt og sérkennilegt er að hermenn eru ekki löggæslumenn. Þeir hafa ekki þjálfun til að vera lögreglumenn, þeir hafa þjálfun til að vera hermenn. Þetta er tvennt mjög ólíkt. Þetta er óþægilegt, þegar ég bjó í D.C. hefði ég ekki viljað koma til vinnu og sjá fullbúinn, alvopnaðan hermann standa við lestarstöðina. Því að stærsti hluti D.C. er mjög safe,“ segir Friðjón. Hann segir útspil Trump samblöndu af einhvers konar blæti fyrir hermennsku og byssum og því að sýnast sterkur. Trump sjái sjálfur að hann er óvinsæll í skoðanakönnunum og að mælast undir í öllum helstu lykilþáttum. „Og honum líður ekki vel með það, þannig að hann er að gera alls konar hluti og vonast til þess að breyta einhverju.“ Einhverjir hafa nefnt að hann sé að reyna að dreifa athyglinni, og nefna meðal annars Epstein-skjölin? „Já, en svo kemur þingið saman og þar bíða mál varðandi Epstein-skjölin, þannig að þau eru ekki að fara neitt. Hann hefur gert þetta áður. Hann kemur alltaf með einhver mál þar sem hann blæs eitthvað upp. Það var einhver samkoma ungmenna sem fór úr böndunum og síðan var einhver starfsmaður hans sem var rifinn út úr bíl og beittur ofbeldi. Og þá bregst hann við. Þannig að það á eftir að vera meira svona.“ Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Þjóðvarðliðar verða sendir út á götur Washington D.C. í Bandaríkjunum og löggæsla í borginni færð undir alríkisstjórn. Þetta tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í dag og sagði aðgerðirnar til komnar vegna glæpaöldu í borginni. Samkvæmt opinberum tölum hefur glæpatíðni þrátt fyrir það minnkað á síðustu tveimur árum í kjölfar aukningar eftir kórónuveirufaraldurinn. Mótmælendur komu saman fyrir utan Hvíta húsið í dag og héldu því fram að aðgerðirnar snerust um valdsbrölt fremur en öryggi. „Þetta er mjög óvenjuleg ákvörðun, og valdabrölt að mörgu leyti eins og mótmælendur sögðu,“ segir Friðjón R. Friðjónsson sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum. Hann ræddi stöðuna sem upp er komin í Bandaríkjunum. Óvinsældir og hermennskublæti Hann vekur athygli á að ríkisstjórnir stakra ríkja í Bandaríkjunum þurfi að kalla eftir aðstoð þjóðvarðliðsins eða hersins í þeim ríkjum en Washington D.C. er ekki eiginlegt ríki þannig að Trump hefur völdin til að kalla þjóðvarðliðið út. „Það sem er óvenjulegt og sérkennilegt er að hermenn eru ekki löggæslumenn. Þeir hafa ekki þjálfun til að vera lögreglumenn, þeir hafa þjálfun til að vera hermenn. Þetta er tvennt mjög ólíkt. Þetta er óþægilegt, þegar ég bjó í D.C. hefði ég ekki viljað koma til vinnu og sjá fullbúinn, alvopnaðan hermann standa við lestarstöðina. Því að stærsti hluti D.C. er mjög safe,“ segir Friðjón. Hann segir útspil Trump samblöndu af einhvers konar blæti fyrir hermennsku og byssum og því að sýnast sterkur. Trump sjái sjálfur að hann er óvinsæll í skoðanakönnunum og að mælast undir í öllum helstu lykilþáttum. „Og honum líður ekki vel með það, þannig að hann er að gera alls konar hluti og vonast til þess að breyta einhverju.“ Einhverjir hafa nefnt að hann sé að reyna að dreifa athyglinni, og nefna meðal annars Epstein-skjölin? „Já, en svo kemur þingið saman og þar bíða mál varðandi Epstein-skjölin, þannig að þau eru ekki að fara neitt. Hann hefur gert þetta áður. Hann kemur alltaf með einhver mál þar sem hann blæs eitthvað upp. Það var einhver samkoma ungmenna sem fór úr böndunum og síðan var einhver starfsmaður hans sem var rifinn út úr bíl og beittur ofbeldi. Og þá bregst hann við. Þannig að það á eftir að vera meira svona.“
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira