Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. ágúst 2025 08:15 Breski leikarinn Sean Harris kom í sumar í þriðja skiptið til Íslands til að taka upp kvikmynd. Fyrst kom hann fyrir 23 árum fyrir stuttmynd, síðan árið 2011 fyrir Prometheus og loks núna í júli til að taka upp Polyorama. Vísir/Ívar Fannar Sean Harris hefur skapað sér sess sem karakterleikari í breskri kvikmyndagerð og í Hollywood-myndum. Hann kom til landsins í júlí til að leika í nýrri íslenskri bíómynd. Harris ræddi við Vísi um ferilinn, stökkið yfir í Hollywood og hvernig sum hlutverk taka á líkamann. Harris braust fram á sjónarsviðið upp úr aldamótum þegar hann lék söngvarann Ian Curtis í tónlistarmyndinni 24 Hour Party People. Gegnum árin hefur hann getið sér gott orð fyrir að leika sálfræðilega myrkar persónur í þáttum á borð við Southcliffe (2013), sem hann hlaut BAFTA-verðlaun fyrir, og The Borgias (2011-13). Sean leikur hinn dularfulla Vincent í Polyorama.Sagafillm Harris fékk tækifærið í Hollywood þegar hann lék í geimhrollvekjunni Prometheus (2012) og bauðst honum í kjölfarið að leika illmennið Solomon Lane í tveimur Mission: Impossible-myndum. Harris er nýlega búinn að leika í íslensku myndinni Polyorama sem er leikstýrt af hinum skoska Grame Maley, sem hefur búið á Íslandi um árabil og hefur áður leikstýrt myndunum Pale Star og A Reykjavík Porno. Polyorama fjallar um leikkonuna Ingrid sem fær óvænta heimsókn frá erlendum blaðamanni á frumsýningardag nýrrar sýningar. Sean Harris fékk sjálfur heimsókn frá blaðamanni þegar undirritaður kíkti við á tökustað í Borgarleikhúsinu í lok júlí. Áhuginn kviknaði við að horfa á Streisand Níundi áratugurinn var umbrotatími á Bretlandi og einkenndist af mikilli félagslegri ólgu og atvinnuleysi víða um land. Sean fann fyrir því í nærumhverfi sínu og á eigin skinni. „Mikið af verksmiðjum lokuðu, pabbi minn vann í slippnum og mikið af strákunum unnu á skipasmíðastöðvum og í fiskiðnaðinum. Þetta hvarf allt saman þannig á þessum tíma voru margir atvinnulausir,“ segir Sean. Harris ólst upp í smábænum Lowestoft í Suffolk sem er austasti bær Bretlandseyja.Vísir/Ívar Fannar Árið 1989 flutti Sean til Lundúna til að læra leiklist við Drama Centre London, þá orðinn 23 ára. Kannski dálítið seint miðað við fólk í dag, eða hvað? „Ég held það hafi ekki verið seint heldur rétti tíminn. Ég hefði ekki verið nógu þroskaður og ekki tilbúinn í það fyrr,“ segir hann um ákvörðunina. Hvað gerðirðu fyrir það, varstu að vinna eða í öðru námi? „Engin vinna, bara að slæpast. Það var enga vinnu að fá,“ segir hann um ár sín fram að náminu. Harris var valinn besti leikarinn á BAFTA-hátíðinni árið 2014 fyrir leik sinn í framhaldsþáttaröðinni Southcliffe. Kallaði leiklistin alltaf á þig eða uppgötvaðirðu hana skyndilega? „Ég held að innst inni hafi það líklega alltaf verið eitthvað sem mig langaði að gera. En ég fattaði það ekki né skildi, ég naut þess bara að horfa á bíómyndir í sjónvarpinu,“ segir Sean. Harris er þekktur fyrir spennuþrungnar myndir, hrollvekjur og dramahlutverk en áhugi hans á leiklist kviknaði hins vegar við áhorf á söngleikjamyndinni Funny Girl (1968) með Barböru Streisand. Funny Girl var fyrsta hlutverk Streisand á stóra skjánum en hún hafði áður leikið í söngleiknum á sviði. „Ég hafði alltaf áhuga á grínmyndum og ég elskaði söngleiki. Ég horfði í raun ekki á þungar myndir, ef svo má segja, þar til ég varð mun eldri,“ segir Sean. „Alla laugardaga horfðum við á kvikmyndir í sjónvarpinu og ég man eftir því að hafa horft á Funny Girl og hugsað: Vá ég myndi elska að gera þetta. Ég horfði auðvitað á aðrar myndir en ég elska gamla söngleiki og svarthvítar myndir.“ „Þú ert beðinn um að leika alltaf sömu rulluna“ Stærstan hluta ferilsins hefur Harris leikið sálfræðilega flóknar persónur, menn plagaða af innri djöflum eða hrein illmenni. Hann segir erfitt að leika slík hlutverk til lengdar. „Ég er ekki beint þreyttur á því en það er bara svo mikið sem maður getur gert með það. Þú getur ekki haldið áfram að gera það út ævina þó þú sért beðinn um það, þú ert beðinn um að leika alltaf sömu rulluna,“ segir hann. Harris hefur leikið ýmsa skrautlega karaktera.Vísir/Ívar Fannar „Maður krefst mikils af sér að leika sífellt slík hlutverk, að fara stöðugt á þennan dimma stað.“ Harris hefur oft verið lýst sem method-leikara vegna þess hvernig hann sekkur sér á kaf í persónur sínar og leyfir þeim að taka algjörlega yfir. Sjálfur segist hann ekki viss um að hann sé method-leikari. „Þú verður ekki einhver annar því það er ómögulegt. Og ef þú verður einhver annað ertu sennilega klikkaður eða það er eitthvað að þér. En orkan þín breytist og þú tekur við mikið af orku karaktersins og sögunnar sem þú ert að segja,“ segir hann. Sean Harris segir það taka á líkamann að fara á myrka staði. Leikurinn taki ekki aðeins á andlega heldur einnig líkamlega. Hann hafi upplifað það bæði þegar hann lék mann sem er grunaður um hryllilegt barnsrán í The Stranger (2022) og leikbrúðustjóranda í sálfræðitryllinum Possum (2018). „Í The Stranger breytti ég mér líkamlega og glímdi við ýmsa líkamlega kvilla eftir það,“ segir hann. Sean grenntist mikið fyrir rulluna, safnaði miklu skeggi og var dálítinn tíma að finna innri rödd persónunnar. „Ég eyddi miklum tíma við myndina, við vorum í ár að undirbúa hana og svo tókum við myndina upp í Covid. Ég var í sóttkví á hóteli í tvær vikur fyrir tökur þannig það var mjög krefjandi,“ segir hann um sálfræðitryllinn. Harris lék á móti Joel Edgerton í The Stranger sem fjallar um eitt óhuggulegasta barnsránsmál Ástralíu. „Þetta er þögul mynd á vissan hátt“ „Bransinn hefur séð mig í ákveðnu ljósi, sérstaklega á Englandi. Ég myndi vilja prófa eitthvað nýtt og það er það sem ég er að gera í þessari mynd,“ segir Sean um Polyorama. „Þetta er þögul mynd á vissan hátt fyrir mig því ég tala ekki. Þetta er íslensk mynd á íslensku. Ég er persóna í myndinni en að vissu leyti utan hennar og utan alls sem gerist í kringum mig. Við skiljum ekki í fyrstu af hverju ég er þarna,“ segir hann. Harris leikur dularfullan blaðamann í myndinni. „Graeme sendi mér handrit að annarri mynd sem við ætlum að gera. Okkur tókst það ekki en vildum samt vinna saman. Þannig ég spurði Graeme hvort hann væri með eitthvað annað. Honum datt þetta í hug, Polyorama, og sendi hana á mig,“ segir hann. Polyorama fjallar um reynda íslenska leikkonu, sem leikin er af Eddu Björgvins, sem fær óvænta heimsókn frá erlendum blaðamanni sama dag og hún er að frumsýna nýtt verk. Sean fannst handritið gott en fékk þó strax ákveðna hugmynd um persónu sína. Edda Björgvins fer með aðalhlutverkið í myndinni. „Ég var með texta en mér fannst að persónan ætti ekki að tala og honum fannst það góð hugmynd þannig við breyttum handritinu,“ segir Sean sem talar nánast ekkert í myndinni. „Þetta er í rauninni íslensk mynd og ég er að leika í minni fyrstu mynd á erlendri tungu,“ segir hann um myndina sem er framleidd af Sagafilm. Hinn skoski Malley skrifar handritið og leikstýrir en hin pólska Magda Kowalczyk er kvikmyndatökumaður. Aðrir leikarar í myndinni eru Steinunn Ólína, Þröstur Leó, Birta Sólveig Söring Þórisdóttir, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Mímir Bjarki Pálmason, Heiðdís Hlynsdóttir og Sturla Friðriksson. „Ég skynjaði hann líka sem draug“ Eftir útskrift 1992 lék Harris í þónokkrum stuttmyndum en stóra tækifærið kom þegar hann lék Ian Curtis, söngvara Joy Division sem féll fyrir eigin hendi 23 ára gamall, í tónlistarmyndinni 24 Hour Party People (2002) sem fékk gríðarlega góðar viðtökur. „Það var stóra tækifærið mitt og fólk tók í kjölfarið að horfa á mig í öðru ljósi, sjá mig sem einhvern sem gæti borið uppi kvikmynd,“ segir hann. Ian Curtis glímdi við flogaveiki og stytti sér aldur á hátindi ferilsins. Harris hafði farið í prufu fyrir hlutverk Sean Ryder, söngvara Happy Mondays sem er einnig persóna í myndinni, en Michael Winterbottom, sem leikstýrði myndinni, vildi fá hann til að leika Ian Curtis eftir að hafa séð hann í prufunni. „Það var mjög krefjandi fyrir líkama og sál. Hann glímdi bæði við flogaveiki og svipti sig lífi. Síðan þurfti ég að ná dansinum hans réttum. Þannig það var smá pressa á mér en ég naut þess,“ segir hann um Curtis. Tökur á myndinni fóru fram í Manchester að vetri til sem Sean segir að hafi gefið myndinni gotneskt yfirbragð. „Ég var mjög einmana og aðskildi mig frá öllum hinum. En það er eitthvað sem ég geri hvort sem er. En ég skynjaði hann líka sem draug,“ segir hann. Hafði myndin samstundis áhrif á næstu skref ferilsins? „Ekki samstundis en það hafði sannarlega áhrif. Og hlutverkið er eitthvað sem allir tengja mig við og tala ennþá um. Síðan kom hin Joy Division-myndin út, Control, og fólk reynir að etja þeim saman en ég held að þær séu mjög ólíkar og frammistöðurnar tvær sömuleiðis,“ segir Sean. Borgia-fjölskyldan, Prómeþeifur og Tom Cruise Eftir að hafa getið sér gott orð í breskum kvikmyndum og sjónvarpi fékk Harris stórt hlutverk í sjónvarpsþáttunum The Borgias, sem fjölluðu um uppgang hinnar ósvífnu Borgia-fjölskyldu og ásælni í páfastól undir lok fimmtándu aldar. Micheletto bregður fyrir í 27 þáttum Borgias og er því lykilpersóna. Harris lék launmorðingi Micheletto Corella sem var dyggur skósveinn Cesare Borgia og vann öll skítverkin fyrir fjölskylduna. Corella er margslunginn og ekki allur þar sem hann er séður. „Þetta var karakter sem ég elskaði að leika og fólk elskaði Micheletto. Það var frábært að vinna svona lengi að persónu, fá að kynnast honum og kanna hann. Ég myndi elska að gera eitthvað svoleiðis aftur. Í bíómyndum er tíminn snarpur, þú vinnur þína vinnu og ferð svo,“ segir Sean. „Þú getur virkilega mótað persónuna sem þú ert að leika, ef þér semur vel við handritshöfundana og framleiðendurna geturðu átt gott samstarf og kannað hlutverkið mun betur,“ bætir hann við. Jarðfræðingurinn Fifield vakti gremju hjá mörgum áhorfendum Prometheus vegna misgáfulegra ákvarðana persónunnar. Eftir fyrstu seríuna af Borgias bauðst Harris að leika jarðfræðinginn Fifield í Prometheus (2012) í leikstjórn Ridley Scott. Segja má að hlutverkið hafi verið fyrsta skref Harris inn í Hollywood. Skömmu síðar bauðst Harris enn stærra tækifæri, að leika illmennið Solomon Lane í Mission: Impossible - Rogue Nation (2015). „Christopher McQuarrie hafði samband við mig því Tom [Cruise] hafði séð Harry Brown og sagði við McQuarrie: Sjáðu, kannski er þessi gaur réttur fyrir hlutverkið. McQuarrie horfði á hana og elskaði hana, hafði samband við mig og við hittumst til að ræða hlutverkið,“ segir Sean um aðdragandann. Solomon Lane fer fyrir glæpasamtökunum The Syndicate. „Ég var ekki sérlega spenntur fyrir hlutverkinu í fyrstu, ég geri almennt ekki svona myndir, þetta er ekki beint ég,“ segir Sean og bætir við að McQuarrie, sem leikstýrði síðustu fjórum myndunum í seríunni, hafi skilið það. Sean hugsaði síðan málið og ákvað, eftir þrýsting frá umboðsmanni sínum, að taka hlutverkinu. „Það var mjög gaman, öðruvísi vinna og langar tökur. Þessar myndir eru skemmtilegar, maður lærir mjög mikið við gerð þeirra, það er annar taktur og þú gerir mikið af líkamlegri vinnu, bardaga- og byssuþjálfun. Þú ert alveg á toppnum, það er ekkert budget, bara nóg af peningum sem var magnað að vera í kringum,“ segir hann. Harris lék gegnt Tom Cruise í hlutverki Ethan Hunt í tveimur myndum. „Að umgangast Tom Cruise er gott, maður lærir mikið af honum en hann er öðruvísi skepna. Hann er mjög einbeittur, elskar að gera myndir og elskar að vera á setti,“ segir Sean. Solomon Lane er stærsta hlutverkið sem Harris hefur leikið, allavega hvað útbreiðslu varðar en myndin rakaði inn 600 milljónum dala í bíóhúsum. Karakter Lane sneri síðan aftur í Mission: Impossible - Fallout (2018) sem naut enn meiri vinsælda. „Fólk þekkir mig sem Solomon Lane og talar meira um Mission: Impossible frekar en The Stranger eða einhverjar aðrar myndir,“ segir Sean. Solomon Lane er töluvert skeggjaðri í Fallout en Rogue Nation. „Ég var hissa hvað fólk fílaði Solomon Lane og fannst hann gott illmenni. Fólk brást mjög vel við honum sem kom mér á óvart. Mér fannst ég líka ekkert sérstakur á köflum. En ég er ánægður að ég gerði þessar myndir,“ bætir hann við. Þó Lane lifi af Fallout var hann ekki fenginn í síðustu tvær myndir seríunnar. Sean telur það hafa verið fyrir bestu. „Þeir héldu mér á lífi, vildu ekki að dæi. En ég held ég hefði ekki getað snúið aftur í síðustu tvær myndirnar, þetta var komið gott,“ segir hann. Tók leiklistinni kannski of alvarlega „Ég held að öll list og allt það sem er skapandi sé mikilvægt, samfélagið þarf þessar sögur og ég hef alltaf tekið leiklistinni alvarlega, kannski of alvarlega stundum,“ segir Sean þegar hann er spurður út í hlutverk listarinnar. „Ég gerði það sérstaklega sem ungur maður en eftir því sem ég eldist verð ég minna klikkaður,“ bætir hann við. Sean lék andsetna hermanninn Santino í hrollvekjunni Deliver Us From Evil árið 2014. „Þú getur tekið hluti úr sjálfum þér til að setja í vinnuna en á endanum snýst það um að nota ímyndunaraflið, vera skapandi, opinn og afslappaður, svo þú getir leyft hlutum að flæða í gegnum þig. Ef þú er fastur og þéttur eins og veggur, bæði í huganum og líkamlega, þá flæðir ekkert í gegnum þig.“ „Þú þarft að vera eins og vatn, eins og Bruce Lee sagði. En það er mjög erfitt og tekur langan tíma að ná því. Ég veit ekki hvort ég nái því nokkurn tímann,“ segir Sean að lokum. Bíó og sjónvarp Bretland Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Íslandsvinir Tengdar fréttir Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Síðasta ómögulega verkefnið líður fyrir látlaus endurlit til fyrri mynda, þvældan þráð og leikstjóra sem treystir ekki áhorfendum. Súperstjarnan Tom Cruise og magnaður seinni helmingur með bestu áhættuatriðum seríunnar bjargar myndinni. 6. júní 2025 06:48 Ekkert er Cruise ómögulegt Tom Cruise steig fyrst fram sem ofurnjósnarinn Ethan Hunt í Mission: Impossible 1996. Myndin sló í gegn og á rúmum tveinur áratugum eru MI-myndirnar orðnar sex. Sú nýjasta er almennt talin best. Jafnvel ein besta spennumynd síðari tíma. 16. ágúst 2018 10:00 Frændinn loks mættur Prometheus er áhugaverð og kærkomin, sérstaklega ef bág staða vísindaskáldskapar nútímans er tekin með í reikninginn. Það er þó ekki sjálfgefið að ástríðufyllstu aðdáendur Alien-seríunnar taki þessum náskylda frænda opnum örmum, þó hans hafi verið beðið í ofvæni. Umgjörðin er glæsileg og andrúmsloftið þrælmagnað. Þess vegna á Prometheus skilið svo miklu vandaðra handrit. 7. júní 2012 20:00 Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Fleiri fréttir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Sjá meira
Harris braust fram á sjónarsviðið upp úr aldamótum þegar hann lék söngvarann Ian Curtis í tónlistarmyndinni 24 Hour Party People. Gegnum árin hefur hann getið sér gott orð fyrir að leika sálfræðilega myrkar persónur í þáttum á borð við Southcliffe (2013), sem hann hlaut BAFTA-verðlaun fyrir, og The Borgias (2011-13). Sean leikur hinn dularfulla Vincent í Polyorama.Sagafillm Harris fékk tækifærið í Hollywood þegar hann lék í geimhrollvekjunni Prometheus (2012) og bauðst honum í kjölfarið að leika illmennið Solomon Lane í tveimur Mission: Impossible-myndum. Harris er nýlega búinn að leika í íslensku myndinni Polyorama sem er leikstýrt af hinum skoska Grame Maley, sem hefur búið á Íslandi um árabil og hefur áður leikstýrt myndunum Pale Star og A Reykjavík Porno. Polyorama fjallar um leikkonuna Ingrid sem fær óvænta heimsókn frá erlendum blaðamanni á frumsýningardag nýrrar sýningar. Sean Harris fékk sjálfur heimsókn frá blaðamanni þegar undirritaður kíkti við á tökustað í Borgarleikhúsinu í lok júlí. Áhuginn kviknaði við að horfa á Streisand Níundi áratugurinn var umbrotatími á Bretlandi og einkenndist af mikilli félagslegri ólgu og atvinnuleysi víða um land. Sean fann fyrir því í nærumhverfi sínu og á eigin skinni. „Mikið af verksmiðjum lokuðu, pabbi minn vann í slippnum og mikið af strákunum unnu á skipasmíðastöðvum og í fiskiðnaðinum. Þetta hvarf allt saman þannig á þessum tíma voru margir atvinnulausir,“ segir Sean. Harris ólst upp í smábænum Lowestoft í Suffolk sem er austasti bær Bretlandseyja.Vísir/Ívar Fannar Árið 1989 flutti Sean til Lundúna til að læra leiklist við Drama Centre London, þá orðinn 23 ára. Kannski dálítið seint miðað við fólk í dag, eða hvað? „Ég held það hafi ekki verið seint heldur rétti tíminn. Ég hefði ekki verið nógu þroskaður og ekki tilbúinn í það fyrr,“ segir hann um ákvörðunina. Hvað gerðirðu fyrir það, varstu að vinna eða í öðru námi? „Engin vinna, bara að slæpast. Það var enga vinnu að fá,“ segir hann um ár sín fram að náminu. Harris var valinn besti leikarinn á BAFTA-hátíðinni árið 2014 fyrir leik sinn í framhaldsþáttaröðinni Southcliffe. Kallaði leiklistin alltaf á þig eða uppgötvaðirðu hana skyndilega? „Ég held að innst inni hafi það líklega alltaf verið eitthvað sem mig langaði að gera. En ég fattaði það ekki né skildi, ég naut þess bara að horfa á bíómyndir í sjónvarpinu,“ segir Sean. Harris er þekktur fyrir spennuþrungnar myndir, hrollvekjur og dramahlutverk en áhugi hans á leiklist kviknaði hins vegar við áhorf á söngleikjamyndinni Funny Girl (1968) með Barböru Streisand. Funny Girl var fyrsta hlutverk Streisand á stóra skjánum en hún hafði áður leikið í söngleiknum á sviði. „Ég hafði alltaf áhuga á grínmyndum og ég elskaði söngleiki. Ég horfði í raun ekki á þungar myndir, ef svo má segja, þar til ég varð mun eldri,“ segir Sean. „Alla laugardaga horfðum við á kvikmyndir í sjónvarpinu og ég man eftir því að hafa horft á Funny Girl og hugsað: Vá ég myndi elska að gera þetta. Ég horfði auðvitað á aðrar myndir en ég elska gamla söngleiki og svarthvítar myndir.“ „Þú ert beðinn um að leika alltaf sömu rulluna“ Stærstan hluta ferilsins hefur Harris leikið sálfræðilega flóknar persónur, menn plagaða af innri djöflum eða hrein illmenni. Hann segir erfitt að leika slík hlutverk til lengdar. „Ég er ekki beint þreyttur á því en það er bara svo mikið sem maður getur gert með það. Þú getur ekki haldið áfram að gera það út ævina þó þú sért beðinn um það, þú ert beðinn um að leika alltaf sömu rulluna,“ segir hann. Harris hefur leikið ýmsa skrautlega karaktera.Vísir/Ívar Fannar „Maður krefst mikils af sér að leika sífellt slík hlutverk, að fara stöðugt á þennan dimma stað.“ Harris hefur oft verið lýst sem method-leikara vegna þess hvernig hann sekkur sér á kaf í persónur sínar og leyfir þeim að taka algjörlega yfir. Sjálfur segist hann ekki viss um að hann sé method-leikari. „Þú verður ekki einhver annar því það er ómögulegt. Og ef þú verður einhver annað ertu sennilega klikkaður eða það er eitthvað að þér. En orkan þín breytist og þú tekur við mikið af orku karaktersins og sögunnar sem þú ert að segja,“ segir hann. Sean Harris segir það taka á líkamann að fara á myrka staði. Leikurinn taki ekki aðeins á andlega heldur einnig líkamlega. Hann hafi upplifað það bæði þegar hann lék mann sem er grunaður um hryllilegt barnsrán í The Stranger (2022) og leikbrúðustjóranda í sálfræðitryllinum Possum (2018). „Í The Stranger breytti ég mér líkamlega og glímdi við ýmsa líkamlega kvilla eftir það,“ segir hann. Sean grenntist mikið fyrir rulluna, safnaði miklu skeggi og var dálítinn tíma að finna innri rödd persónunnar. „Ég eyddi miklum tíma við myndina, við vorum í ár að undirbúa hana og svo tókum við myndina upp í Covid. Ég var í sóttkví á hóteli í tvær vikur fyrir tökur þannig það var mjög krefjandi,“ segir hann um sálfræðitryllinn. Harris lék á móti Joel Edgerton í The Stranger sem fjallar um eitt óhuggulegasta barnsránsmál Ástralíu. „Þetta er þögul mynd á vissan hátt“ „Bransinn hefur séð mig í ákveðnu ljósi, sérstaklega á Englandi. Ég myndi vilja prófa eitthvað nýtt og það er það sem ég er að gera í þessari mynd,“ segir Sean um Polyorama. „Þetta er þögul mynd á vissan hátt fyrir mig því ég tala ekki. Þetta er íslensk mynd á íslensku. Ég er persóna í myndinni en að vissu leyti utan hennar og utan alls sem gerist í kringum mig. Við skiljum ekki í fyrstu af hverju ég er þarna,“ segir hann. Harris leikur dularfullan blaðamann í myndinni. „Graeme sendi mér handrit að annarri mynd sem við ætlum að gera. Okkur tókst það ekki en vildum samt vinna saman. Þannig ég spurði Graeme hvort hann væri með eitthvað annað. Honum datt þetta í hug, Polyorama, og sendi hana á mig,“ segir hann. Polyorama fjallar um reynda íslenska leikkonu, sem leikin er af Eddu Björgvins, sem fær óvænta heimsókn frá erlendum blaðamanni sama dag og hún er að frumsýna nýtt verk. Sean fannst handritið gott en fékk þó strax ákveðna hugmynd um persónu sína. Edda Björgvins fer með aðalhlutverkið í myndinni. „Ég var með texta en mér fannst að persónan ætti ekki að tala og honum fannst það góð hugmynd þannig við breyttum handritinu,“ segir Sean sem talar nánast ekkert í myndinni. „Þetta er í rauninni íslensk mynd og ég er að leika í minni fyrstu mynd á erlendri tungu,“ segir hann um myndina sem er framleidd af Sagafilm. Hinn skoski Malley skrifar handritið og leikstýrir en hin pólska Magda Kowalczyk er kvikmyndatökumaður. Aðrir leikarar í myndinni eru Steinunn Ólína, Þröstur Leó, Birta Sólveig Söring Þórisdóttir, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Mímir Bjarki Pálmason, Heiðdís Hlynsdóttir og Sturla Friðriksson. „Ég skynjaði hann líka sem draug“ Eftir útskrift 1992 lék Harris í þónokkrum stuttmyndum en stóra tækifærið kom þegar hann lék Ian Curtis, söngvara Joy Division sem féll fyrir eigin hendi 23 ára gamall, í tónlistarmyndinni 24 Hour Party People (2002) sem fékk gríðarlega góðar viðtökur. „Það var stóra tækifærið mitt og fólk tók í kjölfarið að horfa á mig í öðru ljósi, sjá mig sem einhvern sem gæti borið uppi kvikmynd,“ segir hann. Ian Curtis glímdi við flogaveiki og stytti sér aldur á hátindi ferilsins. Harris hafði farið í prufu fyrir hlutverk Sean Ryder, söngvara Happy Mondays sem er einnig persóna í myndinni, en Michael Winterbottom, sem leikstýrði myndinni, vildi fá hann til að leika Ian Curtis eftir að hafa séð hann í prufunni. „Það var mjög krefjandi fyrir líkama og sál. Hann glímdi bæði við flogaveiki og svipti sig lífi. Síðan þurfti ég að ná dansinum hans réttum. Þannig það var smá pressa á mér en ég naut þess,“ segir hann um Curtis. Tökur á myndinni fóru fram í Manchester að vetri til sem Sean segir að hafi gefið myndinni gotneskt yfirbragð. „Ég var mjög einmana og aðskildi mig frá öllum hinum. En það er eitthvað sem ég geri hvort sem er. En ég skynjaði hann líka sem draug,“ segir hann. Hafði myndin samstundis áhrif á næstu skref ferilsins? „Ekki samstundis en það hafði sannarlega áhrif. Og hlutverkið er eitthvað sem allir tengja mig við og tala ennþá um. Síðan kom hin Joy Division-myndin út, Control, og fólk reynir að etja þeim saman en ég held að þær séu mjög ólíkar og frammistöðurnar tvær sömuleiðis,“ segir Sean. Borgia-fjölskyldan, Prómeþeifur og Tom Cruise Eftir að hafa getið sér gott orð í breskum kvikmyndum og sjónvarpi fékk Harris stórt hlutverk í sjónvarpsþáttunum The Borgias, sem fjölluðu um uppgang hinnar ósvífnu Borgia-fjölskyldu og ásælni í páfastól undir lok fimmtándu aldar. Micheletto bregður fyrir í 27 þáttum Borgias og er því lykilpersóna. Harris lék launmorðingi Micheletto Corella sem var dyggur skósveinn Cesare Borgia og vann öll skítverkin fyrir fjölskylduna. Corella er margslunginn og ekki allur þar sem hann er séður. „Þetta var karakter sem ég elskaði að leika og fólk elskaði Micheletto. Það var frábært að vinna svona lengi að persónu, fá að kynnast honum og kanna hann. Ég myndi elska að gera eitthvað svoleiðis aftur. Í bíómyndum er tíminn snarpur, þú vinnur þína vinnu og ferð svo,“ segir Sean. „Þú getur virkilega mótað persónuna sem þú ert að leika, ef þér semur vel við handritshöfundana og framleiðendurna geturðu átt gott samstarf og kannað hlutverkið mun betur,“ bætir hann við. Jarðfræðingurinn Fifield vakti gremju hjá mörgum áhorfendum Prometheus vegna misgáfulegra ákvarðana persónunnar. Eftir fyrstu seríuna af Borgias bauðst Harris að leika jarðfræðinginn Fifield í Prometheus (2012) í leikstjórn Ridley Scott. Segja má að hlutverkið hafi verið fyrsta skref Harris inn í Hollywood. Skömmu síðar bauðst Harris enn stærra tækifæri, að leika illmennið Solomon Lane í Mission: Impossible - Rogue Nation (2015). „Christopher McQuarrie hafði samband við mig því Tom [Cruise] hafði séð Harry Brown og sagði við McQuarrie: Sjáðu, kannski er þessi gaur réttur fyrir hlutverkið. McQuarrie horfði á hana og elskaði hana, hafði samband við mig og við hittumst til að ræða hlutverkið,“ segir Sean um aðdragandann. Solomon Lane fer fyrir glæpasamtökunum The Syndicate. „Ég var ekki sérlega spenntur fyrir hlutverkinu í fyrstu, ég geri almennt ekki svona myndir, þetta er ekki beint ég,“ segir Sean og bætir við að McQuarrie, sem leikstýrði síðustu fjórum myndunum í seríunni, hafi skilið það. Sean hugsaði síðan málið og ákvað, eftir þrýsting frá umboðsmanni sínum, að taka hlutverkinu. „Það var mjög gaman, öðruvísi vinna og langar tökur. Þessar myndir eru skemmtilegar, maður lærir mjög mikið við gerð þeirra, það er annar taktur og þú gerir mikið af líkamlegri vinnu, bardaga- og byssuþjálfun. Þú ert alveg á toppnum, það er ekkert budget, bara nóg af peningum sem var magnað að vera í kringum,“ segir hann. Harris lék gegnt Tom Cruise í hlutverki Ethan Hunt í tveimur myndum. „Að umgangast Tom Cruise er gott, maður lærir mikið af honum en hann er öðruvísi skepna. Hann er mjög einbeittur, elskar að gera myndir og elskar að vera á setti,“ segir Sean. Solomon Lane er stærsta hlutverkið sem Harris hefur leikið, allavega hvað útbreiðslu varðar en myndin rakaði inn 600 milljónum dala í bíóhúsum. Karakter Lane sneri síðan aftur í Mission: Impossible - Fallout (2018) sem naut enn meiri vinsælda. „Fólk þekkir mig sem Solomon Lane og talar meira um Mission: Impossible frekar en The Stranger eða einhverjar aðrar myndir,“ segir Sean. Solomon Lane er töluvert skeggjaðri í Fallout en Rogue Nation. „Ég var hissa hvað fólk fílaði Solomon Lane og fannst hann gott illmenni. Fólk brást mjög vel við honum sem kom mér á óvart. Mér fannst ég líka ekkert sérstakur á köflum. En ég er ánægður að ég gerði þessar myndir,“ bætir hann við. Þó Lane lifi af Fallout var hann ekki fenginn í síðustu tvær myndir seríunnar. Sean telur það hafa verið fyrir bestu. „Þeir héldu mér á lífi, vildu ekki að dæi. En ég held ég hefði ekki getað snúið aftur í síðustu tvær myndirnar, þetta var komið gott,“ segir hann. Tók leiklistinni kannski of alvarlega „Ég held að öll list og allt það sem er skapandi sé mikilvægt, samfélagið þarf þessar sögur og ég hef alltaf tekið leiklistinni alvarlega, kannski of alvarlega stundum,“ segir Sean þegar hann er spurður út í hlutverk listarinnar. „Ég gerði það sérstaklega sem ungur maður en eftir því sem ég eldist verð ég minna klikkaður,“ bætir hann við. Sean lék andsetna hermanninn Santino í hrollvekjunni Deliver Us From Evil árið 2014. „Þú getur tekið hluti úr sjálfum þér til að setja í vinnuna en á endanum snýst það um að nota ímyndunaraflið, vera skapandi, opinn og afslappaður, svo þú getir leyft hlutum að flæða í gegnum þig. Ef þú er fastur og þéttur eins og veggur, bæði í huganum og líkamlega, þá flæðir ekkert í gegnum þig.“ „Þú þarft að vera eins og vatn, eins og Bruce Lee sagði. En það er mjög erfitt og tekur langan tíma að ná því. Ég veit ekki hvort ég nái því nokkurn tímann,“ segir Sean að lokum.
Bíó og sjónvarp Bretland Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Íslandsvinir Tengdar fréttir Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Síðasta ómögulega verkefnið líður fyrir látlaus endurlit til fyrri mynda, þvældan þráð og leikstjóra sem treystir ekki áhorfendum. Súperstjarnan Tom Cruise og magnaður seinni helmingur með bestu áhættuatriðum seríunnar bjargar myndinni. 6. júní 2025 06:48 Ekkert er Cruise ómögulegt Tom Cruise steig fyrst fram sem ofurnjósnarinn Ethan Hunt í Mission: Impossible 1996. Myndin sló í gegn og á rúmum tveinur áratugum eru MI-myndirnar orðnar sex. Sú nýjasta er almennt talin best. Jafnvel ein besta spennumynd síðari tíma. 16. ágúst 2018 10:00 Frændinn loks mættur Prometheus er áhugaverð og kærkomin, sérstaklega ef bág staða vísindaskáldskapar nútímans er tekin með í reikninginn. Það er þó ekki sjálfgefið að ástríðufyllstu aðdáendur Alien-seríunnar taki þessum náskylda frænda opnum örmum, þó hans hafi verið beðið í ofvæni. Umgjörðin er glæsileg og andrúmsloftið þrælmagnað. Þess vegna á Prometheus skilið svo miklu vandaðra handrit. 7. júní 2012 20:00 Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Fleiri fréttir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Sjá meira
Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Síðasta ómögulega verkefnið líður fyrir látlaus endurlit til fyrri mynda, þvældan þráð og leikstjóra sem treystir ekki áhorfendum. Súperstjarnan Tom Cruise og magnaður seinni helmingur með bestu áhættuatriðum seríunnar bjargar myndinni. 6. júní 2025 06:48
Ekkert er Cruise ómögulegt Tom Cruise steig fyrst fram sem ofurnjósnarinn Ethan Hunt í Mission: Impossible 1996. Myndin sló í gegn og á rúmum tveinur áratugum eru MI-myndirnar orðnar sex. Sú nýjasta er almennt talin best. Jafnvel ein besta spennumynd síðari tíma. 16. ágúst 2018 10:00
Frændinn loks mættur Prometheus er áhugaverð og kærkomin, sérstaklega ef bág staða vísindaskáldskapar nútímans er tekin með í reikninginn. Það er þó ekki sjálfgefið að ástríðufyllstu aðdáendur Alien-seríunnar taki þessum náskylda frænda opnum örmum, þó hans hafi verið beðið í ofvæni. Umgjörðin er glæsileg og andrúmsloftið þrælmagnað. Þess vegna á Prometheus skilið svo miklu vandaðra handrit. 7. júní 2012 20:00