Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. ágúst 2025 21:15 FH gat fagnað sigri í fyrsta sinn á útivelli í sumar. vísir Breiðablik tók á móti FH í einhverjum furðulegasta leik sumarsins. Níu mörk voru skoruð í heildina, Breiðablik komst tvisvar yfir í fyrri hálfleik, lenti svo þremur mörkum undir í seinni hálfleik en var næstum því búinn að jafna undir lokin. Lokatölur urðu 4-5 fyrir FH og þeirra helsta hetja var Bragi Karl Bjarkason, sem átti einhverja bestu innkomu sumarsins. Sigurinn fleytir FH upp í sjötta sæti deildarinnar og fimm stigum frá fallsvæðinu með 25 stig, jafnt Fram að stigum en þeir eiga leik til góða á morgun. Breiðablik situr hins vegar eftir í sárum, í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Víkingi sem vann ÍA og fimm stigum á eftir Val sem missteig sig harkalega gegn ÍBV. Byrjaði hægt en svo flaug allt af stað FH tók sér tíu mínútur í að byrja leikinn almennilega en tók svo algjörlega yfir. Breiðablik var í miklu brasi, missti menn og bolta oft inn fyrir vörnina og fékk á sig nokkur dauðafæri. Þrjú mörk á tíu mínútum Þvert gegn gangi leiksins tók Breiðablik forystuna á 26. mínútu, Davíð Ingvarsson var þar á ferðinni, kom úr djúpu hlaupi og fékk frábæra fyrirgjöf frá Kristni Steindórssyni sem hann stýrði í netið. Sjö mínútum síðar skoraði FH verðskuldað jöfnunarmark. Kristján Flóki fékk háa sendingu yfir vörnina frá Kjartani Kára, kom á ferðinni og kláraði færið vel í fyrstu snertingu, milli fóta markmannsins. FH-ingar lærðu hins vegar ekki af mistökum og fengu á sig alveg eins mark og þeir skoruðu, aðeins þremur mínútum síðar. Damir Muminovic gaf háa sendingu inn fyrir vörnina, Davíð Ingvarsson kom á ferðinni og kláraði í fyrsta en skoraði sitt annað mark. Blikar yfir í hálfleik en það breyttist fljótt Þrjú mörk skoruð á aðeins tíu mínútum, bæði lið í léttu áfalli eftir þau átök og gerðu lítið fram að hálfleik. FH-ingar fóru mjög svekktir inn í búningsherbergi eftir að hafa verið betri aðilinn framan af, en þeir áttu aldeilis eftir að snúa leiknum við í seinni hálfleik. Tæpar tvær mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum þegar Björn Daníel jafnaði leikinn á ný. Kjartan Kári átti aftur stoðsendinguna, flott fyrirgjöf í þetta sinn sem rataði á miðjan teiginn, Björn Daníel kom á ferðinni og skallaði boltann í netið. Bragi með bestu innkomu sumarsins Á 54. mínútu kom Bragi Karl Bjarkason inn á völlinn og gjörbreytti leiknum. Hann skoraði með sinni fyrstu snertingu og setti svo annað mark með sinni annarri snertingu. Einhver ótrúlegasta innkoma sem sést hefur. Bæði mörkin eftir stoðsendingar Böðvars Böðvarssonar, hann lagði boltann fyrst út í teiginn fyrir Braga og gaf svo háa sendingu inn fyrir vörnina á hann. Damir Muminovic hefði líklega átt að éta þann bolta en snertingin sem hann náði lagði boltann eiginlega bara betur fyrir Braga. Bragi breytti leiknum algjörlega með sinni innkomu og FH var skyndilega komið 2-4 yfir. Sigurður Bjartur bætti við áður en Breiðablik tók aftur við sér Sigurður Bjartur skoraði flott skallamark eftir fyrirgjöf Birkis Vals og kom FH þremur mörkum yfir, flestir héldu að þarna hefði Sigurður gert út af við leikinn en Breiðablik barðist til baka. Kristófer Ingi Kristinsson, einn af fimm varamönnum sem Breiðablik setti inn á í seinni hálfleik, minnkaði muninn með fínni vinstri fótar afgreiðslu á 84. mínútu. Ásgeir Helgi Orrason skoraði svo glæsilegt flugskallamark á 89. mínútu, eftir fyrirgjöf Kristins Jónssonar með hægri fæti. Staðan þá orðin 4-5 en of langt var liðið á leikinn fyrir Breiðablik. Heimamenn héldu áfram að ógna og hefðu eflaust sett jöfnunarmark ef þeir hefðu haft lengri tíma. Nánari umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi von bráðar. Hvað gerist næst? Breiðablik er á leið í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni og vert er að taka fram að margir lykilleikmenn liðsins voru hvíldir í dag vegna þess. Breiðablik tekur á móti Virtus frá San Marínó á fimmtudaginn, fær svo frí frá Bestu deildinni um næstu helgi og mætir Virtus aftur þarnæsta fimmtudag úti í San Marínó. FH fær hins vegar ekkert frí Bestu, og vill eflaust ekkert frí miðað við flugið sem Hafnfirðingar eru á. Tveir sigrar í röð og þeir geta fylgt þeim eftir þegar ÍBV kemur í heimsókn næsta sunnudag. Besta deild karla Breiðablik FH
Breiðablik tók á móti FH í einhverjum furðulegasta leik sumarsins. Níu mörk voru skoruð í heildina, Breiðablik komst tvisvar yfir í fyrri hálfleik, lenti svo þremur mörkum undir í seinni hálfleik en var næstum því búinn að jafna undir lokin. Lokatölur urðu 4-5 fyrir FH og þeirra helsta hetja var Bragi Karl Bjarkason, sem átti einhverja bestu innkomu sumarsins. Sigurinn fleytir FH upp í sjötta sæti deildarinnar og fimm stigum frá fallsvæðinu með 25 stig, jafnt Fram að stigum en þeir eiga leik til góða á morgun. Breiðablik situr hins vegar eftir í sárum, í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Víkingi sem vann ÍA og fimm stigum á eftir Val sem missteig sig harkalega gegn ÍBV. Byrjaði hægt en svo flaug allt af stað FH tók sér tíu mínútur í að byrja leikinn almennilega en tók svo algjörlega yfir. Breiðablik var í miklu brasi, missti menn og bolta oft inn fyrir vörnina og fékk á sig nokkur dauðafæri. Þrjú mörk á tíu mínútum Þvert gegn gangi leiksins tók Breiðablik forystuna á 26. mínútu, Davíð Ingvarsson var þar á ferðinni, kom úr djúpu hlaupi og fékk frábæra fyrirgjöf frá Kristni Steindórssyni sem hann stýrði í netið. Sjö mínútum síðar skoraði FH verðskuldað jöfnunarmark. Kristján Flóki fékk háa sendingu yfir vörnina frá Kjartani Kára, kom á ferðinni og kláraði færið vel í fyrstu snertingu, milli fóta markmannsins. FH-ingar lærðu hins vegar ekki af mistökum og fengu á sig alveg eins mark og þeir skoruðu, aðeins þremur mínútum síðar. Damir Muminovic gaf háa sendingu inn fyrir vörnina, Davíð Ingvarsson kom á ferðinni og kláraði í fyrsta en skoraði sitt annað mark. Blikar yfir í hálfleik en það breyttist fljótt Þrjú mörk skoruð á aðeins tíu mínútum, bæði lið í léttu áfalli eftir þau átök og gerðu lítið fram að hálfleik. FH-ingar fóru mjög svekktir inn í búningsherbergi eftir að hafa verið betri aðilinn framan af, en þeir áttu aldeilis eftir að snúa leiknum við í seinni hálfleik. Tæpar tvær mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum þegar Björn Daníel jafnaði leikinn á ný. Kjartan Kári átti aftur stoðsendinguna, flott fyrirgjöf í þetta sinn sem rataði á miðjan teiginn, Björn Daníel kom á ferðinni og skallaði boltann í netið. Bragi með bestu innkomu sumarsins Á 54. mínútu kom Bragi Karl Bjarkason inn á völlinn og gjörbreytti leiknum. Hann skoraði með sinni fyrstu snertingu og setti svo annað mark með sinni annarri snertingu. Einhver ótrúlegasta innkoma sem sést hefur. Bæði mörkin eftir stoðsendingar Böðvars Böðvarssonar, hann lagði boltann fyrst út í teiginn fyrir Braga og gaf svo háa sendingu inn fyrir vörnina á hann. Damir Muminovic hefði líklega átt að éta þann bolta en snertingin sem hann náði lagði boltann eiginlega bara betur fyrir Braga. Bragi breytti leiknum algjörlega með sinni innkomu og FH var skyndilega komið 2-4 yfir. Sigurður Bjartur bætti við áður en Breiðablik tók aftur við sér Sigurður Bjartur skoraði flott skallamark eftir fyrirgjöf Birkis Vals og kom FH þremur mörkum yfir, flestir héldu að þarna hefði Sigurður gert út af við leikinn en Breiðablik barðist til baka. Kristófer Ingi Kristinsson, einn af fimm varamönnum sem Breiðablik setti inn á í seinni hálfleik, minnkaði muninn með fínni vinstri fótar afgreiðslu á 84. mínútu. Ásgeir Helgi Orrason skoraði svo glæsilegt flugskallamark á 89. mínútu, eftir fyrirgjöf Kristins Jónssonar með hægri fæti. Staðan þá orðin 4-5 en of langt var liðið á leikinn fyrir Breiðablik. Heimamenn héldu áfram að ógna og hefðu eflaust sett jöfnunarmark ef þeir hefðu haft lengri tíma. Nánari umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi von bráðar. Hvað gerist næst? Breiðablik er á leið í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni og vert er að taka fram að margir lykilleikmenn liðsins voru hvíldir í dag vegna þess. Breiðablik tekur á móti Virtus frá San Marínó á fimmtudaginn, fær svo frí frá Bestu deildinni um næstu helgi og mætir Virtus aftur þarnæsta fimmtudag úti í San Marínó. FH fær hins vegar ekkert frí Bestu, og vill eflaust ekkert frí miðað við flugið sem Hafnfirðingar eru á. Tveir sigrar í röð og þeir geta fylgt þeim eftir þegar ÍBV kemur í heimsókn næsta sunnudag.
Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn