Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. ágúst 2025 06:44 Trump gerði því skóna í gær að fundur með Selenskí gæti farið fram mjög fljótlega og mögulega í Alaska. Getty/Andrew Harnik Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti vildi komast að samkomulagi um frið í Úkraínu og að hann teldi 75 prósent líkur á því að fundur þeirra í Alaska í kvöld myndi bera árangur. Hann myndi vita það á fyrstu mínútum fundarins hvort Pútín væri alvara. Trump freistaði þess í viðtali við Fox News Radio að sannfæra hlustendur um að hann væri fullfær um að höndla Pútín. „Ég er forseti; hann er ekki að fara að fíflast með mig,“ sagði hann. Þá sagði hann að ef vel gengi gæti fundurinn orðið langur en ef ekki, yrði hann stuttur. Þá endurtók hann og ítrekaði að um fyrsta skref væri að ræða og að mögulegur annar fundur þar sem Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti yrði einnig viðstaddur yrði þýðingarmeiri. Trump sagði að á þeim fundi yrðu Pútín og Selenskí að ná saman um að „skipta á milli sín“, sem er tilvísun í kröfur Rússa um að Úkraínumenn láti landsvæði af hendi. Selenskí hefur hingað til neitað að ganga til samninga um slíkt. Þrátt fyrir að virðast nokkuð bjartsýnn um árangur varaði Bandaríkjaforseti hins vegar við væntingum um tafarlaust vopnahlé. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að breytingar á vígvellinum gætu gert friðarumleitanir erfiðari en Rússar hafa verið í nokkurri sókn. Þá sagði hann alla gera sér grein fyrir því að til þess að ná fram friði yrðu að koma til öryggistryggingar. Boðað hefur verið til blaðamannafundar Trump og Pútín eftir fundinn í kvöld, sem þykir benda til þess að stjórnvöld vestanhafs séu nokkuð bjartsýn um árangur. Þau hafa hótað Rússum refsiaðgerðum sýni þeir ekki samningsvilja. Bandaríkin Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Hann myndi vita það á fyrstu mínútum fundarins hvort Pútín væri alvara. Trump freistaði þess í viðtali við Fox News Radio að sannfæra hlustendur um að hann væri fullfær um að höndla Pútín. „Ég er forseti; hann er ekki að fara að fíflast með mig,“ sagði hann. Þá sagði hann að ef vel gengi gæti fundurinn orðið langur en ef ekki, yrði hann stuttur. Þá endurtók hann og ítrekaði að um fyrsta skref væri að ræða og að mögulegur annar fundur þar sem Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti yrði einnig viðstaddur yrði þýðingarmeiri. Trump sagði að á þeim fundi yrðu Pútín og Selenskí að ná saman um að „skipta á milli sín“, sem er tilvísun í kröfur Rússa um að Úkraínumenn láti landsvæði af hendi. Selenskí hefur hingað til neitað að ganga til samninga um slíkt. Þrátt fyrir að virðast nokkuð bjartsýnn um árangur varaði Bandaríkjaforseti hins vegar við væntingum um tafarlaust vopnahlé. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að breytingar á vígvellinum gætu gert friðarumleitanir erfiðari en Rússar hafa verið í nokkurri sókn. Þá sagði hann alla gera sér grein fyrir því að til þess að ná fram friði yrðu að koma til öryggistryggingar. Boðað hefur verið til blaðamannafundar Trump og Pútín eftir fundinn í kvöld, sem þykir benda til þess að stjórnvöld vestanhafs séu nokkuð bjartsýn um árangur. Þau hafa hótað Rússum refsiaðgerðum sýni þeir ekki samningsvilja.
Bandaríkin Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira