Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. ágúst 2025 15:03 Páll Brynjarsson framkvæmdarstjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi segir að samgöngumál hafi verið sett á oddinn á fundi forsvarsfólks samtakanna og ríkistjórnarinnar í Stykkishólmi í morgun. Samgöngur á Vesturlandi hafa orðið útundan undanfarin ár, að mati Samtaka sveitarfélaga á svæðinu. Forsvarsfólk þeirra krafðist úrbóta á fundi með ríkistjórninni á fimmtudag. Þá þurfi að bæta fjarskiptakerfi, fjölga hjúkrunarrýmum og berjast gegn verndartollum á kísiljárn. Ríkisstjórnarfundur fór fram í Stykkishólmi á fimmtudag þar sem ráðherrar hittu m.a. forsvarsfólk Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Páll Brynjarsson framkvæmdarstjóri samtakanna segir að samgöngumál hafi verið sett á oddinn. „Við teljum að Vesturland hafi orðið út undan varðandi nýframkvæmdir á vegum undanfarin ár. Þá er mikil samstaða meðal sveitarfélaga á Vesturlandi um mikilvægi þess að fá aukið fjármagn frá stjórnvöldum í viðhald vega á svæðinu. Sem betur fer kom fjárveiting á þessu ári og við væntum þess að hún haldi áfram á næstu tveimur árum,“ segir Páll. Stjórnvöld tilkynntu um miklar fjárfestingar í samgöngum fyrir um fimm árum. Meðal þess sem voru framkvæmdir á Skógarstrandarvegi á Vesturlandi. Páll segir mikilvægt að halda þeim áfram. „Við leggjum þunga áherslu að þar verði ekki hlé á framkvæmdum heldur verði haldið áfram með þann veg,“ segir Páll. Gloppur í fjarskiptakerfi og fleiri hjúkrunarrými Hann segir fleiri mál í gangi, „Við erum auðvitað líka að ræða fjarskiptamál sem skipta miklu máli. Það eru gloppur í fjarskiptakerfinu sem þarf að eyða á vegum og á útivistarsvæðum.Við munum líka koma inn á velferðarmál eins og málefni aldraðra það þarf að fjölga hjúkrunarrýmum á Vesturlandi og efla heilbrigðisþjónustu almennt,“ segir hann. Þá sé brýnt að stjórnvöld sinni öflugri hagsmunagæslu varðandi fyrirhugaða verndartolla ESB. „Við höfuðm auðvitað þungar áhyggjur af stöðunni á Grundartanga og munum nota tækifærið til ræða boðaða verndartolla á kísilmálma sem er framleiddir á Grundartanga. Við þrýstum á að stjórnvöld beiti sér í málinu af miklum krafti,“ segir Páll. Samgöngur Snæfellsbær Byggðamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ríkisstjórnarfundur fór fram í Stykkishólmi á fimmtudag þar sem ráðherrar hittu m.a. forsvarsfólk Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Páll Brynjarsson framkvæmdarstjóri samtakanna segir að samgöngumál hafi verið sett á oddinn. „Við teljum að Vesturland hafi orðið út undan varðandi nýframkvæmdir á vegum undanfarin ár. Þá er mikil samstaða meðal sveitarfélaga á Vesturlandi um mikilvægi þess að fá aukið fjármagn frá stjórnvöldum í viðhald vega á svæðinu. Sem betur fer kom fjárveiting á þessu ári og við væntum þess að hún haldi áfram á næstu tveimur árum,“ segir Páll. Stjórnvöld tilkynntu um miklar fjárfestingar í samgöngum fyrir um fimm árum. Meðal þess sem voru framkvæmdir á Skógarstrandarvegi á Vesturlandi. Páll segir mikilvægt að halda þeim áfram. „Við leggjum þunga áherslu að þar verði ekki hlé á framkvæmdum heldur verði haldið áfram með þann veg,“ segir Páll. Gloppur í fjarskiptakerfi og fleiri hjúkrunarrými Hann segir fleiri mál í gangi, „Við erum auðvitað líka að ræða fjarskiptamál sem skipta miklu máli. Það eru gloppur í fjarskiptakerfinu sem þarf að eyða á vegum og á útivistarsvæðum.Við munum líka koma inn á velferðarmál eins og málefni aldraðra það þarf að fjölga hjúkrunarrýmum á Vesturlandi og efla heilbrigðisþjónustu almennt,“ segir hann. Þá sé brýnt að stjórnvöld sinni öflugri hagsmunagæslu varðandi fyrirhugaða verndartolla ESB. „Við höfuðm auðvitað þungar áhyggjur af stöðunni á Grundartanga og munum nota tækifærið til ræða boðaða verndartolla á kísilmálma sem er framleiddir á Grundartanga. Við þrýstum á að stjórnvöld beiti sér í málinu af miklum krafti,“ segir Páll.
Samgöngur Snæfellsbær Byggðamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira