Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2025 09:21 Moai-styttur á Ahu Tongariki á Páskaeyju. Sjórinn gæti náð þeim seinna á þessari öld vegna hækkandi yfirborðs sjávar. AP/Esteban Felix Öldur gætu náð alla leið að styttunum frægu á Páskaeyju fyrir árið 2080 vegna hækkandi yfirborðs sjávar sem er ein af afleiðingum loftslagsbreytinga af völdum manna. Stytturnar laða tugi þúsunda ferðamanna að eyjunni árlega en ferðaþjónusta er undirstöðuatvinnugrein þar. Svonefndu moai-stytturnar á Páskaeyju í Kyrrahafi voru reistar af eyjaskeggjum á milli 10. og 16. aldar. Þeim var ætlað að heiðra mikilvæga forfeður og höfðingja Rapa Nui-þjóðarinnar. Um 900 slíkar styttur eru á eyjunni sem er um 160 ferkílómetrar að flatarmáli. Nú segja vísindamenn að fimmtán styttur á Ahu Tongariki, stærsta minnisvarða eyjarinnar, gæti verið í hættu vegna sjávarfalla fyrir árið 2080. Svæðið er hluti af Rapa Nui-þjóðgarðinum sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Hugsanlega yrði hægt að verja stytturnar með því að reisa sjóvarnargarða eða jafnvel færa þær lengra upp á land. Noah Paoa, aðalhöfundur greinar um rannsóknina frá Háskólanum á Havaí, segist vonast til þess að niðurstöður sínar leiði til aðgerða áður en tjón verði á styttunum, „Það er best að horfa fram á við og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða frekar en að bregðast við mögulegum hættum eftir á,“ segir Paoa sem er sjálfur frá Páskaeyju. Fimmtán styttur eru á Ahu Tongariki-minnisvarðanum, þeim stærsta á Páskaeyju. Í bakgrunni sést eldfjallið Rano Raraku.AP/Esteban Felix UNESCO segir að allt að fimmtíu aðrir staðir á heimsminjaskrá séu í hættu vegna sjávarflóða. Loftslagsbreytingar séu helsta ógnin við þá staði á skránni sem liggja við sjóinn. „Við Miðjarðarhaf og í Afríku verða þrír af hverjum fjórum stöðum á láglendi við sjó fyrir rofi og flóðum vegna hraðari hækkunar yfirborðs sjávar,“ segir talsmaður UNESCO við AP-fréttastofuna. Yfirborð sjávar fer hækkandi vegna hnattrænnar hlýnunar sem menn valda með stórfelldri losun á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Hækkunin er annars vegar tilkomin vegna þess að sjórinn þenst út eftir því sem hann hlýnar og hins vegar vegna bráðnunar landíss. Síle Loftslagsmál Hafið Jarðefnaeldsneyti Fornminjar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Sjá meira
Svonefndu moai-stytturnar á Páskaeyju í Kyrrahafi voru reistar af eyjaskeggjum á milli 10. og 16. aldar. Þeim var ætlað að heiðra mikilvæga forfeður og höfðingja Rapa Nui-þjóðarinnar. Um 900 slíkar styttur eru á eyjunni sem er um 160 ferkílómetrar að flatarmáli. Nú segja vísindamenn að fimmtán styttur á Ahu Tongariki, stærsta minnisvarða eyjarinnar, gæti verið í hættu vegna sjávarfalla fyrir árið 2080. Svæðið er hluti af Rapa Nui-þjóðgarðinum sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Hugsanlega yrði hægt að verja stytturnar með því að reisa sjóvarnargarða eða jafnvel færa þær lengra upp á land. Noah Paoa, aðalhöfundur greinar um rannsóknina frá Háskólanum á Havaí, segist vonast til þess að niðurstöður sínar leiði til aðgerða áður en tjón verði á styttunum, „Það er best að horfa fram á við og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða frekar en að bregðast við mögulegum hættum eftir á,“ segir Paoa sem er sjálfur frá Páskaeyju. Fimmtán styttur eru á Ahu Tongariki-minnisvarðanum, þeim stærsta á Páskaeyju. Í bakgrunni sést eldfjallið Rano Raraku.AP/Esteban Felix UNESCO segir að allt að fimmtíu aðrir staðir á heimsminjaskrá séu í hættu vegna sjávarflóða. Loftslagsbreytingar séu helsta ógnin við þá staði á skránni sem liggja við sjóinn. „Við Miðjarðarhaf og í Afríku verða þrír af hverjum fjórum stöðum á láglendi við sjó fyrir rofi og flóðum vegna hraðari hækkunar yfirborðs sjávar,“ segir talsmaður UNESCO við AP-fréttastofuna. Yfirborð sjávar fer hækkandi vegna hnattrænnar hlýnunar sem menn valda með stórfelldri losun á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Hækkunin er annars vegar tilkomin vegna þess að sjórinn þenst út eftir því sem hann hlýnar og hins vegar vegna bráðnunar landíss.
Síle Loftslagsmál Hafið Jarðefnaeldsneyti Fornminjar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent