Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, Íris Ellenberger og Sjöfn Asare skrifa 15. ágúst 2025 13:00 Við, undirrituð, stöndum með Ingólfi Gíslasyni, lektor við Háskóla Íslands, sem nú sætir persónulegum árásum vegna þátttöku hans í mótmælum gegn því að ísraelski prófessorinn Gil S. Epstein frá Bar-Ilan háskóla fengi að halda fyrirlestur um gervigreind í boði Pension Research Institute Iceland (PRICE), rannsóknarstofnunar um lífeyrismál sem leidd er af prófessor við Háskóla Íslands. Þó að allir ísraelskir háskólar séu samsekir með landránsofbeldi Ísrael, á Bar-Ilan háskólinn í sérstaklega virku samstarfi við ísraelska herinn, meðal annars með því að veita einingar fyrir þátttöku í hernaði. Sjálfur hefur Gil S. Epstein opinberlega, fyrir hönd Bar-Ilan háskóla, lýst stuðningi við þjóðarmorðið á Gasa. Hann á sæti í stjórn stofnunarinnar „The Begin-Sadat Center for Strategic Studies“ (BESA), sem framleiðir áróður til að veita þjóðarmorði Ísrael á Gasa lögmæti, auk þess sem Epstein er sérstakur ráðgjafi Ísraelsstjórnar um stefnumótun gervigreindar, en þjóðarmorðið á Gasa er framið með hjálp gervigreindar á áður óþekktum skala, í ítarlega útfærði stefnumótun. Þróun þeirrar gervigreindar sem Epstein var boðið að kynna í Háskóla Íslands hefur verið nýtt í stórum mæli til að fremja þjóðarmorð í Palestínu. Ingólfur Gíslason hefur staðið ötullega með frelsisbaráttu Palesínu og tekið siðferðislega afstöðu sem fræðamaður gegn landráns- og þjóðarmorðseiningunni Ísrael. Hann er ekki einn um þessa afstöðu, enda voru fleiri akademískir starfsmenn á umræddum mótmælum. Yfir 350 starfsmenn Háskóla Íslands hafa undirritað akademíska sniðgönguyfirlýsingu, auk þess sem allar deildir Menntavísindasviðs HÍ og íslensku og menningardeild Hugvísindasviðis hafa skuldbundið sig akademískri sniðgöngu gegn Ísrael. Þúsundir fræðafólks og hundruðir deilda, sviða og háskóla um heim allan hafa tekið sömu afstöðu. Akademísk sniðganga er ekki skerðing á akademísku frelsi. Þvert á mót er tilgangur fræðafólks sem velur að beita akademískri sniðgöngu að vernda og efla akademískt frelsi og grundvallarréttindi kollega sinna og háskólanemenda í Palestínu, sem búa og starfa við aðstæður sem eru í grundvallaratriðum ósamræmanlegar akademísku frelsi, grundvallar mannréttindum og siðferðislegum markmiðum menntunar. Með því að taka þátt í akademískri sniðgöngu á Ísrael er stutt við akademískt frelsi. Fyrir hönd hópsins Háskólafólk fyrir Palestínu, Elía Hörpu og Önundarbur, meistaranemi Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi og aðjunkt Íris Ellenberger, prófessor Sjöfn Asare, doktorsnemi Hér getur þú skráð þig á lista starfsfólks við Háskóla Íslands sem tekur þátt í akademískri sniðgöngu gegn Ísrael: https://forms.gle/CxvzS3BomsnxwePs6 Hafðu samband við Háskólafólk fyrir Palestínu á fyrirpalestinu@gmail.com ef þú vilt: Fá frekari upplýsingar um akademíska sniðgöngu. Fá stuðning við að koma af stað umræðum um akademíska sniðgöngu innan þinnar deildar við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Háskólar Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Sjá meira
Við, undirrituð, stöndum með Ingólfi Gíslasyni, lektor við Háskóla Íslands, sem nú sætir persónulegum árásum vegna þátttöku hans í mótmælum gegn því að ísraelski prófessorinn Gil S. Epstein frá Bar-Ilan háskóla fengi að halda fyrirlestur um gervigreind í boði Pension Research Institute Iceland (PRICE), rannsóknarstofnunar um lífeyrismál sem leidd er af prófessor við Háskóla Íslands. Þó að allir ísraelskir háskólar séu samsekir með landránsofbeldi Ísrael, á Bar-Ilan háskólinn í sérstaklega virku samstarfi við ísraelska herinn, meðal annars með því að veita einingar fyrir þátttöku í hernaði. Sjálfur hefur Gil S. Epstein opinberlega, fyrir hönd Bar-Ilan háskóla, lýst stuðningi við þjóðarmorðið á Gasa. Hann á sæti í stjórn stofnunarinnar „The Begin-Sadat Center for Strategic Studies“ (BESA), sem framleiðir áróður til að veita þjóðarmorði Ísrael á Gasa lögmæti, auk þess sem Epstein er sérstakur ráðgjafi Ísraelsstjórnar um stefnumótun gervigreindar, en þjóðarmorðið á Gasa er framið með hjálp gervigreindar á áður óþekktum skala, í ítarlega útfærði stefnumótun. Þróun þeirrar gervigreindar sem Epstein var boðið að kynna í Háskóla Íslands hefur verið nýtt í stórum mæli til að fremja þjóðarmorð í Palestínu. Ingólfur Gíslason hefur staðið ötullega með frelsisbaráttu Palesínu og tekið siðferðislega afstöðu sem fræðamaður gegn landráns- og þjóðarmorðseiningunni Ísrael. Hann er ekki einn um þessa afstöðu, enda voru fleiri akademískir starfsmenn á umræddum mótmælum. Yfir 350 starfsmenn Háskóla Íslands hafa undirritað akademíska sniðgönguyfirlýsingu, auk þess sem allar deildir Menntavísindasviðs HÍ og íslensku og menningardeild Hugvísindasviðis hafa skuldbundið sig akademískri sniðgöngu gegn Ísrael. Þúsundir fræðafólks og hundruðir deilda, sviða og háskóla um heim allan hafa tekið sömu afstöðu. Akademísk sniðganga er ekki skerðing á akademísku frelsi. Þvert á mót er tilgangur fræðafólks sem velur að beita akademískri sniðgöngu að vernda og efla akademískt frelsi og grundvallarréttindi kollega sinna og háskólanemenda í Palestínu, sem búa og starfa við aðstæður sem eru í grundvallaratriðum ósamræmanlegar akademísku frelsi, grundvallar mannréttindum og siðferðislegum markmiðum menntunar. Með því að taka þátt í akademískri sniðgöngu á Ísrael er stutt við akademískt frelsi. Fyrir hönd hópsins Háskólafólk fyrir Palestínu, Elía Hörpu og Önundarbur, meistaranemi Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi og aðjunkt Íris Ellenberger, prófessor Sjöfn Asare, doktorsnemi Hér getur þú skráð þig á lista starfsfólks við Háskóla Íslands sem tekur þátt í akademískri sniðgöngu gegn Ísrael: https://forms.gle/CxvzS3BomsnxwePs6 Hafðu samband við Háskólafólk fyrir Palestínu á fyrirpalestinu@gmail.com ef þú vilt: Fá frekari upplýsingar um akademíska sniðgöngu. Fá stuðning við að koma af stað umræðum um akademíska sniðgöngu innan þinnar deildar við HÍ.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar