Innlent

Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættu­legum gatna­mótum við Skóga­foss

Agnar Már Másson skrifar
Bílarnir virðast hafa hafnað utan vegar.
Bílarnir virðast hafa hafnað utan vegar. Aðsend

Hið minnsta einn er slasaður eftir árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi. Bílarnir urðu fyrir miklu tjóni að sögn lögreglu, sem segir slys algeng á gatnamótunum.

Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri á Suðurlandi, segir við Vísi að alls hafi fjórir verið í bílunum sem hafi orðið fyrir talsverðu tjóni þegar þeir skullu saman við gatnamót Suðurlandsvegar og Skógavegar.

Einn hafi hlotið áverka en alvarleiki þeirra liggur ekki fyrir. Lögregla er enn á vettvangi en allir þeir fjórir sem voru í bílunum hafa verið fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, að sögn Þorsteins.

Mikið tjón er á öðrum bílnum.Vísir/bjarki

Lögregla stýrir nú umferð um vettvang. Gatnamótin við Skógaveg eru góðkunningi lögreglu enda hefur hún þurft að sinna fjölda árekstra þarna síðustu ár.

„Það eru býsna oft árekstrar þarna,“ segir Þorsteinn en útkallið barst lögreglu klukkan hálffjögur í dag.

Fréttin verður uppfærð þegar frekari upplýsingar berast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×