HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 22. ágúst 2025 13:02 Bakaríið 280 er í sögulegu húsi við Klapparstíg í miðborg Reykjavíkur. Mynd/ Björn Árnason Hönnunarhjón í samvinnu við einn efnilegasta bakara landsins og hans ektafrú leiða saman krafta sína og opna handverksbakaríið 280 í sögulegu húsi við Klapparstíg í miðborg Reykjavíkur. Pörin eru í óða önn að leggja lokahönd á rýmið og stefna að því að opna dyrnar fyrir landsmönnum í næsta mánuði. Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir eru eigendur hönnunarstúdíósins HAF- Studio og HAF Store. Þau hafa markað sér sterkan sess í íslenskri hönnun síðustu ár en þau hafa hannað fjölda veitingastaða og verslanir. Hafsteinn og Karitas koma að allri hönnun bakarísins. Ari Hermannsson á að baki farsælan feril sem bakari, meðal annars Brauð & Co, BakaBaka og Hart Bageri í Kaupmannahöfn. Þétt við hlið hans í verkefninu stendur kærastan Þórný Edda Aðalsteinsdóttir. Ara hefur dreymt að eignast sitt eigið bakarí í mörg ár. Sá draumur er nú loksins að verða að veruleika. Rýmið við Klapparstíg 37 þekkja margir en þar var Aðalvideoleigan starfrækt í um fjóra áratugi, allt þar til henni var lokað í mars 2023. Hafsteinn segir að þau Karitas hafi lengi verið fastagestir á veitingastaðnum Skál, sem er í næsta húsi, og hafi oft gengið framhjá rýminu. „Við sáum strax tækifæri til að bæta ásýnd götunnar og auka þjónustu í hverfinu,“ segir Hafsteinn. „Auk þess verður ákveðið samstarf við vini okkar á Skál, sem gerir þetta verkefni enn skemmtilegra.“ Nýstárleg og heildræn nálgun Aðspurður um hvernig samstarfið kviknaði segir Hafsteinn að það hafi komið til nokkuð óvænt. Ari leitaði til HAF Studio í byrjun árs til að fá þau til að hanna nýtt bakarí. „Við Karitas höfðum fylgst með honum um árabil, enda höfum við mikinn áhuga á matargerð og eigum marga vini í veitingageiranum. Þegar Ari kom til okkar og við skoðuðum hugmyndina nánar heilluðumst við strax og ákváðum að taka þátt í þessu verkefni,“ segir Hafsteinn. Hann segir þau ekki vera að finna upp hjólið með því að opna bakarí í miðborginni en áherslur og vöruframboð þeirra eru öðruvísi en áður hefur sést. „Íslendingar elska gott bakarí og hér á landi er mikið af flottum bakaríum sem bjóða upp á frábærar vörur. Við viljum byggja á þeim grunni, en um leið koma með ferskan takt í vöruframboðið og bjóða bæði hefðbundnar og nýstárlegar vörur. Það sem gerir þetta bakarí sérstakt er að gestir sjá alla vinnsluna – frá því að deigið er hnoðað og sett í ofninn, og þar til varan fer út til viðskiptavinarins. Frá hönnunarlegu sjónarhorni er það mjög skemmtilegt, því allt gerist á staðnum. Mörg bakarí eru með miðlæga framleiðslu sem síðan er flutt á milli staða. Við það tapast ákveðin gæði án þess þó að það sé endilega slæmt. Við viljum hins vegar einblína alfarið á gæði og ferskleika,“ segir Hafsteinn. HAF STUDIO Djúpar pælingar á bakvið nafnið Mikið hefur verið lagt í hönnun vörumerkisins, og Hafsteinn segir að þau hafi byrjað að þróa það í maí áður en lendingin var 280. „Þegar við hittumst nokkrir saman og köstuðum hugmyndum á milli kom Ari með hugmyndina að því að ofninn í alvöru bakaríum væri alltaf stilltur á 280 gráður. Algengasti brandarinn varð strax að skíra þetta „Bak-Ari“, eftir Ara. Við vildum þó hafa möguleika á að láta nafnið vaxa í fleiri áttir og halda því opnu.“ Sumum finnst tengingin skrýtin – og það er einmitt það sem við viljum. „Síðan vorum við líka mjög hrifin af því að nota bláan lit í vörumerkið. Þegar við fórum að skoða lit sem okkur leist vel á var hann Pantone númer 280C, sem er skemmtileg tilviljun og smellpassaði inn í brandið,“ segir Hafsteinn og hlær. Aðspurður um hönnun rýmisins segir hann að þau vilji skapa smá nostalgíufíling. „Við erum með jarðlita terrazzo-gólf sem var kallað bakaragólf í gamla daga, það verða glerjaðar flísar á veggjum og innréttingarnar eru úr reyktri eik. Bakaraofninn stendur fremst í rýminu svo að gestir upplifi handverkið og ferlið í heild sinni.“ HAF STUDIO Bakarí Hús og heimili Tíska og hönnun Reykjavík Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir eru eigendur hönnunarstúdíósins HAF- Studio og HAF Store. Þau hafa markað sér sterkan sess í íslenskri hönnun síðustu ár en þau hafa hannað fjölda veitingastaða og verslanir. Hafsteinn og Karitas koma að allri hönnun bakarísins. Ari Hermannsson á að baki farsælan feril sem bakari, meðal annars Brauð & Co, BakaBaka og Hart Bageri í Kaupmannahöfn. Þétt við hlið hans í verkefninu stendur kærastan Þórný Edda Aðalsteinsdóttir. Ara hefur dreymt að eignast sitt eigið bakarí í mörg ár. Sá draumur er nú loksins að verða að veruleika. Rýmið við Klapparstíg 37 þekkja margir en þar var Aðalvideoleigan starfrækt í um fjóra áratugi, allt þar til henni var lokað í mars 2023. Hafsteinn segir að þau Karitas hafi lengi verið fastagestir á veitingastaðnum Skál, sem er í næsta húsi, og hafi oft gengið framhjá rýminu. „Við sáum strax tækifæri til að bæta ásýnd götunnar og auka þjónustu í hverfinu,“ segir Hafsteinn. „Auk þess verður ákveðið samstarf við vini okkar á Skál, sem gerir þetta verkefni enn skemmtilegra.“ Nýstárleg og heildræn nálgun Aðspurður um hvernig samstarfið kviknaði segir Hafsteinn að það hafi komið til nokkuð óvænt. Ari leitaði til HAF Studio í byrjun árs til að fá þau til að hanna nýtt bakarí. „Við Karitas höfðum fylgst með honum um árabil, enda höfum við mikinn áhuga á matargerð og eigum marga vini í veitingageiranum. Þegar Ari kom til okkar og við skoðuðum hugmyndina nánar heilluðumst við strax og ákváðum að taka þátt í þessu verkefni,“ segir Hafsteinn. Hann segir þau ekki vera að finna upp hjólið með því að opna bakarí í miðborginni en áherslur og vöruframboð þeirra eru öðruvísi en áður hefur sést. „Íslendingar elska gott bakarí og hér á landi er mikið af flottum bakaríum sem bjóða upp á frábærar vörur. Við viljum byggja á þeim grunni, en um leið koma með ferskan takt í vöruframboðið og bjóða bæði hefðbundnar og nýstárlegar vörur. Það sem gerir þetta bakarí sérstakt er að gestir sjá alla vinnsluna – frá því að deigið er hnoðað og sett í ofninn, og þar til varan fer út til viðskiptavinarins. Frá hönnunarlegu sjónarhorni er það mjög skemmtilegt, því allt gerist á staðnum. Mörg bakarí eru með miðlæga framleiðslu sem síðan er flutt á milli staða. Við það tapast ákveðin gæði án þess þó að það sé endilega slæmt. Við viljum hins vegar einblína alfarið á gæði og ferskleika,“ segir Hafsteinn. HAF STUDIO Djúpar pælingar á bakvið nafnið Mikið hefur verið lagt í hönnun vörumerkisins, og Hafsteinn segir að þau hafi byrjað að þróa það í maí áður en lendingin var 280. „Þegar við hittumst nokkrir saman og köstuðum hugmyndum á milli kom Ari með hugmyndina að því að ofninn í alvöru bakaríum væri alltaf stilltur á 280 gráður. Algengasti brandarinn varð strax að skíra þetta „Bak-Ari“, eftir Ara. Við vildum þó hafa möguleika á að láta nafnið vaxa í fleiri áttir og halda því opnu.“ Sumum finnst tengingin skrýtin – og það er einmitt það sem við viljum. „Síðan vorum við líka mjög hrifin af því að nota bláan lit í vörumerkið. Þegar við fórum að skoða lit sem okkur leist vel á var hann Pantone númer 280C, sem er skemmtileg tilviljun og smellpassaði inn í brandið,“ segir Hafsteinn og hlær. Aðspurður um hönnun rýmisins segir hann að þau vilji skapa smá nostalgíufíling. „Við erum með jarðlita terrazzo-gólf sem var kallað bakaragólf í gamla daga, það verða glerjaðar flísar á veggjum og innréttingarnar eru úr reyktri eik. Bakaraofninn stendur fremst í rýminu svo að gestir upplifi handverkið og ferlið í heild sinni.“ HAF STUDIO
Bakarí Hús og heimili Tíska og hönnun Reykjavík Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“