Lífið

Hall og Oates ná sáttum

Jón Þór Stefánsson skrifar
Daryl Hall og John Oates eiga ansi marga smelli.
Daryl Hall og John Oates eiga ansi marga smelli. Getty

Daryl Hall og John Oates, sem saman mynduðu popptvíeykið Hall & Oates en hafa undanfarin misseri eldað grátt silfur, hafa náð sáttum fyrir dómi.

Þessir tveir fyrrverandi mátar staðið í miklum málaferlum gegn hvor öðrum. Árið 2023 lagði Hall fram stefnu á hendur Oates með það að markmiði að stöðva hann í því að selja sinn hluta í fyrirtæki þeirra Whole Oats Enterprises. Í slíkri sölu hefðu falist réttindi að nafni og líkindum þeirra, sem og höfundarréttarlaun.



Dómari í Nashville lagði tímabundið bann á söluna í nóvember þetta sama ár. Þeir þyrftu að leita til gerðardóms og leita lausnar sinna mála.

Fyrir liggur að Hall sakaði Oates um svik. Hann sagði fyrrverandi félaga sinn hafa komið aftan að sér. Oates sagði ásakanir Hall særa sig verulega. Um væri að ræða krassandi og rangar yfirlýsingar.



Hall & Oates náðu stjörnuhæðum í lok áttunda áratugarins og voru geysivinsælir fram að lokum þess níunda.

Á meðal þekktustu laga þeirra eru Rich Girl, Private Eyes, I Can't Go for That (No Can Do), ManeaterOut of Touch, og You Make My Dreams.



Í viðtali AP við Oates í fyrra sagði hann þá tvo ekki lengur eiga í samskiptum, og sagðist hann ekki sjá fyrir sér að þeir myndu koma aftur saman.

Hall tók í sama streng í viðtali við The Times í fyrra. „Skipið er siglt, alla leið niður á hafsbotn,“ sagði Hall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.