Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Agnar Már Másson skrifar 13. ágúst 2025 16:13 Héraðsdómur Reykjavíkur Til stendur að vísa manni úr landi í dag sem grunaður er um heimilisofbeldi og hefur hlotið þrjá refsidóma á Íslandi. Maðurinn dvaldi hér á landi í trássi við lög og var handtekinn í byrjun mánaðar eftir að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína og brotið síma hennar, að sögn lögreglu. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdómi Reykjavíkur sem Landsréttur staðfesti í dag yfir manninum, sem hefur að sögn lögreglu dvalið ólöglega á Íslandi og er grunaður um ofbeldisbrot gegn fyrrverandi maka en einnig er hann grunaður um eignaspjöll á síma hennar og fleiri brot. Þjóðerni og aldur mannsins eru ekki gefin upp í dómnum. Flutningur hans úr landi var samkvæmt dómnum fyrirhugaður í gær eða í dag, 13. ágúst 2025, en fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort manninum hafi verið vísað úr landi. Blaðamaður leitaði til fulltrúa ríkislögreglustjóra en fékk þau svör að hann gæti ekki tjáð sig um einstök mál. Dóttirin fylgdist með Í greinargerð lögreglu segir að lögregla hafi verið kölluð út að heimili í Reykjavík í byrjun ágúst þar sem fyrrverandi kærasta hans tók á móti lögreglu er hún stóð ásamt dóttur sinni á götuhorni. Þar mun hún hafa lýst því hvernig maðurinn hafi komið óvænt til þeirra mæðgna og rifið í hár konunnar, sparkað í hana, tekið af henni símann og kastað honum í gólfið. Dætur hennar urðu vitni að þessu, hefur lögregla eftir konunni sem mun hafa tjáð lögregluþjónum að maðurinn hefði komið á stórum, svörtum bíl sem hann héldi til með bróður sínum. Þær mæðgur voru nánast ótalandi á ensku og fór samtal lögreglu í gegnum þýðingaforrit í farsíma, að sögn lögreglu. Ekki hafi verið neinir sjáanlegir áverkar á konunni og taldi hún sig ekki þurfa að fara í læknisskoðun. Staðfesta varðhald Lögregla handtók manninn heima hjá honum seinna um nóttina og var hann fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Maðurinn skráði dvöl sína á Íslandi 31. mars 2021 en hann var skráður úr landi þann 1. júní 2021 og hefur ekki sinnt tilkynningaskyldu að sögn lögreglu. Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála hafa þegar staðfest brottvísun mannsins og þriggja ára endurkomubann yfir honum. Landsréttur staðfesti varðhald yfir honum sem á að renna út á morgun en samkvæmt ákvörðunum yfirvalda ætti hann að vera farinn af landi brott þá. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritsjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Landsréttur dæmdi í málinu á dögunum.Vísir/Egill Reykjavík Heimilisofbeldi Dómsmál Innflytjendamál Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Sjá meira
Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdómi Reykjavíkur sem Landsréttur staðfesti í dag yfir manninum, sem hefur að sögn lögreglu dvalið ólöglega á Íslandi og er grunaður um ofbeldisbrot gegn fyrrverandi maka en einnig er hann grunaður um eignaspjöll á síma hennar og fleiri brot. Þjóðerni og aldur mannsins eru ekki gefin upp í dómnum. Flutningur hans úr landi var samkvæmt dómnum fyrirhugaður í gær eða í dag, 13. ágúst 2025, en fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort manninum hafi verið vísað úr landi. Blaðamaður leitaði til fulltrúa ríkislögreglustjóra en fékk þau svör að hann gæti ekki tjáð sig um einstök mál. Dóttirin fylgdist með Í greinargerð lögreglu segir að lögregla hafi verið kölluð út að heimili í Reykjavík í byrjun ágúst þar sem fyrrverandi kærasta hans tók á móti lögreglu er hún stóð ásamt dóttur sinni á götuhorni. Þar mun hún hafa lýst því hvernig maðurinn hafi komið óvænt til þeirra mæðgna og rifið í hár konunnar, sparkað í hana, tekið af henni símann og kastað honum í gólfið. Dætur hennar urðu vitni að þessu, hefur lögregla eftir konunni sem mun hafa tjáð lögregluþjónum að maðurinn hefði komið á stórum, svörtum bíl sem hann héldi til með bróður sínum. Þær mæðgur voru nánast ótalandi á ensku og fór samtal lögreglu í gegnum þýðingaforrit í farsíma, að sögn lögreglu. Ekki hafi verið neinir sjáanlegir áverkar á konunni og taldi hún sig ekki þurfa að fara í læknisskoðun. Staðfesta varðhald Lögregla handtók manninn heima hjá honum seinna um nóttina og var hann fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Maðurinn skráði dvöl sína á Íslandi 31. mars 2021 en hann var skráður úr landi þann 1. júní 2021 og hefur ekki sinnt tilkynningaskyldu að sögn lögreglu. Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála hafa þegar staðfest brottvísun mannsins og þriggja ára endurkomubann yfir honum. Landsréttur staðfesti varðhald yfir honum sem á að renna út á morgun en samkvæmt ákvörðunum yfirvalda ætti hann að vera farinn af landi brott þá. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritsjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Landsréttur dæmdi í málinu á dögunum.Vísir/Egill
Reykjavík Heimilisofbeldi Dómsmál Innflytjendamál Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Sjá meira